Innlent

Fjölmennt lið lögreglu í fjölbýlishúsi í Vesturbænum

Atli Ísleifsson skrifar
Samkvæmt heimildum Vísis brutust út slagsmál milli tveggja manna í íbúðinni.
Samkvæmt heimildum Vísis brutust út slagsmál milli tveggja manna í íbúðinni. Vísir/Hari
Kalla þurfti út fjóra lögreglubíla að fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld. Íbúar í húsinu urðu varir við mikil læti úr íbúð á efstu hæð og greinilegt að mikið gekk á.

Samkvæmt heimildum Vísis brutust út slagsmál milli tveggja manna í íbúðinni. Þar búa karlmenn af fleiri en einu þjóðerni og munu þeir vera hælisleitendur. Annar mannanna var fluttur af vettvangi af lögreglu og virtist illa farinn á hálsi að sögn sjónarvotts.

Ekki náðist í lögreglu við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×