Segir bæjarstjórann vera í pólitísku stríði Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2014 20:00 Boðað verkfall Starfsmannafélags Kópavogs hefst að óbreyttu á mánudagsmorgun en það er helst tvennt sem aðilar deila um. Annars vegar gildistökuákvæði samningsins. Bæjarfélagið vill að samningurinn gildi frá 1. október en starfsmannafélagið að gildistíminn sé 1. maí síðastliðinn. Hins vegar er deilt um sérákvæði um háskólamenntað fólk. Kópavogsbær vill taka út úr kjarasamningi sérákvæði um að háskólamenntað fólk í Starfsmannafélaginu fái laun samkvæmt kjarasamningum háskólamanna, alls um 20 manns. Starfsmannafélagið leggst hins vegar alfarið gegn þessu. Um 700 starfsmenn bæjarfélagsins munu leggja niður störf á mánudag, takist ekki að semja.Hvaða áhrif kemur verkfall til með að hafa?„Við munum lama bæjarfélagið, sem að okkur þykir óskaplega leitt. Sundlaugar munu loka, félagsstarf aldraðra mun leggjast af. Við munum lama leikskóla, við munum lama starfsemi á leikskólum, þar á meðal í dægradvöl sem að mun loka,“ segir Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs. Þá segir hún bæjarstjórann í Kópavogi vera í pólitísku stríði við sig, en vill þó ekki útskýra það nánar.Með hvaða hætti?„Það má kannski segja að hann sé í stríði við formann Starfsmannafélags Kópavogs, og þá persónulegu stríði.“Við þig þá? „Við mig, já,“ segir Jófríður.Staðan mikið áhyggjuefniÁrmann Kr. Ólafsson segir stöðuna mikið áhyggjuefni. Bæjarfélagið muni gera sitt allra besta til að veita íbúum nauðsynlega þjónustu ef til verkfalls kemur.Eruð þið að bjóða ykkar starfsmönnum sömu kjör og í öðrum sveitarfélögum? „Við höfum alltaf sagt, allan tímann, að við viljum skrifa undir þann kjarasamning sem að önnur sveitarfélög í landinu hafa gert. Því var hafnað af Starfsmannafélagi Kópavogs,“ segir Ármann.Formaður Starfsmannafélags Kópavogs segir að þú sért í pólitísku stríði við sig. Er það svo? „Þetta kemur mér alveg á óvart. Það er svo af og frá. Ég veit ekki af hverju ég ætti að vera í pólitísku stríði við hana. Í svona kjaradeilum má aldrei neitt svona persónulegt spila inn í,“ segir Ármann. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Boðað verkfall Starfsmannafélags Kópavogs hefst að óbreyttu á mánudagsmorgun en það er helst tvennt sem aðilar deila um. Annars vegar gildistökuákvæði samningsins. Bæjarfélagið vill að samningurinn gildi frá 1. október en starfsmannafélagið að gildistíminn sé 1. maí síðastliðinn. Hins vegar er deilt um sérákvæði um háskólamenntað fólk. Kópavogsbær vill taka út úr kjarasamningi sérákvæði um að háskólamenntað fólk í Starfsmannafélaginu fái laun samkvæmt kjarasamningum háskólamanna, alls um 20 manns. Starfsmannafélagið leggst hins vegar alfarið gegn þessu. Um 700 starfsmenn bæjarfélagsins munu leggja niður störf á mánudag, takist ekki að semja.Hvaða áhrif kemur verkfall til með að hafa?„Við munum lama bæjarfélagið, sem að okkur þykir óskaplega leitt. Sundlaugar munu loka, félagsstarf aldraðra mun leggjast af. Við munum lama leikskóla, við munum lama starfsemi á leikskólum, þar á meðal í dægradvöl sem að mun loka,“ segir Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs. Þá segir hún bæjarstjórann í Kópavogi vera í pólitísku stríði við sig, en vill þó ekki útskýra það nánar.Með hvaða hætti?„Það má kannski segja að hann sé í stríði við formann Starfsmannafélags Kópavogs, og þá persónulegu stríði.“Við þig þá? „Við mig, já,“ segir Jófríður.Staðan mikið áhyggjuefniÁrmann Kr. Ólafsson segir stöðuna mikið áhyggjuefni. Bæjarfélagið muni gera sitt allra besta til að veita íbúum nauðsynlega þjónustu ef til verkfalls kemur.Eruð þið að bjóða ykkar starfsmönnum sömu kjör og í öðrum sveitarfélögum? „Við höfum alltaf sagt, allan tímann, að við viljum skrifa undir þann kjarasamning sem að önnur sveitarfélög í landinu hafa gert. Því var hafnað af Starfsmannafélagi Kópavogs,“ segir Ármann.Formaður Starfsmannafélags Kópavogs segir að þú sért í pólitísku stríði við sig. Er það svo? „Þetta kemur mér alveg á óvart. Það er svo af og frá. Ég veit ekki af hverju ég ætti að vera í pólitísku stríði við hana. Í svona kjaradeilum má aldrei neitt svona persónulegt spila inn í,“ segir Ármann.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira