Innlent

Stormur við SA-ströndina og Austfjörðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir
Búast má við að færð þyngist á NA-verðu landinu í dag en þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Þá má einnig gera ráð fyrir hvassviðri eða stormi við SA-ströndina undir Vatnajökli og á sunnanverðum Austfjörðum með hviðum 30-40 m/s.

Þeir sem huga á ferðalög milli landshluta ættu að fylgjast náið með veðurspá og færð. Reikna má með snörpum vindhviðum á SA-landi, austan Öræfa til Austfjarða.

Norðan 13-20 m/s, hvassast austast. Sums staðar mjög hvassar vindhviður við fjöll SA-lands. Snjókoma eða él N- og A-lands, en annars víða léttskýjað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×