Innlent

Sýning um nýjar íbúðir sett upp í Ráðhúsinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/reykjavíkurborg
Í dag hefst sýning í Ráðhúsinu um nýjar íbúðir í Reykjavík. Sýningin er í tengslum við kynningarfund borgarstjóra um sama efni og verður sá fundur endurtekinn nú á fimmtudag.

Sýningin hangir uppi til 19. nóvember.  Í Reykjavík er áætlað að byggðar verði um 5.000 nýjar íbúðir á næstu fjórum árum.

Framkvæmdir eru ýmist hafnar eða á teikniborðinu. Á sýningu og fundunum verður sagt frá byggingaráætlunum fyrirtækja og skipulagsáformum Reykjavíkurborgar.

Hvar verða íbúðirnar, hvenær verða þær tilbúnar og hver er að byggja þær?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×