Innlent

Hægt að heita sama nafni og lögregluhundurinn Rex

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögregluhundurinn Rex var af tegund þýskra fjárhunda.
Lögregluhundurinn Rex var af tegund þýskra fjárhunda. Vísir/Getty
Mannanafnanefnd hefur samþykkt sex ný eiginnöfn og eitt nýtt millinafn.

Nefndin samþykkti fjögur ný kvenmannsnöfn. Nú má nefna stúlkur Eldþóru, Angelíu, Selenu og Lilly.

Þá samþykkti nefndin tvö ný karlmannsnöfn, Brímir og Rex. Ættu það vera gleðitíðindi fyrir aðdáendur sjónvarpsþáttanna um lögregluhundinn Rex sem nutu vinsælda á sínum tíma.

Þá var millinafnið Skjöld einnig samþykkt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.