Ljósmyndari segir lögfræðing hafa ráðist á sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. nóvember 2014 11:52 Hér má sjá mynd sem Ásgeir tók í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, skömmu fyrir átökin. Mynd/Ásgeir Ásgeirsson „Lögfræðingurinn reyndi að hrinda mér svo að ég næði ekki mynd af skjólstæðingi hans og þegar það gekk ekki þá greip hann í linsuna hjá mér,“ segir Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari um átök sem áttu sér stað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ásgeir var viðstaddur þingfestingu í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. Hann reyndi að ná mynd af einum sakborninganna og brást lögfræðingur mannsins illa við eins og Ásgeir lýsir. Ásgeir segist svo hafa náð taki á lögfræðingnum: „Ég greip hann bara dyravarðataki og leiddi hann fyrir dómvörð. Ég lét hann biðja mig afsökunar fyrir framan lögfræðinga, dómverði og fjölmiðla. Það var rosa einfalt. Það er búið að láta dómstjóra vita líka.“ Ásgeir segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem lögfræðingar grípi til örþrifaráða til þess að forðast að hann nái myndum af skjólstæðingum þeirra. „En ég hef ekki áður lent í því að einhver reyni að grípa í linsuna mína og reyni að skemma eitthvað. Það er alveg einstakt.“ Ásgeir hefur starfað sem dyravörður í áratug og segist því vanur svona barningi. Hann segist vona að þurfa ekki að standa í svona barningi við lögfræðinga aftur. „Ætli þeir viti ekki betur núna,“ segir hann og hlær. Við þingfestinguna í morgun, yfir mönnunum fjörutíu, var deilt um hvort að réttarhöldin ættu að vera opin. Ingimundur Einarsson dómstjóri tók sér frest til þriðjudags til að taka afstöðu til kröfu saksóknara. Þeirri niðurstöðu, hver svo sem hún verður, er svo hægt að skjóta til Hæstaréttar og var meðferð málsins í héraði frestað til 17. desember. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
„Lögfræðingurinn reyndi að hrinda mér svo að ég næði ekki mynd af skjólstæðingi hans og þegar það gekk ekki þá greip hann í linsuna hjá mér,“ segir Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari um átök sem áttu sér stað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ásgeir var viðstaddur þingfestingu í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. Hann reyndi að ná mynd af einum sakborninganna og brást lögfræðingur mannsins illa við eins og Ásgeir lýsir. Ásgeir segist svo hafa náð taki á lögfræðingnum: „Ég greip hann bara dyravarðataki og leiddi hann fyrir dómvörð. Ég lét hann biðja mig afsökunar fyrir framan lögfræðinga, dómverði og fjölmiðla. Það var rosa einfalt. Það er búið að láta dómstjóra vita líka.“ Ásgeir segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem lögfræðingar grípi til örþrifaráða til þess að forðast að hann nái myndum af skjólstæðingum þeirra. „En ég hef ekki áður lent í því að einhver reyni að grípa í linsuna mína og reyni að skemma eitthvað. Það er alveg einstakt.“ Ásgeir hefur starfað sem dyravörður í áratug og segist því vanur svona barningi. Hann segist vona að þurfa ekki að standa í svona barningi við lögfræðinga aftur. „Ætli þeir viti ekki betur núna,“ segir hann og hlær. Við þingfestinguna í morgun, yfir mönnunum fjörutíu, var deilt um hvort að réttarhöldin ættu að vera opin. Ingimundur Einarsson dómstjóri tók sér frest til þriðjudags til að taka afstöðu til kröfu saksóknara. Þeirri niðurstöðu, hver svo sem hún verður, er svo hægt að skjóta til Hæstaréttar og var meðferð málsins í héraði frestað til 17. desember.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira