Vill aukna samkeppni á sorpendurvinnslumarkaði Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2014 15:53 Bent er á að samkeppnisstaða einkafyrirtækja á þessu sviði sé skekkt þar sem sveitarfélög og byggðasamlögð þeirra eru meðal annars undanþegin tekjuskatti. Vísir/Anton Samkeppniseftirlitið hefur birt álit sem beint er til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi og umhverfis- og auðlindaráðherra þar sem þessi stjórnvöld eru hvött til að beita sér fyrir aukinni samkeppni á markaði fyrir meðhöndlun endurvinnanlegs úrgangs, einkum pappírs og pappa. Í álitinu kemur fram að nýlegar breytingar á verklagi tiltekinna sveitarfélaga við söfnun á pappír og pappa í Blátunnur hindri samkeppni til tjóns fyrir heimili og íbúa. „Í álitinu er m.a. komist að þeirri niðurstöðu að innleiðing sveitarfélaganna á söfnun á pappír og pappa frá heimilum í sk. Blátunnur hafi leitt til röskunar á samkeppni. Umrædd sveitarfélög, önnur en Reykjavíkurborg, hafa komið því svo fyrir að íbúum þeirra er nú gert skylt að kaupa þjónustu sem lýtur að söfnun á pappír og pappa af sveitarfélögunum sjálfum í formi Blátunnu. Þjónustu einkafyrirtækja, sem í upphafi höfðu frumkvæði að slíkri þjónustu sem hér um ræðir, og þar með samkeppni á þessu sviði, hefur verið rutt úr vegi í umræddum sveitarfélögum. Í Reykjavík hefur verið þrengt að þjónustu einkafyrirtækja og samkeppni skert. Jafnframt er það álit Samkeppniseftirlitsins að ákvæði laga nr. 53/2003 um meðhöndlun úrgangs gangi gegn markmiðum samkeppnislaga og torveldi samkeppni í viðskiptum með því að gera sveitarfélögum kleift að viðhalda framangreindu fyrirkomulagi án tillits til samkeppnissjónarmiða. Með því fara íbúar sveitarfélaganna á mis við kostnaðarlegt hagræði og framþróun sem samkeppni á umræddu sviði hefði annars í för með sér. Þá er bent á að samkeppnisstaða einkafyrirtækja á þessu sviði sé skekkt þar sem sveitarfélög og byggðasamlögð þeirra eru m.a. undanþegin tekjuskatti, auk þess sem Reykjavíkurborg innheimtir ekki virðisaukaskatt fyrir þá þjónustu sem felst í Blátunnunni. Að mati Samkeppniseftirlitsins er mikilvægt að tryggt sé að íbúar sveitarfélaga fái að njóta þess hagræðis og nýsköpunar sem virk samkeppni leiðir til á umræddu sviði. Er það mat Samkeppniseftirlitsins að ná megi töluverðri hagræðingu og sama eða betri árangri í endurnotkun og endurvinnslu með því að virkja samkeppni. Rannsóknir hafa sýnt að útboð á þjónustunni eða frjáls samkeppni leiði til allt að 10-33,5% lægra verðs fyrir almenna sorphirðu. Á grundvelli framangreinds er tilmælum beint til viðkomandi sveitarfélaga og annarra stjórnvalda um að beita sér fyrir breyttu skipulagi á umræddum verkefnum í því skyni að koma í veg fyrir samkeppnishindranir á markaðnum sem um ræðir og auðvelda aðgengi nýrra keppinauta að honum.Tildrög álits og málavextirTilefni þessa álits eru fyrri mál sem Samkeppniseftirlitið hefur fjallað um og varða meðhöndlun úrgangs, ábendingar frá íbúum sveitarfélaganna og kvörtun Gámaþjónustunnar hf. til Samkeppniseftirlitsins frá 1. mars 2013. Þau sveitarfélög sem álitið varðar eru eigendur sorpsamlaganna SORPU bs. og Sorpstöðvar Suðurlands bs. Kvartanir vegna Blátunnunnar snúa annars vegar að þeirri kröfu sveitarfélaganna að íbúar, í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík, kaupi umrædda þjónustu af sveitarfélögunum sjálfum og að endurvinnsluefni, þ.e. pappír og pappi, skili sér til SORPU, eftir atvikum í gegnum Sorpstöð Suðurlands. Íbúar þessara sveitarfélaga þurfa því að greiða fyrir þjónustuna sem felst í Blátunnunni hvort sem þeir vilja nýta sér hana eða ekki. Hins vegar er kvartað undan framkvæmd Reykjavíkurborgar við kynningu á þeim möguleikum sem íbúum borgarinnar standa til boða, þ.e. að kaupa Blátunnuna, skila pappír og pappa í grenndargám eða semja við einkaaðila á markaði um leigu á endurvinnslutunnum og söfnun á pappír og pappa. Í framangreindri kvörtun Gámaþjónustunnar var farið fram á að Samkeppniseftirlitið beitti bindandi íhlutun í málinu á grundvelli b. liðar 1. mgr. 16. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 vegna háttsemi sveitarfélaganna. Í ljósi ákvæða laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, sem m.a. kveða á um að sveitarstjórn skuli bera ábyrgð á flutningi heimilisúrgangs, telur Samkeppniseftirlitið sér ekki fært að vera með bindandi íhlutun í málinu. Af þeim sökum lýkur meðferð málsins með áliti og tilmælum,“ segir í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur birt álit sem beint er til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi og umhverfis- og auðlindaráðherra þar sem þessi stjórnvöld eru hvött til að beita sér fyrir aukinni samkeppni á markaði fyrir meðhöndlun endurvinnanlegs úrgangs, einkum pappírs og pappa. Í álitinu kemur fram að nýlegar breytingar á verklagi tiltekinna sveitarfélaga við söfnun á pappír og pappa í Blátunnur hindri samkeppni til tjóns fyrir heimili og íbúa. „Í álitinu er m.a. komist að þeirri niðurstöðu að innleiðing sveitarfélaganna á söfnun á pappír og pappa frá heimilum í sk. Blátunnur hafi leitt til röskunar á samkeppni. Umrædd sveitarfélög, önnur en Reykjavíkurborg, hafa komið því svo fyrir að íbúum þeirra er nú gert skylt að kaupa þjónustu sem lýtur að söfnun á pappír og pappa af sveitarfélögunum sjálfum í formi Blátunnu. Þjónustu einkafyrirtækja, sem í upphafi höfðu frumkvæði að slíkri þjónustu sem hér um ræðir, og þar með samkeppni á þessu sviði, hefur verið rutt úr vegi í umræddum sveitarfélögum. Í Reykjavík hefur verið þrengt að þjónustu einkafyrirtækja og samkeppni skert. Jafnframt er það álit Samkeppniseftirlitsins að ákvæði laga nr. 53/2003 um meðhöndlun úrgangs gangi gegn markmiðum samkeppnislaga og torveldi samkeppni í viðskiptum með því að gera sveitarfélögum kleift að viðhalda framangreindu fyrirkomulagi án tillits til samkeppnissjónarmiða. Með því fara íbúar sveitarfélaganna á mis við kostnaðarlegt hagræði og framþróun sem samkeppni á umræddu sviði hefði annars í för með sér. Þá er bent á að samkeppnisstaða einkafyrirtækja á þessu sviði sé skekkt þar sem sveitarfélög og byggðasamlögð þeirra eru m.a. undanþegin tekjuskatti, auk þess sem Reykjavíkurborg innheimtir ekki virðisaukaskatt fyrir þá þjónustu sem felst í Blátunnunni. Að mati Samkeppniseftirlitsins er mikilvægt að tryggt sé að íbúar sveitarfélaga fái að njóta þess hagræðis og nýsköpunar sem virk samkeppni leiðir til á umræddu sviði. Er það mat Samkeppniseftirlitsins að ná megi töluverðri hagræðingu og sama eða betri árangri í endurnotkun og endurvinnslu með því að virkja samkeppni. Rannsóknir hafa sýnt að útboð á þjónustunni eða frjáls samkeppni leiði til allt að 10-33,5% lægra verðs fyrir almenna sorphirðu. Á grundvelli framangreinds er tilmælum beint til viðkomandi sveitarfélaga og annarra stjórnvalda um að beita sér fyrir breyttu skipulagi á umræddum verkefnum í því skyni að koma í veg fyrir samkeppnishindranir á markaðnum sem um ræðir og auðvelda aðgengi nýrra keppinauta að honum.Tildrög álits og málavextirTilefni þessa álits eru fyrri mál sem Samkeppniseftirlitið hefur fjallað um og varða meðhöndlun úrgangs, ábendingar frá íbúum sveitarfélaganna og kvörtun Gámaþjónustunnar hf. til Samkeppniseftirlitsins frá 1. mars 2013. Þau sveitarfélög sem álitið varðar eru eigendur sorpsamlaganna SORPU bs. og Sorpstöðvar Suðurlands bs. Kvartanir vegna Blátunnunnar snúa annars vegar að þeirri kröfu sveitarfélaganna að íbúar, í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík, kaupi umrædda þjónustu af sveitarfélögunum sjálfum og að endurvinnsluefni, þ.e. pappír og pappi, skili sér til SORPU, eftir atvikum í gegnum Sorpstöð Suðurlands. Íbúar þessara sveitarfélaga þurfa því að greiða fyrir þjónustuna sem felst í Blátunnunni hvort sem þeir vilja nýta sér hana eða ekki. Hins vegar er kvartað undan framkvæmd Reykjavíkurborgar við kynningu á þeim möguleikum sem íbúum borgarinnar standa til boða, þ.e. að kaupa Blátunnuna, skila pappír og pappa í grenndargám eða semja við einkaaðila á markaði um leigu á endurvinnslutunnum og söfnun á pappír og pappa. Í framangreindri kvörtun Gámaþjónustunnar var farið fram á að Samkeppniseftirlitið beitti bindandi íhlutun í málinu á grundvelli b. liðar 1. mgr. 16. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 vegna háttsemi sveitarfélaganna. Í ljósi ákvæða laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, sem m.a. kveða á um að sveitarstjórn skuli bera ábyrgð á flutningi heimilisúrgangs, telur Samkeppniseftirlitið sér ekki fært að vera með bindandi íhlutun í málinu. Af þeim sökum lýkur meðferð málsins með áliti og tilmælum,“ segir í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu.
Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira