Þunginn fer vaxandi í læknaverkfallinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2014 19:07 Þunginn í verkfalli lækna fer vaxandi og óttast yfirlæknir á bráðamóttöku að eldra fólk veigri sér við að leita þangað vegna álags. Fjármálaráðherra segir að ekki verði orðið við óraunhæfum kröfum lækna sem vilji fimmtíu prósenta launahækkun. Enn ber mikið í milli í deilu lækna og ríksins. Í dag eru ríflega eitt hundrað læknar í verkfalli og hafa aðgerðirnar haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Í dag eru það skurðlæknar, gjörgæslu- og svæfingalæknar, öldrunarlæknar og læknar á bráðamóttöku sem eru í verkfalli. Verkfallsverðir Læknafélagsins gengu um ganga spítalans til að fylgjast með. Töluvert álag var á bráðamóttökunni og erfitt reyndist að koma sjúklingum þaðan á aðrar deildir. Hilmar Kjartansson, yfirlæknir á bráðamóttöku, segir færri hafa leitað á bráðamóttökuna í dag en í gær. Hann telur að álag vegna verkfallsins á deildinni og fréttaflutningur um það hafi gert það að verkum að sumir veigri sér við að leita þangað. „ Þunginn í verkfallinu hann er svona stigvaxandi og það sem ég hef svolitlar áhyggjur af að til dæmis eldri Íslendingar sem að eru mjög kurteisir og eru kannski með einhver einkenni sem að þyrfti að skoða strax. Þau horfa á fréttir og segja það er verkfall þarna á bráðamóttökunni, ég ætla ekki að fara í dag, ég ætla ekki að vera að íþyngja fólki með mínum vandamálum. Sumir af þessum hlutum geta beðið en eftir því sem þetta dregst lengur og lengur þá held ég að það sé meiri hætta á ferðum,“ segir Hilmar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur fundað með aðalfulltrúa ríkisins í samninganefndinni. Hann telur talsvert enn í að samningar náist. „ Ég er ekki við samningaborðið og ég fylgist með þessu máli. Ég bara segi þær kröfur sem ég hef heyrt af eru óraunhæfar, við munum ekki semja um 50 % launahækkun,“ segir Bjarni. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Þunginn í verkfalli lækna fer vaxandi og óttast yfirlæknir á bráðamóttöku að eldra fólk veigri sér við að leita þangað vegna álags. Fjármálaráðherra segir að ekki verði orðið við óraunhæfum kröfum lækna sem vilji fimmtíu prósenta launahækkun. Enn ber mikið í milli í deilu lækna og ríksins. Í dag eru ríflega eitt hundrað læknar í verkfalli og hafa aðgerðirnar haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Í dag eru það skurðlæknar, gjörgæslu- og svæfingalæknar, öldrunarlæknar og læknar á bráðamóttöku sem eru í verkfalli. Verkfallsverðir Læknafélagsins gengu um ganga spítalans til að fylgjast með. Töluvert álag var á bráðamóttökunni og erfitt reyndist að koma sjúklingum þaðan á aðrar deildir. Hilmar Kjartansson, yfirlæknir á bráðamóttöku, segir færri hafa leitað á bráðamóttökuna í dag en í gær. Hann telur að álag vegna verkfallsins á deildinni og fréttaflutningur um það hafi gert það að verkum að sumir veigri sér við að leita þangað. „ Þunginn í verkfallinu hann er svona stigvaxandi og það sem ég hef svolitlar áhyggjur af að til dæmis eldri Íslendingar sem að eru mjög kurteisir og eru kannski með einhver einkenni sem að þyrfti að skoða strax. Þau horfa á fréttir og segja það er verkfall þarna á bráðamóttökunni, ég ætla ekki að fara í dag, ég ætla ekki að vera að íþyngja fólki með mínum vandamálum. Sumir af þessum hlutum geta beðið en eftir því sem þetta dregst lengur og lengur þá held ég að það sé meiri hætta á ferðum,“ segir Hilmar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur fundað með aðalfulltrúa ríkisins í samninganefndinni. Hann telur talsvert enn í að samningar náist. „ Ég er ekki við samningaborðið og ég fylgist með þessu máli. Ég bara segi þær kröfur sem ég hef heyrt af eru óraunhæfar, við munum ekki semja um 50 % launahækkun,“ segir Bjarni.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira