Segir óboðlegt að komast ekki á klósettið yfir sumartímann Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. október 2014 12:14 Gert er ráð fyrir yfir hundrað sumarhúsum á svæðinu og vandamálið mun því aðeins ágerast með tímanum. Myndin er þó af öðru hverfi í Grímsnesinu. „Við sem erum með hús erum að borga heilmikið til hreppsins, þar á meðal vatnsskattinn. Ég hlýt að eiga rétt á því að fá það sem er borgað fyrir,“ segir Guðrún Njálsdóttir, gjaldkeri stjórnar Kerhraunsins, félags sumarhúsaeiganda í Grímsnes- og Grafningshreppi en hún er orðin langþreytt á vatnsskorti í sumarhúsi sínu sem staðsett er á Kerhraunssvæðinu. „Ég vil gjarnan sjá varanlega lausn, ekki einhverjar skítareddingar.“ Vandamálið segir hún hafa verið viðvarandi í um áratug en það lýsir sér þannig að þegar sumarhúsin í Grímsnesi fyllast af fólki fá húsin sem staðsett eru á efri hluta svæðisins ekkert vatn heilu og hálfu dagana. „Það er ekkert réttlæti í því að sumir fái vatn og aðrir ekki,“ segir Guðrún en hún hefur þurft að bregðast við vatnsleysinu á ýmsan hátt, til dæmis keyra úr höfuðborginni með vatn á kókflöskum. „Það er ekki boðlegt að vera þarna yfir sumartímann og komast ekki á klósettið,“ segir hún og viðurkennir að hún sé orðin ansi fúl yfir framtaksleysi sveitarstjórinnar, nú vilji hún fara að fá vatn. „Það liggur við að kraninn hoppi af það er svo mikill þrýstingur“ Stjórn Kerhraunsins hefur sent inn fjölmargar fyrirpsurnir til sveitarstjórnarinnar og krafist þess að bætt verði úr vandamálinu. „Við höfum verið að berjast fyrir því í mörg ár að þetta verði lagað en það kemur engin varanleg lausn.“ Guðrún heldur að vandamálið liggi í því að lagnirnar séu einfaldlega of grannar. Lausnin felist í því að skipta um lagnir en hana grunar að sveitastjórnin telji það einfaldlega of dýrt þar sem ekki er um íbúðahverfi að ræða. Hún bendir á að deiliskipulag á svæðinu geri ráð fyrir yfir hundrað húsum, nú séu þau um fimmtíu talsins en sífellt bætist í hópinn og vandamálið mun því aðeins ágerast með tímanum. „Ef gömlu hverfin eru ekki hönnuð í samræmi við það þá þarf bara að laga þetta.“ Ein lausn sveitarfélagsins var að auka þrýsting á lagnirnar en það dugir skammt að sögn Guðrúnar þar sem þá lendi húsin sem staðsett eru á neðri hluta svæðisins í vandræðum. „Það er ekki nóg að auka þrýstinginn því þá þurfa hin húsin að kaupa þrýstijafnara. Það liggur við að kraninn hoppi af það er svo mikill þrýstingur.“Málinu var vísað til tæknisviðs Grímsnes- og Grafningshrepps þar sem Börkur Brynjarsson ræður ríkjum.Húsum bætt við en ekkert fjármagn fer í að laga lagnir „Ég hef ekkert bara setið með hendur í skauti,“ segir Börkur Brynjarsson, framkvæmda- og veitustjóri fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp en málinu var vísað til hans eftir síðasta sveitarstjórnarfund þann 15. október síðastliðinn. „Ég hef verið að reyna að bregðast við þessu í talsverðan tíma.“ Hann segir svæðið erfitt og að ný dæla hafi verið pöntuð. Spurður um hvernig ný dæla leysi vandamálið svarar Börkur því til að hún auki rennsli. Næsta skref sé þó að auka flutningsgetuna með því að setja nýjar lagnir. „Það hefur ekki verið fjármagn til að bæta lagnir,“ segir Börkur en hann viðurkennir að það sé ýmislegt vanhugsað þegar kemur að uppbyggingu sumarhúsahverfa. „Það hefur bara verið ákveðið að byggja sumarhúsahverfi og það á að tengjast þessari veitu. Svo hefur þetta verið tengt en aldrei lagt fjármagn í að bæta þessar lagnir.“ Börkur getur ekki sagt til um það hvenær nægt fjármagn verður fyrir hendi til að laga lagnirnar. „En þetta er eitt af því sem liggur hæst hjá mér í bunkanum.“ Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
