Innlent

Árásarmaðurinn á Frakkastíg ákærður

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Myndin er tekin af vettvangi hnífsstunguárásarinnar.
Myndin er tekin af vettvangi hnífsstunguárásarinnar.
Ríkissaksóknari hefur ákært 34 ára íslenskan karlmann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Frakkastíg í ágúst síðastliðnum. Manninum er gefið að sök að hafa ítrekað stungið annan mann í líkama og andlit, með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð yfir vinstra kinnbeini, skurð á aftanverðum  brjóstkassa, tvo skurði á hægri upphandlegg og skurð á hægri mjöðm. Sá sem fyrir árásinni varð fer fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur.

Árásarmaðurinn á nokkurn sakaferil að baki. Hann dvelst nú á Litla-Hrauni en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í ágúst á grundvelli almannahagsmuna.

Sjónarvottur sem varð vitni að atburðarrásinni frá upphafi til enda sagði í samtali við Vísi að árásarmaðurinn hafi verið með ógnandi tilburði inn á Bar 7 á Frakkastíg. Maðurinn sem var stunginn hafi verið þar í þriggja manna hópi.

Árásarmaðurinn hafi þar verið með Leatherman töng, sem er með hníf í öðrum endanum og sveiflað henni um.

Vitnið sagði manninn hafa verið áberandi ölvaðan, en sagði að ekki væri hægt að fullyrða hvort hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Sagði hann árásármanninn hafa hlaupið upp að Laugarveg, blóðugan á höfði eftir beltissylgju. Síðan hafi hann rokið aftur niður Frakkastíg og stungið einn mannanna margoft.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur næsta þriðjudag.


Tengdar fréttir

Árásarmaðurinn á Frakkastíg áfram í gæsluvarðhaldi

Gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms yfir karlmanni á fertugsaldri sem gefið er að sök að hafa stungið annan mann fjórum sinnum í brjósthol á Frakkastíg í ágúst síðastliðnum hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 10. október næstkomandi.

Sýndi ógnandi tilburði á Bar 7

Erlendur karlmaður var útskrifaður af sjúkrahúsi um miðnætti í gær eftir að hafa verið stunginn eftir slagsmál í miðbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×