Innlent

Þúsundir mótmæla komu Julien Blanc til Íslands

Bjarki Ármannsson skrifar
Julien Blanc er afar umdeildur.
Julien Blanc er afar umdeildur.
Þúsundir Íslendinga hafa skrifað undir undirskriftasöfnun á Petitions24.com þess efnis að stöðva beri komu „stefnumótaþjálfarans“ Julien Blanc til landsins. Sá er mögulega væntanlegur til Íslands á næsta ári til að halda fyrirlestur um hvernig karlmenn geti „náð sér“ í konu.

Blanc er afar umdeildur vegna þeirra aðferða sem hann boðar að séu áhrifaríkar. Þær virðast margar hverjar fela í sér að beita konur ofbeldi af ýmsum gerðum. Á síðu undirskriftasöfnunarinnar er Blanc kallaður ofbeldismaður sem misnoti og niðurlægi konur. 

Þegar þetta er skrifað, hafa rúmlega 4.500 manns skrifað undir á síðunni Stoppum Julien Blanc! Blanc þurfti nýlega að stytta dvöl sína í Ástralíu, þar sem hann átti að halda fyrirlestra og námskeið, vegna mikilla mótmæla og undirskriftasöfnunar gegn honum og boðskapi hans.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.