Innlent

Þrír getspakir fengu 15,5 milljónir hver

Atli Ísleifsson skrifar
m er að ræða einn stærsta vinning samanlagt sem íslenskir tipparar hafa unnið.
m er að ræða einn stærsta vinning samanlagt sem íslenskir tipparar hafa unnið.
Þrír getspakir einstaklingar voru með þrettán rétta á Enskum getraunaseðli Íslenskra getrauna í dag. Potturinn var samanlagt 46 milljónir króna og fær því hver og einn um 15,5 milljónir króna í sinn hlut.

Í tilkynningu frá Íslenskum getraunum kemur fram að tippararnir þrír styðji hver sitt félag. Einn styðji FH, annar Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og sá þriðji Huginn frá Seyðisfirði. „Um er að ræða einn stærsta vinning samanlagt sem íslenskir tipparar hafa unnið,“ segir í tilkynningunni. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×