„Við sem erum með hús erum að borga heilmikið til hreppsins, þar á meðal vatnsskattinn. Ég hlýt að eiga rétt á því að fá það sem er borgað fyrir,“ segir Guðrún Njálsdóttir, gjaldkeri stjórnar Kerhraunsins, félags sumarhúsaeiganda í Grímsnes- og Grafningshreppi en hún er orðin langþreytt á vatnsskorti í sumarhúsi sínu sem staðsett er á Kerhraunssvæðinu. „Ég vil gjarnan sjá varanlega lausn, ekki einhverjar skítareddingar.“ Vandamálið segir hún hafa verið viðvarandi í um áratug en það lýsir sér þannig að þegar sumarhúsin í Grímsnesi fyllast af fólki fá húsin sem staðsett eru á efri hluta svæðisins ekkert vatn heilu og hálfu dagana. „Það er ekkert réttlæti í því að sumir fái vatn og aðrir ekki,“ segir Guðrún en hún hefur þurft að bregðast við vatnsleysinu á ýmsan hátt, til dæmis keyra úr höfuðborginni með vatn á kókflöskum. „Það er ekki boðlegt að vera þarna yfir sumartímann og komast ekki á klósettið,“ segir hún og viðurkennir að hún sé orðin ansi fúl yfir framtaksleysi sveitarstjórinnar, nú vilji hún fara að fá vatn. „Það liggur við að kraninn hoppi af það er svo mikill þrýstingur“ Stjórn Kerhraunsins hefur sent inn fjölmargar fyrirpsurnir til sveitarstjórnarinnar og krafist þess að bætt verði úr vandamálinu. „Við höfum verið að berjast fyrir því í mörg ár að þetta verði lagað en það kemur engin varanleg lausn.“ Guðrún heldur að vandamálið liggi í því að lagnirnar séu einfaldlega of grannar. Lausnin felist í því að skipta um lagnir en hana grunar að sveitastjórnin telji það einfaldlega of dýrt þar sem ekki er um íbúðahverfi að ræða. Hún bendir á að deiliskipulag á svæðinu geri ráð fyrir yfir hundrað húsum, nú séu þau um fimmtíu talsins en sífellt bætist í hópinn og vandamálið mun því aðeins ágerast með tímanum. „Ef gömlu hverfin eru ekki hönnuð í samræmi við það þá þarf bara að laga þetta.“ Ein lausn sveitarfélagsins var að auka þrýsting á lagnirnar en það dugir skammt að sögn Guðrúnar þar sem þá lendi húsin sem staðsett eru á neðri hluta svæðisins í vandræðum. „Það er ekki nóg að auka þrýstinginn því þá þurfa hin húsin að kaupa þrýstijafnara. Það liggur við að kraninn hoppi af það er svo mikill þrýstingur.“Málinu var vísað til tæknisviðs Grímsnes- og Grafningshrepps þar sem Börkur Brynjarsson ræður ríkjum.Húsum bætt við en ekkert fjármagn fer í að laga lagnir „Ég hef ekkert bara setið með hendur í skauti,“ segir Börkur Brynjarsson, framkvæmda- og veitustjóri fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp en málinu var vísað til hans eftir síðasta sveitarstjórnarfund þann 15. október síðastliðinn. „Ég hef verið að reyna að bregðast við þessu í talsverðan tíma.“ Hann segir svæðið erfitt og að ný dæla hafi verið pöntuð. Spurður um hvernig ný dæla leysi vandamálið svarar Börkur því til að hún auki rennsli. Næsta skref sé þó að auka flutningsgetuna með því að setja nýjar lagnir. „Það hefur ekki verið fjármagn til að bæta lagnir,“ segir Börkur en hann viðurkennir að það sé ýmislegt vanhugsað þegar kemur að uppbyggingu sumarhúsahverfa. „Það hefur bara verið ákveðið að byggja sumarhúsahverfi og það á að tengjast þessari veitu. Svo hefur þetta verið tengt en aldrei lagt fjármagn í að bæta þessar lagnir.“ Börkur getur ekki sagt til um það hvenær nægt fjármagn verður fyrir hendi til að laga lagnirnar. „En þetta er eitt af því sem liggur hæst hjá mér í bunkanum.“
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira