Óttast að missa af því að spila með Sinfó Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2014 17:51 Enn hafa samningar ekki tekist í kjaradeilu tónlistarskólakennara við sveitarfélögin en þeir hafa nú verið í verkfalli í hálfan mánuð. Ungir tónlistarmenn í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts óttast að missa af því að spila á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands vegna þessa. Tónlistarskólakennarar sem ekki eru í FÍH hófu verkfall hinn 22. október og krefjast þess að fá sömu laun og samið hefur verið um við grunnskólakennara, en ekkert hefur gengið í að ná samningum og ætla kennararnir að minna á sig fyrir tónleika Sinfónínunnar í Hörpu í kvöld. Það er almennt talið að ungmenni hafi gott af því að læra tónlist en þessa dagana fá þúsundir þeirra enga kennslu vegna verkfalls tónlistarkennara. Við hittum þau Sævar Breka Einarsson básúnuleikara og Láru Björk Birgisdóttur þar sem þau spiluðu fyrir okkur í Mjóddinni í dag. „Ég fæ smá kennslu í tónlistarskóla Sigursveins,“ segir Sævar Breki en kennarar hjá Sigursveini eru í FÍH en ekki Kennnarasambandinu og eru því ekki í verkfalli. Lára Björk sem er í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts með Sævari Breka hefur hins vegar enga kennslu fengið í tvær vikur. „Þetta hefur mjög mikil áhrif sérstaklega á okkur í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, þar sem við munum hugsanlega missa af tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni. Það er mjög mikið að eyðileggjast,“ segir Lára Björk. En krakkarnir hafa nú þegar æft sig mikið fyrir tónleikana og foreldrar, ættingjar og vinir fjárfest í miðum til að sjá þau. Krakkarnir segja tónlistarnámið gefa þeim mikið og styrkja í öðru námi. „Já tónlistin er mjög mikilvæg bæði í námi og leik. Maður kynnist mikið af krökkum í gegnum tónlistina og síðan getur hún hjálpað manni mjög mikið í námi upp á einbeitingu og svona,“ segir Sævar Breki. Og skilaboð ungu tónlistarmannanna eru einföld. „Reynum að semja sem fyrst á friðsamlegum nótum,“ segir Sævar Breki. „Já, sammála, semja strax,“ segir Lára Björk. En ef þau og krakkarnir sem eru með þeim í skólahljómsveitinni geta ekki byrjað að æfa fyrir 15. nóvember næst komandi, eru allar líkur á að ekkert verði af því að krakkarnir fái að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatónleikum hennar. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Enn hafa samningar ekki tekist í kjaradeilu tónlistarskólakennara við sveitarfélögin en þeir hafa nú verið í verkfalli í hálfan mánuð. Ungir tónlistarmenn í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts óttast að missa af því að spila á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands vegna þessa. Tónlistarskólakennarar sem ekki eru í FÍH hófu verkfall hinn 22. október og krefjast þess að fá sömu laun og samið hefur verið um við grunnskólakennara, en ekkert hefur gengið í að ná samningum og ætla kennararnir að minna á sig fyrir tónleika Sinfónínunnar í Hörpu í kvöld. Það er almennt talið að ungmenni hafi gott af því að læra tónlist en þessa dagana fá þúsundir þeirra enga kennslu vegna verkfalls tónlistarkennara. Við hittum þau Sævar Breka Einarsson básúnuleikara og Láru Björk Birgisdóttur þar sem þau spiluðu fyrir okkur í Mjóddinni í dag. „Ég fæ smá kennslu í tónlistarskóla Sigursveins,“ segir Sævar Breki en kennarar hjá Sigursveini eru í FÍH en ekki Kennnarasambandinu og eru því ekki í verkfalli. Lára Björk sem er í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts með Sævari Breka hefur hins vegar enga kennslu fengið í tvær vikur. „Þetta hefur mjög mikil áhrif sérstaklega á okkur í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, þar sem við munum hugsanlega missa af tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni. Það er mjög mikið að eyðileggjast,“ segir Lára Björk. En krakkarnir hafa nú þegar æft sig mikið fyrir tónleikana og foreldrar, ættingjar og vinir fjárfest í miðum til að sjá þau. Krakkarnir segja tónlistarnámið gefa þeim mikið og styrkja í öðru námi. „Já tónlistin er mjög mikilvæg bæði í námi og leik. Maður kynnist mikið af krökkum í gegnum tónlistina og síðan getur hún hjálpað manni mjög mikið í námi upp á einbeitingu og svona,“ segir Sævar Breki. Og skilaboð ungu tónlistarmannanna eru einföld. „Reynum að semja sem fyrst á friðsamlegum nótum,“ segir Sævar Breki. „Já, sammála, semja strax,“ segir Lára Björk. En ef þau og krakkarnir sem eru með þeim í skólahljómsveitinni geta ekki byrjað að æfa fyrir 15. nóvember næst komandi, eru allar líkur á að ekkert verði af því að krakkarnir fái að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatónleikum hennar.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira