Dæmi um að asbest sé losað í venjulega ruslagáma Hrund Þórsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 17:55 Fólk getur þurft að greiða hátt í hundrað þúsund krónur fyrir förgun á asbesti. Efnið er baneitrað en hætt er við að farið sé á svig við reglur um förgun vegna hás kostnaðar eða vanþekkingar. Í þættinum Gulli byggir voru nýlega heimsótt hjón sem þurftu að fjarlægja asbest af heimili sínu, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þar var rætt við Arnar Guðnason, trésmið, en hann hefur farið á námskeið og hefur þekkingu til að fjarlægja asbest. Sagði hann asbest hafa marga góða eiginleika, og að í raun væri það undraefni. Asbest er hitaþolið og veitir góða eldvörn auk þess sem það er endingargott og það var mjög oft notað í hús áður en fólk áttaði sig á að það væri stórhættulegt. Gullaldartími asbests var um miðja síðustu öld og enn er víða asbest í húsum. Asbest er tiltölulega meinlaust sé það látið vera en brotnar auðveldlega niður sé átt við það og myndar fínsallað ryk sem festist í lungum við innöndun. Skaði kemur oft ekki fram fyrr en áratugum síðar, sem steinlunga eða krabbamein. Afar mikilvægt er því að umgangast efnið rétt og urða það með viðurkenndum leiðum. Asbest er urðað í Álfsnesi. Þar voru í fyrra urðuð 104 tonn en 30 árið þar á undan. Í meðalári er um 70 til 80 tonn að ræða en þar sem ekki eru til upplýsingar um magn af asbesti sem er í umferð er nær ómögulegt að halda uppi eftirliti með því að efnið skili sér rétta leið. Sækja þarf um leyfi hjá Heilbrigðiseftirlitinu til að fá að farga asbesti og kostar það tæpar 24 þúsund krónur. Þá þarf að greiða förgunargjald í Sorpu, lágmark tæpar 3.000 krónur og fá viðurkenndan aðila til að annast verkið. Í tilfelli hjónanna í Gulli byggir voru greiddar 60.000 krónur fyrir manninn í hálfan dag svo samtals greiddu þau tæp 90 þúsund. Þetta finnst Arnari ótækt. „Að borga 24.000 krónur fyrir starfsleyfi til að fá að rífa niður eina plötu finnst mér óásættanlegt,“ segir hann og kveðst hann gera ráð fyrir að fólk fari á skjön við reglur til að forðast kostnað og vesen sem fylgir því að útvega tilskilin leyfi. Auk þess segir hann fræðslu skorta þar sem margir þekki ekki asbest og fargi því á eigin vegum, jafnvel án nauðsynlegra varúðarráðstafana, vegna vanþekkingar. Af hverju er slæmt ef fólk tekur þetta í eigin hendur og hendir asbesti til dæmis bara í næstu gjótu? „Af því að þá getur þetta poppað upp eftir 20 ár til dæmis ef börn eru að leika sér eða það er verið að byggja hús,“ segir hann. „Og þá veit fólk jafnvel ekkert um hvaða efni er að ræða og getur skaðast á því.“ Arnar segir fjölda útkalla til að fjarlægja asbest ekki í samræmi við magn af efninu í umferð og hefur hann raunar séð dæmi um að farið sé á svig við förgunarreglur. „Já, ég hef séð asbest í venjulegum ruslagámum.“ Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Fólk getur þurft að greiða hátt í hundrað þúsund krónur fyrir förgun á asbesti. Efnið er baneitrað en hætt er við að farið sé á svig við reglur um förgun vegna hás kostnaðar eða vanþekkingar. Í þættinum Gulli byggir voru nýlega heimsótt hjón sem þurftu að fjarlægja asbest af heimili sínu, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þar var rætt við Arnar Guðnason, trésmið, en hann hefur farið á námskeið og hefur þekkingu til að fjarlægja asbest. Sagði hann asbest hafa marga góða eiginleika, og að í raun væri það undraefni. Asbest er hitaþolið og veitir góða eldvörn auk þess sem það er endingargott og það var mjög oft notað í hús áður en fólk áttaði sig á að það væri stórhættulegt. Gullaldartími asbests var um miðja síðustu öld og enn er víða asbest í húsum. Asbest er tiltölulega meinlaust sé það látið vera en brotnar auðveldlega niður sé átt við það og myndar fínsallað ryk sem festist í lungum við innöndun. Skaði kemur oft ekki fram fyrr en áratugum síðar, sem steinlunga eða krabbamein. Afar mikilvægt er því að umgangast efnið rétt og urða það með viðurkenndum leiðum. Asbest er urðað í Álfsnesi. Þar voru í fyrra urðuð 104 tonn en 30 árið þar á undan. Í meðalári er um 70 til 80 tonn að ræða en þar sem ekki eru til upplýsingar um magn af asbesti sem er í umferð er nær ómögulegt að halda uppi eftirliti með því að efnið skili sér rétta leið. Sækja þarf um leyfi hjá Heilbrigðiseftirlitinu til að fá að farga asbesti og kostar það tæpar 24 þúsund krónur. Þá þarf að greiða förgunargjald í Sorpu, lágmark tæpar 3.000 krónur og fá viðurkenndan aðila til að annast verkið. Í tilfelli hjónanna í Gulli byggir voru greiddar 60.000 krónur fyrir manninn í hálfan dag svo samtals greiddu þau tæp 90 þúsund. Þetta finnst Arnari ótækt. „Að borga 24.000 krónur fyrir starfsleyfi til að fá að rífa niður eina plötu finnst mér óásættanlegt,“ segir hann og kveðst hann gera ráð fyrir að fólk fari á skjön við reglur til að forðast kostnað og vesen sem fylgir því að útvega tilskilin leyfi. Auk þess segir hann fræðslu skorta þar sem margir þekki ekki asbest og fargi því á eigin vegum, jafnvel án nauðsynlegra varúðarráðstafana, vegna vanþekkingar. Af hverju er slæmt ef fólk tekur þetta í eigin hendur og hendir asbesti til dæmis bara í næstu gjótu? „Af því að þá getur þetta poppað upp eftir 20 ár til dæmis ef börn eru að leika sér eða það er verið að byggja hús,“ segir hann. „Og þá veit fólk jafnvel ekkert um hvaða efni er að ræða og getur skaðast á því.“ Arnar segir fjölda útkalla til að fjarlægja asbest ekki í samræmi við magn af efninu í umferð og hefur hann raunar séð dæmi um að farið sé á svig við förgunarreglur. „Já, ég hef séð asbest í venjulegum ruslagámum.“
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira