Vildu virða þverpólitíska sátt um Reykjavíkurflugvöll Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2014 18:20 Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúi sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði. Fulltrúar sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur greiddu á fundi ráðsins í morgun atkvæði gegn tillögu meirihluta þess um að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli víki fyrir íbúðabyggð á hinu fyrirhugaða Hlíðarendasvæði við Vatnsmýri. Vildu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu þannig sýna þeirri þverpólitísku sátt sem ríkt hefur um störf Rögnunefndarinnar virðingu. Í bókun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram í umhverfis- og skipulagsráði í morgun kemur fram að Icelandair hafi gert alvarlega athugasemd við deiliskipulag Hlíðarenda en flugfélagið telji: „óviðunandi að afkastageta og áreiðanleiki núverandi flugvallarstæðis verði skert með óafturkræfum hætti“. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum kemur fram að það liggi fyrir að einungis einn nefndarmanna í Rögnunefndinni, Dagur B. Eggertsson, skilji samkomulagið um nefndina með þeim hætti að brotthvarf neyðarbrautarinnar hafi ekki áhrif á vinnu nefndarinnar. Að sögn Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fulltrúa sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði, sýnir samþykkt þessarar tillögu það að borgarstjórnarmeirihlutinn beri litla sem enga virðingu fyrir vinnu Rögnunefndarinnar. „Það skýtur óneitanlega skökku við að borgarstjóri undirriti þetta samkomulag fyrir ári síðan og taki sæti í nefndinni en vinni svo að því að grafa undan bæði samkomulaginu og starfi nefndarinnar. Að mínu mati eru svona vinnubrögð fullkomlega óviðunandi,“ segir Júlíus Vífill. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Sjá meira
Fulltrúar sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur greiddu á fundi ráðsins í morgun atkvæði gegn tillögu meirihluta þess um að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli víki fyrir íbúðabyggð á hinu fyrirhugaða Hlíðarendasvæði við Vatnsmýri. Vildu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu þannig sýna þeirri þverpólitísku sátt sem ríkt hefur um störf Rögnunefndarinnar virðingu. Í bókun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram í umhverfis- og skipulagsráði í morgun kemur fram að Icelandair hafi gert alvarlega athugasemd við deiliskipulag Hlíðarenda en flugfélagið telji: „óviðunandi að afkastageta og áreiðanleiki núverandi flugvallarstæðis verði skert með óafturkræfum hætti“. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum kemur fram að það liggi fyrir að einungis einn nefndarmanna í Rögnunefndinni, Dagur B. Eggertsson, skilji samkomulagið um nefndina með þeim hætti að brotthvarf neyðarbrautarinnar hafi ekki áhrif á vinnu nefndarinnar. Að sögn Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fulltrúa sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði, sýnir samþykkt þessarar tillögu það að borgarstjórnarmeirihlutinn beri litla sem enga virðingu fyrir vinnu Rögnunefndarinnar. „Það skýtur óneitanlega skökku við að borgarstjóri undirriti þetta samkomulag fyrir ári síðan og taki sæti í nefndinni en vinni svo að því að grafa undan bæði samkomulaginu og starfi nefndarinnar. Að mínu mati eru svona vinnubrögð fullkomlega óviðunandi,“ segir Júlíus Vífill.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Sjá meira