Verkfall lækna: "Gríðarlegar áhyggjur af komandi viku” Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2014 18:54 Verkfall lækna heldur áfram í komandi viku en á miðnætti í kvöld leggja læknar á aðgerðasviði og flæðissviði Landspítalans niður störf en verkfallið stendur í tvo sólahringa. Aðgerðasvið spítalans heldur utan um alla starfsemi sem tengist skurðstofum, speglunarþjónustu og gjörgæslu en undir flæðissvið heyra meðal annars bráðamóttakan í Fossvogi og öldrunardeildin. Aðfaranótt miðvikudags leggja læknar á geðsviði og skurðlækningasviði Landspítalans niður störf og stendur verkfallið einnig í tvo sólahringa. Geðsvið spítalans sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi en skurðlækningasvið er eitt umfangsmesta svið Landspítalans. Sviðinu tilheyra níu sérgreinar skurðlækninga auk svæfinga-og gjörgæslulækninga og Blóðbankinn. „Við teljum að þetta muni hafa mjög mikil áhrif. Við höfum gríðarlegur áhyggjur af þessari viku sem er framundan. Áhrifin verða á bráðamóttökur, öldrunarþjónustu og skurðaðgerðir,” segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Ólafur segir að reiknað sé með miklu álagi á bráðamóttökunni í Fossvogi. Þannig gætu þeir sem eru með minniháttar áverka þurft að bíða lengi og hugsanlega þurfi að vísa slíkum tilfellum annað. Munu sjúklingar finna meira fyrir áhrifum verkfallsins í komandi viku en áður? „Við óttumst það mjög, já. Þetta skapar gríðarlega óvissu,” segir Ólafur. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður hér hjá ríkissáttasemjara á morgun en það er ekki margt sem bendir til þess að aðilar muni ná saman. Þannig hefur fjármálaráðherra sagt kröfur lækna um 30 til 36% launahækkun vera óraunhæfar. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segist skynja skilning á kröfum lækna en staðan sé erfið. „Það hefur verið algjör kyrrstaða í viðræðunum í vikur og mánuði og ekkert þokast,” segir Þorbjörn. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Verkfall lækna heldur áfram í komandi viku en á miðnætti í kvöld leggja læknar á aðgerðasviði og flæðissviði Landspítalans niður störf en verkfallið stendur í tvo sólahringa. Aðgerðasvið spítalans heldur utan um alla starfsemi sem tengist skurðstofum, speglunarþjónustu og gjörgæslu en undir flæðissvið heyra meðal annars bráðamóttakan í Fossvogi og öldrunardeildin. Aðfaranótt miðvikudags leggja læknar á geðsviði og skurðlækningasviði Landspítalans niður störf og stendur verkfallið einnig í tvo sólahringa. Geðsvið spítalans sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi en skurðlækningasvið er eitt umfangsmesta svið Landspítalans. Sviðinu tilheyra níu sérgreinar skurðlækninga auk svæfinga-og gjörgæslulækninga og Blóðbankinn. „Við teljum að þetta muni hafa mjög mikil áhrif. Við höfum gríðarlegur áhyggjur af þessari viku sem er framundan. Áhrifin verða á bráðamóttökur, öldrunarþjónustu og skurðaðgerðir,” segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Ólafur segir að reiknað sé með miklu álagi á bráðamóttökunni í Fossvogi. Þannig gætu þeir sem eru með minniháttar áverka þurft að bíða lengi og hugsanlega þurfi að vísa slíkum tilfellum annað. Munu sjúklingar finna meira fyrir áhrifum verkfallsins í komandi viku en áður? „Við óttumst það mjög, já. Þetta skapar gríðarlega óvissu,” segir Ólafur. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður hér hjá ríkissáttasemjara á morgun en það er ekki margt sem bendir til þess að aðilar muni ná saman. Þannig hefur fjármálaráðherra sagt kröfur lækna um 30 til 36% launahækkun vera óraunhæfar. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segist skynja skilning á kröfum lækna en staðan sé erfið. „Það hefur verið algjör kyrrstaða í viðræðunum í vikur og mánuði og ekkert þokast,” segir Þorbjörn.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira