Tóku fyrstu skóflustungu að stækkun flugstjórnarmiðstöðvarinnar Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2014 17:17 Innanríkisráðherra og borgarstjóri við skóflustunguathöfnina fyrr í dag. Mynd/Isavia Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tóku fyrstu skóflustungu að stækkum flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík í dag. „Við skóflustunguathöfnina óskaði innanríkisráðherra Isavia til hamingju með þennan mikilvæga áfanga og borgarstjóri kvað hann ekki síður mikilvægan en nýleg skóflustunga að lyfjafyrirtæki í Vatnsmýrinni sem tryggði að önnur verðmæt þekkingartengd starfsemi héldist í landinu. Ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun síðari hluta ársins 2016,“ segir í tilkynningu frá Isavia. Starfsemi alþjóðaflugþjónustu Isavia hófst í gamla flugturninum á Reykjavíkurflugvelli og er nú á fjórum stöðum í borginni. Mest umsvif eru í flugstjórnarmiðstöðinni sem tekin var í notkun árið 1994. „Þaðan er stjórnað um þriðjungi allrar flugumferðar yfir Norður-Atlantshaf á 5,4 milljón ferkílómetra svæði sem nær allt norðurá Norðurpól. Umsvifin fara sívaxandi ár frá ári og stækkun húsnæðisins löngu orðið tímabær. Síðasta ár flugu rúmlega 116 þúsund flugvélar samtals nærri 170 milljón kílómetra um íslenska flugstjórnarsvæðið. Þegar hafa á þessu ári 112 þúsund flugvélar farið um svæðið og stefnir í allt að 15% heildaraukning verði á árinu. Stærstur hluti umferðarinnar er yfirflug sem Isavia sinnir samkvæmt samningi við Alþjóðaflugmálastofnunina. Hluti samningsins nær til flugleiðsöguþjónustu yfir Grænlandi og Færeyjum í góðu samstarfi við stjórnvöld í þessum nágrannaríkjum okkar. Brýnt er þó að vera á varðbergi gagnvart framtíð þjónustunnar sem viðurkennd er af notendum fyrir gæði og hagkvæmni. Starfsemin er afar mikilvæg þjóðhagslega en þótt hún sé rekin á kostnaðargrunni skapar hún á þriðja hundrað vel launuð sérfræðistörf auk afleiddrar starfsemi og færir þjóðarbúinu nærri fjóra milljarða króna í hreinar gjaldeyristekjur árlega. Stækkun flugstjórnarmiðstöðvarinnar léttir ekki aðeins á starfseminni þar heldur gerir kleyft að flytja flugfjarskiptadeild frá Sóleyjarrima ásamt starfsemi sem fer fram annarsstaðar í borginni í sama húsnæði. Kostnaður við framkvæmdina verður um einn milljarður króna sem dreifist á næstu tvö ár og greiðist af notendum. Aukið og bætt húsrými eflir flugstjórnarmiðstöðina og þjónustu við sívaxandi flugumferð yfir Norður-Atlantshaf,“ segir í tilkynningunni.Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík ásamt fyrirhugaðri viðbyggingu.Mynd/IsaviaBjörn Óli Hauksson forstjóri Isavia, Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri flugleiðsögusviðs, Hanna Birna og Dagur.Myndir/Isavia Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tóku fyrstu skóflustungu að stækkum flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík í dag. „Við skóflustunguathöfnina óskaði innanríkisráðherra Isavia til hamingju með þennan mikilvæga áfanga og borgarstjóri kvað hann ekki síður mikilvægan en nýleg skóflustunga að lyfjafyrirtæki í Vatnsmýrinni sem tryggði að önnur verðmæt þekkingartengd starfsemi héldist í landinu. Ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun síðari hluta ársins 2016,“ segir í tilkynningu frá Isavia. Starfsemi alþjóðaflugþjónustu Isavia hófst í gamla flugturninum á Reykjavíkurflugvelli og er nú á fjórum stöðum í borginni. Mest umsvif eru í flugstjórnarmiðstöðinni sem tekin var í notkun árið 1994. „Þaðan er stjórnað um þriðjungi allrar flugumferðar yfir Norður-Atlantshaf á 5,4 milljón ferkílómetra svæði sem nær allt norðurá Norðurpól. Umsvifin fara sívaxandi ár frá ári og stækkun húsnæðisins löngu orðið tímabær. Síðasta ár flugu rúmlega 116 þúsund flugvélar samtals nærri 170 milljón kílómetra um íslenska flugstjórnarsvæðið. Þegar hafa á þessu ári 112 þúsund flugvélar farið um svæðið og stefnir í allt að 15% heildaraukning verði á árinu. Stærstur hluti umferðarinnar er yfirflug sem Isavia sinnir samkvæmt samningi við Alþjóðaflugmálastofnunina. Hluti samningsins nær til flugleiðsöguþjónustu yfir Grænlandi og Færeyjum í góðu samstarfi við stjórnvöld í þessum nágrannaríkjum okkar. Brýnt er þó að vera á varðbergi gagnvart framtíð þjónustunnar sem viðurkennd er af notendum fyrir gæði og hagkvæmni. Starfsemin er afar mikilvæg þjóðhagslega en þótt hún sé rekin á kostnaðargrunni skapar hún á þriðja hundrað vel launuð sérfræðistörf auk afleiddrar starfsemi og færir þjóðarbúinu nærri fjóra milljarða króna í hreinar gjaldeyristekjur árlega. Stækkun flugstjórnarmiðstöðvarinnar léttir ekki aðeins á starfseminni þar heldur gerir kleyft að flytja flugfjarskiptadeild frá Sóleyjarrima ásamt starfsemi sem fer fram annarsstaðar í borginni í sama húsnæði. Kostnaður við framkvæmdina verður um einn milljarður króna sem dreifist á næstu tvö ár og greiðist af notendum. Aukið og bætt húsrými eflir flugstjórnarmiðstöðina og þjónustu við sívaxandi flugumferð yfir Norður-Atlantshaf,“ segir í tilkynningunni.Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík ásamt fyrirhugaðri viðbyggingu.Mynd/IsaviaBjörn Óli Hauksson forstjóri Isavia, Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri flugleiðsögusviðs, Hanna Birna og Dagur.Myndir/Isavia
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira