Þunginn fer vaxandi í læknaverkfallinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2014 19:07 Þunginn í verkfalli lækna fer vaxandi og óttast yfirlæknir á bráðamóttöku að eldra fólk veigri sér við að leita þangað vegna álags. Fjármálaráðherra segir að ekki verði orðið við óraunhæfum kröfum lækna sem vilji fimmtíu prósenta launahækkun. Enn ber mikið í milli í deilu lækna og ríksins. Í dag eru ríflega eitt hundrað læknar í verkfalli og hafa aðgerðirnar haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Í dag eru það skurðlæknar, gjörgæslu- og svæfingalæknar, öldrunarlæknar og læknar á bráðamóttöku sem eru í verkfalli. Verkfallsverðir Læknafélagsins gengu um ganga spítalans til að fylgjast með. Töluvert álag var á bráðamóttökunni og erfitt reyndist að koma sjúklingum þaðan á aðrar deildir. Hilmar Kjartansson, yfirlæknir á bráðamóttöku, segir færri hafa leitað á bráðamóttökuna í dag en í gær. Hann telur að álag vegna verkfallsins á deildinni og fréttaflutningur um það hafi gert það að verkum að sumir veigri sér við að leita þangað. „ Þunginn í verkfallinu hann er svona stigvaxandi og það sem ég hef svolitlar áhyggjur af að til dæmis eldri Íslendingar sem að eru mjög kurteisir og eru kannski með einhver einkenni sem að þyrfti að skoða strax. Þau horfa á fréttir og segja það er verkfall þarna á bráðamóttökunni, ég ætla ekki að fara í dag, ég ætla ekki að vera að íþyngja fólki með mínum vandamálum. Sumir af þessum hlutum geta beðið en eftir því sem þetta dregst lengur og lengur þá held ég að það sé meiri hætta á ferðum,“ segir Hilmar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur fundað með aðalfulltrúa ríkisins í samninganefndinni. Hann telur talsvert enn í að samningar náist. „ Ég er ekki við samningaborðið og ég fylgist með þessu máli. Ég bara segi þær kröfur sem ég hef heyrt af eru óraunhæfar, við munum ekki semja um 50 % launahækkun,“ segir Bjarni. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Þunginn í verkfalli lækna fer vaxandi og óttast yfirlæknir á bráðamóttöku að eldra fólk veigri sér við að leita þangað vegna álags. Fjármálaráðherra segir að ekki verði orðið við óraunhæfum kröfum lækna sem vilji fimmtíu prósenta launahækkun. Enn ber mikið í milli í deilu lækna og ríksins. Í dag eru ríflega eitt hundrað læknar í verkfalli og hafa aðgerðirnar haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Í dag eru það skurðlæknar, gjörgæslu- og svæfingalæknar, öldrunarlæknar og læknar á bráðamóttöku sem eru í verkfalli. Verkfallsverðir Læknafélagsins gengu um ganga spítalans til að fylgjast með. Töluvert álag var á bráðamóttökunni og erfitt reyndist að koma sjúklingum þaðan á aðrar deildir. Hilmar Kjartansson, yfirlæknir á bráðamóttöku, segir færri hafa leitað á bráðamóttökuna í dag en í gær. Hann telur að álag vegna verkfallsins á deildinni og fréttaflutningur um það hafi gert það að verkum að sumir veigri sér við að leita þangað. „ Þunginn í verkfallinu hann er svona stigvaxandi og það sem ég hef svolitlar áhyggjur af að til dæmis eldri Íslendingar sem að eru mjög kurteisir og eru kannski með einhver einkenni sem að þyrfti að skoða strax. Þau horfa á fréttir og segja það er verkfall þarna á bráðamóttökunni, ég ætla ekki að fara í dag, ég ætla ekki að vera að íþyngja fólki með mínum vandamálum. Sumir af þessum hlutum geta beðið en eftir því sem þetta dregst lengur og lengur þá held ég að það sé meiri hætta á ferðum,“ segir Hilmar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur fundað með aðalfulltrúa ríkisins í samninganefndinni. Hann telur talsvert enn í að samningar náist. „ Ég er ekki við samningaborðið og ég fylgist með þessu máli. Ég bara segi þær kröfur sem ég hef heyrt af eru óraunhæfar, við munum ekki semja um 50 % launahækkun,“ segir Bjarni.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira