Fundi samninganefnda Skurðlæknafélags Íslands, og ríkisins í kjaradeilu skurðlækna hjá ríkisáttasemjara lauk um klukkan fjögur í dag, án árangurs.
Fyrsta þriggja daga verkfall skurðlækna af þremur boðuðum hófst í dag, og falla allar skipulagðar skurðaðgerðir á landinu niður.
Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður Skurðlæknafélags Íslands, segir algjöra kyrrstöðu í viðræðunum.
„Okkur miðaði ekkert á þessum fund og miðað við það erum við ekki bjartsýnir," segir hann.
Helgi segir miklar líkur á að læknar segi upp í stórum stíl og ráði sig í störf utan spítalans, náist ekki sátt í deilunni, en auk skurðlækna eru læknar á flæði- og aðgerðarsviði spítalans í verkfalli.
Lengri bið er en vanalega á bráðamóttöku og mikil röskun er á starfsemi spítalans. Þá hefur sjúklingum með minniháttar meiðsli verið vísað frá. Verkfallsaðgerðir lækna á geðsviði hefjast á miðnætti og standa í tvo sólarhringa.
Enginn árangur á kjarafundi lækna
