Innlent

Ríkið semur um sjúkraflutninga

Linda Blöndal skrifar
Deilt hefur verið lengi um fjármagn en í samningnum er nú tryggt að Sjúkratryggingar Íslands og Landspítalinn reiða fram mánaðarlegar greiðslur fyrir sjúkraflutninga auk þess sem greitt er fyrir hvern flutning sem var ekki áður.

Bjarni Benediktsson, heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson, formaður stjórnar Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðsins undirrituðu samninginn við slökkviliði í nýju húsnæði slökkviliðsins í Mosfellsbæ. Samningurinn byggir á bráðabirgðasamkomulagi sem hefur verið í gildi í nokkra mánuði.

Samningurinn tekur gildi um áramót og er til 6 ára. Hann gildir um alla bráðaflutninga auk flutninga fyrir Landspítalann og fleiri stofnanir. Ríkið mun greiða slökkviliðinu 340 milljónir króna og til viðbótar 80 milljónir fyrir kostnað sem féll á Slökkviliðið tvö undanfarin ár. Samkvæmt lögum er ríkinu skylt að greiða fyrir flutninga sjúkrabíla um allt land. Rauði krossin mun halda áfram að sjá um rekstur sjúkrabílana.

Jón Viðar Matthíasson sagði í fréttum Stöðvar tvö að með samningnum fengi slökkviliðið meira fyrir þjónustuna en áður og nú sé samhæfðari þjónusta sjúkraflutninga og slökkviliðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×