Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2014 18:45 Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning, helling af fögrum steinum, sem koma með útgreftrinum. Göngin koma milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og verða sjö og hálfur kílómetri á lengd. Eitt ár er liðið um þessar mundir frá fyrstu sprengingu en tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk annast gangagerðina. Norðfjarðarmegin ræddi Stöð 2 við Grétar Pál Ólafsson, verkstjóra hjá Suðurverki, sem segir verkið á áætlun. Þeir hafi þó verið að kljást við drullulög Eskifjarðarmegin, sem hægi aðeins á verkinu og kalli á styrkingar og steypu. „En það gengur,“ segir Grétar.Ekið inn Eskifjarðarmegin. Verktakar vonast til að slá í gegn næsta haust.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og nú hafa orðið þau þáttaskil að borun er hálfnuð, búið að bora yfir fjóra kílómetra eða 55 prósent. En hvenær á svo að slá í gegn? „Það er á næsta ári, síðsumars, eða næsta haust,“ svarar Grétar. Þá verður þó eftir mikil vinna og er ekki gert ráð fyrir að jarðgöngin verði opnuð umferð fyrr en árið 2017. Í Fjarðabyggð þakka ráðamenn fyrir að göngin skyldu hafa sloppið undan niðurskurðarhnífnum. Bæjarstjórinn Páll Björgvin Guðmundsson segir forystumenn þjóðarinnar hafa séð mikilvægi þessara jarðganga. Mikil verðmæti yrðu til í bæjarfélaginu og í Neskaupstað væru lykilstofnanir, eins og sjúkrahúsið og Verkmenntaskólinn, auk hafnarinnar. Austfirsk fjöll eru fræg fyrir fagra steina og hafa bormennirnir fundið fjölda slíkra, sem berast með útgreftrinum. „Jú, jú, alveg helling af fallegum steinum. Ég hirði alla fallega steina sem ég sé,“ segir Grétar um leið og hann sýnir stein sem hann hafði tekið til hliðar. Hann segir þetta góða námu fyrir steinasafnara.Þessi kom úr Norðfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning, helling af fögrum steinum, sem koma með útgreftrinum. Göngin koma milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og verða sjö og hálfur kílómetri á lengd. Eitt ár er liðið um þessar mundir frá fyrstu sprengingu en tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk annast gangagerðina. Norðfjarðarmegin ræddi Stöð 2 við Grétar Pál Ólafsson, verkstjóra hjá Suðurverki, sem segir verkið á áætlun. Þeir hafi þó verið að kljást við drullulög Eskifjarðarmegin, sem hægi aðeins á verkinu og kalli á styrkingar og steypu. „En það gengur,“ segir Grétar.Ekið inn Eskifjarðarmegin. Verktakar vonast til að slá í gegn næsta haust.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og nú hafa orðið þau þáttaskil að borun er hálfnuð, búið að bora yfir fjóra kílómetra eða 55 prósent. En hvenær á svo að slá í gegn? „Það er á næsta ári, síðsumars, eða næsta haust,“ svarar Grétar. Þá verður þó eftir mikil vinna og er ekki gert ráð fyrir að jarðgöngin verði opnuð umferð fyrr en árið 2017. Í Fjarðabyggð þakka ráðamenn fyrir að göngin skyldu hafa sloppið undan niðurskurðarhnífnum. Bæjarstjórinn Páll Björgvin Guðmundsson segir forystumenn þjóðarinnar hafa séð mikilvægi þessara jarðganga. Mikil verðmæti yrðu til í bæjarfélaginu og í Neskaupstað væru lykilstofnanir, eins og sjúkrahúsið og Verkmenntaskólinn, auk hafnarinnar. Austfirsk fjöll eru fræg fyrir fagra steina og hafa bormennirnir fundið fjölda slíkra, sem berast með útgreftrinum. „Jú, jú, alveg helling af fallegum steinum. Ég hirði alla fallega steina sem ég sé,“ segir Grétar um leið og hann sýnir stein sem hann hafði tekið til hliðar. Hann segir þetta góða námu fyrir steinasafnara.Þessi kom úr Norðfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira