Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2014 18:45 Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning, helling af fögrum steinum, sem koma með útgreftrinum. Göngin koma milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og verða sjö og hálfur kílómetri á lengd. Eitt ár er liðið um þessar mundir frá fyrstu sprengingu en tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk annast gangagerðina. Norðfjarðarmegin ræddi Stöð 2 við Grétar Pál Ólafsson, verkstjóra hjá Suðurverki, sem segir verkið á áætlun. Þeir hafi þó verið að kljást við drullulög Eskifjarðarmegin, sem hægi aðeins á verkinu og kalli á styrkingar og steypu. „En það gengur,“ segir Grétar.Ekið inn Eskifjarðarmegin. Verktakar vonast til að slá í gegn næsta haust.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og nú hafa orðið þau þáttaskil að borun er hálfnuð, búið að bora yfir fjóra kílómetra eða 55 prósent. En hvenær á svo að slá í gegn? „Það er á næsta ári, síðsumars, eða næsta haust,“ svarar Grétar. Þá verður þó eftir mikil vinna og er ekki gert ráð fyrir að jarðgöngin verði opnuð umferð fyrr en árið 2017. Í Fjarðabyggð þakka ráðamenn fyrir að göngin skyldu hafa sloppið undan niðurskurðarhnífnum. Bæjarstjórinn Páll Björgvin Guðmundsson segir forystumenn þjóðarinnar hafa séð mikilvægi þessara jarðganga. Mikil verðmæti yrðu til í bæjarfélaginu og í Neskaupstað væru lykilstofnanir, eins og sjúkrahúsið og Verkmenntaskólinn, auk hafnarinnar. Austfirsk fjöll eru fræg fyrir fagra steina og hafa bormennirnir fundið fjölda slíkra, sem berast með útgreftrinum. „Jú, jú, alveg helling af fallegum steinum. Ég hirði alla fallega steina sem ég sé,“ segir Grétar um leið og hann sýnir stein sem hann hafði tekið til hliðar. Hann segir þetta góða námu fyrir steinasafnara.Þessi kom úr Norðfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning, helling af fögrum steinum, sem koma með útgreftrinum. Göngin koma milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og verða sjö og hálfur kílómetri á lengd. Eitt ár er liðið um þessar mundir frá fyrstu sprengingu en tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk annast gangagerðina. Norðfjarðarmegin ræddi Stöð 2 við Grétar Pál Ólafsson, verkstjóra hjá Suðurverki, sem segir verkið á áætlun. Þeir hafi þó verið að kljást við drullulög Eskifjarðarmegin, sem hægi aðeins á verkinu og kalli á styrkingar og steypu. „En það gengur,“ segir Grétar.Ekið inn Eskifjarðarmegin. Verktakar vonast til að slá í gegn næsta haust.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og nú hafa orðið þau þáttaskil að borun er hálfnuð, búið að bora yfir fjóra kílómetra eða 55 prósent. En hvenær á svo að slá í gegn? „Það er á næsta ári, síðsumars, eða næsta haust,“ svarar Grétar. Þá verður þó eftir mikil vinna og er ekki gert ráð fyrir að jarðgöngin verði opnuð umferð fyrr en árið 2017. Í Fjarðabyggð þakka ráðamenn fyrir að göngin skyldu hafa sloppið undan niðurskurðarhnífnum. Bæjarstjórinn Páll Björgvin Guðmundsson segir forystumenn þjóðarinnar hafa séð mikilvægi þessara jarðganga. Mikil verðmæti yrðu til í bæjarfélaginu og í Neskaupstað væru lykilstofnanir, eins og sjúkrahúsið og Verkmenntaskólinn, auk hafnarinnar. Austfirsk fjöll eru fræg fyrir fagra steina og hafa bormennirnir fundið fjölda slíkra, sem berast með útgreftrinum. „Jú, jú, alveg helling af fallegum steinum. Ég hirði alla fallega steina sem ég sé,“ segir Grétar um leið og hann sýnir stein sem hann hafði tekið til hliðar. Hann segir þetta góða námu fyrir steinasafnara.Þessi kom úr Norðfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira