Ótti á Akureyri: „Maður á börn og fjölskyldu“ Gissur Sigurðsson skrifar 14. nóvember 2014 13:12 Jóhannes Bjarnason. vísir/pjetur Einn maður enn var handtekinn í nótt vegna rannsóknar á tilræði við saksóknara lögreglustjórans á Akureyri aðfararnótt miðvikudags. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær, annar í gærkvöldi og sá þriðji gæti bæst við í dag. Saksóknarinn er fluttur úr húsi sínu um stundarsakir. Nágrannar eru slegnir vegna tilræðisins. Atburðarásin hófst aðfaranótt miðvikudags með því að grímuklæddur maður, vopnaður hnífi, bankaði upp á á heimili fulltrúans og hafði ógnandi tilburði í frammi þegar hann kom til dyra, en honum tókst að flæma manninn á brott. Nokkru síðar um nóttina sá hann hvar bíll hans stóð í björtu báli fyrir utan húsið og kallaði þá á lögreglu og slökkvilið. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, hefur tveimur verið sleppt. Tengsl munu vera milli allra mannanna og munu þeir flestir eða allir hafa komist í kast við lögin, meðal annars vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Í tengslum við handtökurnar voru gerðar húsleitir hjá hinum handteknu og hald lagt á tölvur síma og fleiri gögn, sem nú verða rannsökuð. Akureyringar eru slegnir yfir þessum atburðum, og hvað þá Jóhannes Bjarnason, íbúi í næst húsi. „Okkur líður náttúrulega hreinlega ömurlega. Í fyrsta lagi byrjar maður náttúrulega að hugsa um fórnarlambið sem átti að vera. Þar fer mikill öndvegismaður og traustur embættismaður, mikill öðlingur við að eiga á allan hátt.“ Jóhannes veltir því einnig fyrir sér hvað hefði geta gerst ef árásin hefði tekist. „Hvað hefði þá gerst? Ef sprengjan hefði sprungið eins og þeir lögðu upp með, þá hefði minn svefnherbergisgluggi, sem er í nokkurra metra fjarlægð, sprungið. Þá hefðu afleiðingarnar orðið hryllilegar. Þetta var svo súrrealískt að upplifa þetta.“ Jóhannes segist auðvitað vera óttasleginn. „Maður veit ekkert hver þetta er. Það skal bara viðurkennt hreinskilnislega að maður er hræddur. Maður á börn og fjölskyldu.“ Tengdar fréttir Óttaslegnir nágrannar setja upp öryggiskerfi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásar á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri.. Lögreglan lítur árásina mjög alvarlegum augum. 14. nóvember 2014 07:00 Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Einn maður enn var handtekinn í nótt vegna rannsóknar á tilræði við saksóknara lögreglustjórans á Akureyri aðfararnótt miðvikudags. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær, annar í gærkvöldi og sá þriðji gæti bæst við í dag. Saksóknarinn er fluttur úr húsi sínu um stundarsakir. Nágrannar eru slegnir vegna tilræðisins. Atburðarásin hófst aðfaranótt miðvikudags með því að grímuklæddur maður, vopnaður hnífi, bankaði upp á á heimili fulltrúans og hafði ógnandi tilburði í frammi þegar hann kom til dyra, en honum tókst að flæma manninn á brott. Nokkru síðar um nóttina sá hann hvar bíll hans stóð í björtu báli fyrir utan húsið og kallaði þá á lögreglu og slökkvilið. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, hefur tveimur verið sleppt. Tengsl munu vera milli allra mannanna og munu þeir flestir eða allir hafa komist í kast við lögin, meðal annars vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Í tengslum við handtökurnar voru gerðar húsleitir hjá hinum handteknu og hald lagt á tölvur síma og fleiri gögn, sem nú verða rannsökuð. Akureyringar eru slegnir yfir þessum atburðum, og hvað þá Jóhannes Bjarnason, íbúi í næst húsi. „Okkur líður náttúrulega hreinlega ömurlega. Í fyrsta lagi byrjar maður náttúrulega að hugsa um fórnarlambið sem átti að vera. Þar fer mikill öndvegismaður og traustur embættismaður, mikill öðlingur við að eiga á allan hátt.“ Jóhannes veltir því einnig fyrir sér hvað hefði geta gerst ef árásin hefði tekist. „Hvað hefði þá gerst? Ef sprengjan hefði sprungið eins og þeir lögðu upp með, þá hefði minn svefnherbergisgluggi, sem er í nokkurra metra fjarlægð, sprungið. Þá hefðu afleiðingarnar orðið hryllilegar. Þetta var svo súrrealískt að upplifa þetta.“ Jóhannes segist auðvitað vera óttasleginn. „Maður veit ekkert hver þetta er. Það skal bara viðurkennt hreinskilnislega að maður er hræddur. Maður á börn og fjölskyldu.“
Tengdar fréttir Óttaslegnir nágrannar setja upp öryggiskerfi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásar á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri.. Lögreglan lítur árásina mjög alvarlegum augum. 14. nóvember 2014 07:00 Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Óttaslegnir nágrannar setja upp öryggiskerfi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásar á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri.. Lögreglan lítur árásina mjög alvarlegum augum. 14. nóvember 2014 07:00
Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12
Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03