Tvö ár liðin frá sjálfsvígi sonar: Eitthvað sem þú getur aldrei búið þig undir Bjarki Ármannsson skrifar 21. október 2014 07:00 Jack segist ekki hafa náð að leysa ágreiningsmál við Svein áður en hann svipti sig lífi. Myndir/Jack Hrafnkell Daníelsson „Ég er búinn að fá gífurleg viðbrögð við þessu, það hafa mjög margir sett sig í samband við mig á Facebook bara til að spjalla,“ segir Jack Hrafnkell Daníelsson um viðbrögð við pistli sem hann birti á netinu í gær. Pistilinn skrifaði hann í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá því að Sveinn Ingi, tvítugur sonur hans, framdi sjálfsmorð á geðdeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. „Þetta er náttúrulega fólk sem hefur lent í því nákvæmlega sama og ég. Þannig að það er alveg skiljanlegt,“ segir Jack. „Þau eiga ættingja eða vini sem hafa verið í neyslu. Hafa lent upp á kant við þau og líður illa út af því. Hafi þetta orðið til þess að það verði einhver vitundarvakning hjá fólki, þá er ég bara þakklátur fyrir það.“Oft fíknin sjálf sem talar Í pistlinum hvetur Jack fólk til að sættast við sína nánustu til að eiga ekki hættu á því að skilja við það í ósætti eða reiði. Sjálfur segist hann ekki hafa náð að leysa ágreiningsmál við son sinn áður en hann svipti sig lífi. „Í raun og veru var það ekkert svo stórt mál,“ segir Jack. „En þegar maður er að tala við fíkilinn, þá er það fíknin sjálf sem talar oft. Ekki manneskjan á bakvið. Á milli okkar var það einfaldlega það að hann var ósáttur við að ég vildi ekki láta hann fá pening. Því ég vissi alveg í hvað hann færi.“ Sveinn var að sögn Jacks mislangt sokkinn í eiturlyfjaneyslu í aðdraganda sjálfsmorðsins „Stundum var hann í mikilli neyslu, þess á milli var hann bara góður. En þegar fíkillinn var við völd, þá stjórnaði hann alveg. Það geta allir sem hafa umgengist fíkla útskýrt nákvæmlega fyrir þér hvernig það er. Ef fíkillinn fær ekki sitt, þá er viðkomandi bara vondur og helvítis fífl og allt þar fram eftir götum.“ Jack segir þó að Sveinn hafi náð sáttum við móður sína áður en hann lést. Það sé hann þakklátur fyrir.Enn að stíga skrefin Starfsfólk geðdeildarinnar tilkynnti Jack um sjálfsvíg Sveins fyrir tveimur árum. Hann segir enga leið að skilja hvernig það er að fá slíkar fregnir fyrir þann sem ekki hefur upplifað það. „Meira að segja þegar faðir minn dó í fyrrasumar, var það mun léttbærara,“ segir Jack. „Hann var náttúrulega búinn að vera sjúklingur lengi og maður vissi alveg hvað væri í gangi þar. Maður var undirbúinn undir það. En þegar svona gerist, þegar börnin manns taka sitt eigið líf, það er hlutur sem þú getur aldrei búið þig undir.“ Jack segist enn á hverjum degi vera að stíga það erfiða skref að sætta sig við hvernig fór og að því verði ekki breytt. Í pistlinum segir hann að það hafi „eitrað“ líf sitt á hverjum degi frá því að Sveinn tók eigið líf að þeir feðgar hafi ekki náð sáttum. Þær minningar sem eftir standa séu þó ekki af fíklinum, heldur brosmilda og lífsglaða drengnum. „Þessi drengur var svo blíður og ljúfur og vildi öllum vel í kringum sig,“ segir Jack. „Það eru þær minningar sem standa upp úr, öll þessi hlýja og blíða sem hann hafði yfir að búa.“ Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
„Ég er búinn að fá gífurleg viðbrögð við þessu, það hafa mjög margir sett sig í samband við mig á Facebook bara til að spjalla,“ segir Jack Hrafnkell Daníelsson um viðbrögð við pistli sem hann birti á netinu í gær. Pistilinn skrifaði hann í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá því að Sveinn Ingi, tvítugur sonur hans, framdi sjálfsmorð á geðdeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. „Þetta er náttúrulega fólk sem hefur lent í því nákvæmlega sama og ég. Þannig að það er alveg skiljanlegt,“ segir Jack. „Þau eiga ættingja eða vini sem hafa verið í neyslu. Hafa lent upp á kant við þau og líður illa út af því. Hafi þetta orðið til þess að það verði einhver vitundarvakning hjá fólki, þá er ég bara þakklátur fyrir það.“Oft fíknin sjálf sem talar Í pistlinum hvetur Jack fólk til að sættast við sína nánustu til að eiga ekki hættu á því að skilja við það í ósætti eða reiði. Sjálfur segist hann ekki hafa náð að leysa ágreiningsmál við son sinn áður en hann svipti sig lífi. „Í raun og veru var það ekkert svo stórt mál,“ segir Jack. „En þegar maður er að tala við fíkilinn, þá er það fíknin sjálf sem talar oft. Ekki manneskjan á bakvið. Á milli okkar var það einfaldlega það að hann var ósáttur við að ég vildi ekki láta hann fá pening. Því ég vissi alveg í hvað hann færi.“ Sveinn var að sögn Jacks mislangt sokkinn í eiturlyfjaneyslu í aðdraganda sjálfsmorðsins „Stundum var hann í mikilli neyslu, þess á milli var hann bara góður. En þegar fíkillinn var við völd, þá stjórnaði hann alveg. Það geta allir sem hafa umgengist fíkla útskýrt nákvæmlega fyrir þér hvernig það er. Ef fíkillinn fær ekki sitt, þá er viðkomandi bara vondur og helvítis fífl og allt þar fram eftir götum.“ Jack segir þó að Sveinn hafi náð sáttum við móður sína áður en hann lést. Það sé hann þakklátur fyrir.Enn að stíga skrefin Starfsfólk geðdeildarinnar tilkynnti Jack um sjálfsvíg Sveins fyrir tveimur árum. Hann segir enga leið að skilja hvernig það er að fá slíkar fregnir fyrir þann sem ekki hefur upplifað það. „Meira að segja þegar faðir minn dó í fyrrasumar, var það mun léttbærara,“ segir Jack. „Hann var náttúrulega búinn að vera sjúklingur lengi og maður vissi alveg hvað væri í gangi þar. Maður var undirbúinn undir það. En þegar svona gerist, þegar börnin manns taka sitt eigið líf, það er hlutur sem þú getur aldrei búið þig undir.“ Jack segist enn á hverjum degi vera að stíga það erfiða skref að sætta sig við hvernig fór og að því verði ekki breytt. Í pistlinum segir hann að það hafi „eitrað“ líf sitt á hverjum degi frá því að Sveinn tók eigið líf að þeir feðgar hafi ekki náð sáttum. Þær minningar sem eftir standa séu þó ekki af fíklinum, heldur brosmilda og lífsglaða drengnum. „Þessi drengur var svo blíður og ljúfur og vildi öllum vel í kringum sig,“ segir Jack. „Það eru þær minningar sem standa upp úr, öll þessi hlýja og blíða sem hann hafði yfir að búa.“
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira