Lífið

Jólastjarnan 2014: Karen Ósk syngur Ég hlakka svo til

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Karen Ósk Björnsdóttir er ein af tíu keppendum sem keppast um að verða Jólastjarnan 2014. Hér fyrir neðan má sjá atriðið sem hún sýndi fyrir dómnefnd í keppninni en hún flutti lagið Ég hlakka svo til.

Karen Ósk verður þrettán ára í desember og syngur greinilega af mikilli ástríðu.

Söngkeppnin Jólastjarnan hefur verið haldin síðustu ár og í ár sóttu um þrjú hundruð  börn, yngri en sextán ára, um að komast í tíu manna úrtak fyrir framan dómnefnd. Í dómnefnd í ár eru Björgvin Halldórsson, Gissur Páll, Gunnar Helgason og Jóhanna Guðrún.

Sigurvegari keppninnar verður tilkynntur í næstu viku í Íslandi í dag en hann kemur fram á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins eins og síðustu ár.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×