Dæmi um að asbest sé losað í venjulega ruslagáma Hrund Þórsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 17:55 Fólk getur þurft að greiða hátt í hundrað þúsund krónur fyrir förgun á asbesti. Efnið er baneitrað en hætt er við að farið sé á svig við reglur um förgun vegna hás kostnaðar eða vanþekkingar. Í þættinum Gulli byggir voru nýlega heimsótt hjón sem þurftu að fjarlægja asbest af heimili sínu, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þar var rætt við Arnar Guðnason, trésmið, en hann hefur farið á námskeið og hefur þekkingu til að fjarlægja asbest. Sagði hann asbest hafa marga góða eiginleika, og að í raun væri það undraefni. Asbest er hitaþolið og veitir góða eldvörn auk þess sem það er endingargott og það var mjög oft notað í hús áður en fólk áttaði sig á að það væri stórhættulegt. Gullaldartími asbests var um miðja síðustu öld og enn er víða asbest í húsum. Asbest er tiltölulega meinlaust sé það látið vera en brotnar auðveldlega niður sé átt við það og myndar fínsallað ryk sem festist í lungum við innöndun. Skaði kemur oft ekki fram fyrr en áratugum síðar, sem steinlunga eða krabbamein. Afar mikilvægt er því að umgangast efnið rétt og urða það með viðurkenndum leiðum. Asbest er urðað í Álfsnesi. Þar voru í fyrra urðuð 104 tonn en 30 árið þar á undan. Í meðalári er um 70 til 80 tonn að ræða en þar sem ekki eru til upplýsingar um magn af asbesti sem er í umferð er nær ómögulegt að halda uppi eftirliti með því að efnið skili sér rétta leið. Sækja þarf um leyfi hjá Heilbrigðiseftirlitinu til að fá að farga asbesti og kostar það tæpar 24 þúsund krónur. Þá þarf að greiða förgunargjald í Sorpu, lágmark tæpar 3.000 krónur og fá viðurkenndan aðila til að annast verkið. Í tilfelli hjónanna í Gulli byggir voru greiddar 60.000 krónur fyrir manninn í hálfan dag svo samtals greiddu þau tæp 90 þúsund. Þetta finnst Arnari ótækt. „Að borga 24.000 krónur fyrir starfsleyfi til að fá að rífa niður eina plötu finnst mér óásættanlegt,“ segir hann og kveðst hann gera ráð fyrir að fólk fari á skjön við reglur til að forðast kostnað og vesen sem fylgir því að útvega tilskilin leyfi. Auk þess segir hann fræðslu skorta þar sem margir þekki ekki asbest og fargi því á eigin vegum, jafnvel án nauðsynlegra varúðarráðstafana, vegna vanþekkingar. Af hverju er slæmt ef fólk tekur þetta í eigin hendur og hendir asbesti til dæmis bara í næstu gjótu? „Af því að þá getur þetta poppað upp eftir 20 ár til dæmis ef börn eru að leika sér eða það er verið að byggja hús,“ segir hann. „Og þá veit fólk jafnvel ekkert um hvaða efni er að ræða og getur skaðast á því.“ Arnar segir fjölda útkalla til að fjarlægja asbest ekki í samræmi við magn af efninu í umferð og hefur hann raunar séð dæmi um að farið sé á svig við förgunarreglur. „Já, ég hef séð asbest í venjulegum ruslagámum.“ Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Sjá meira
Fólk getur þurft að greiða hátt í hundrað þúsund krónur fyrir förgun á asbesti. Efnið er baneitrað en hætt er við að farið sé á svig við reglur um förgun vegna hás kostnaðar eða vanþekkingar. Í þættinum Gulli byggir voru nýlega heimsótt hjón sem þurftu að fjarlægja asbest af heimili sínu, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þar var rætt við Arnar Guðnason, trésmið, en hann hefur farið á námskeið og hefur þekkingu til að fjarlægja asbest. Sagði hann asbest hafa marga góða eiginleika, og að í raun væri það undraefni. Asbest er hitaþolið og veitir góða eldvörn auk þess sem það er endingargott og það var mjög oft notað í hús áður en fólk áttaði sig á að það væri stórhættulegt. Gullaldartími asbests var um miðja síðustu öld og enn er víða asbest í húsum. Asbest er tiltölulega meinlaust sé það látið vera en brotnar auðveldlega niður sé átt við það og myndar fínsallað ryk sem festist í lungum við innöndun. Skaði kemur oft ekki fram fyrr en áratugum síðar, sem steinlunga eða krabbamein. Afar mikilvægt er því að umgangast efnið rétt og urða það með viðurkenndum leiðum. Asbest er urðað í Álfsnesi. Þar voru í fyrra urðuð 104 tonn en 30 árið þar á undan. Í meðalári er um 70 til 80 tonn að ræða en þar sem ekki eru til upplýsingar um magn af asbesti sem er í umferð er nær ómögulegt að halda uppi eftirliti með því að efnið skili sér rétta leið. Sækja þarf um leyfi hjá Heilbrigðiseftirlitinu til að fá að farga asbesti og kostar það tæpar 24 þúsund krónur. Þá þarf að greiða förgunargjald í Sorpu, lágmark tæpar 3.000 krónur og fá viðurkenndan aðila til að annast verkið. Í tilfelli hjónanna í Gulli byggir voru greiddar 60.000 krónur fyrir manninn í hálfan dag svo samtals greiddu þau tæp 90 þúsund. Þetta finnst Arnari ótækt. „Að borga 24.000 krónur fyrir starfsleyfi til að fá að rífa niður eina plötu finnst mér óásættanlegt,“ segir hann og kveðst hann gera ráð fyrir að fólk fari á skjön við reglur til að forðast kostnað og vesen sem fylgir því að útvega tilskilin leyfi. Auk þess segir hann fræðslu skorta þar sem margir þekki ekki asbest og fargi því á eigin vegum, jafnvel án nauðsynlegra varúðarráðstafana, vegna vanþekkingar. Af hverju er slæmt ef fólk tekur þetta í eigin hendur og hendir asbesti til dæmis bara í næstu gjótu? „Af því að þá getur þetta poppað upp eftir 20 ár til dæmis ef börn eru að leika sér eða það er verið að byggja hús,“ segir hann. „Og þá veit fólk jafnvel ekkert um hvaða efni er að ræða og getur skaðast á því.“ Arnar segir fjölda útkalla til að fjarlægja asbest ekki í samræmi við magn af efninu í umferð og hefur hann raunar séð dæmi um að farið sé á svig við förgunarreglur. „Já, ég hef séð asbest í venjulegum ruslagámum.“
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Sjá meira