Höfða mál gegn borginni ef flugbraut tefur framkvæmdir Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2014 19:30 Framkvæmdastjóri Valsmanna hf. segir félagið vilja hefja uppbygginigu á nýju íþróttasvæði og hverfi á Hlíðarenda strax næsta vor. Ef deilur um minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar tefji framkvæmdirnar muni Valsmenn hefja málaferli við borgina til að verja fjárfestingu sína á svæðinu. Fyrir um áratug keyptu Valsmenn hf. land við endann á hinni umdeildu NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar til uppbyggingar. Spurningin er því hvað taki næst við hjá Valsmönnum? „Við höldum bara áfram því starfi sem við erum að vinna að. Það er á fullu hönnun. Það eru þrjár verkfræðistofur að vinna að undirbúningi jarðvegsframkvæmda. Við erum að teikna byggingarnefndarteikningar og munum skila þeim fyrir áramót. Þannig að okkar vinna er á fullri ferð í að undirbúa framkvæmdir,“ segir Brynjar Harðarson framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Framkvæmdanefnd svæðisins hefur fengið samþykkt að hefja megi gerð vegar sem á að skilja af íþróttasvæði Vals og væntanlegt byggingarsvæði Valsmanna og borgarinnar. Áætlanir Valsmanna ganga síðan út á að hefja framkvæmdir næsta vor. Brynjar segir lóðasamninga sem þinglýst var á síðasta ári hafa verið kvaðalausa. „Við viljum auðvitað byrja sem fyrst. Það er að mörgu leyti kraftaverk að við skulum hafa lifað af í tíu ár. Það má ekki gleyma því að skuldir gufa ekki upp og það ættu Íslendingar að hafa lært. Við greiddum hálfan milljarð fyrir landið hinn 11. maí 2005 og þær skuldir erum við búnir að vera með á bakinu í tíu ár. Það er útilokað að hægt sé að bera þann fjármagnskostnað í rauninni deginum lengur,“ segir Brynjar. Valsmenn hafi ekkert á móti Reykjavíkurflugvelli með tveimur flugbrautum og flugvöllurinn geti starfað áfram þrátt fyrir byggingu þessa svæðis. „Valsmenn taka enga afstöðu til flugvallarins og hafa ekkert á móti honum. En það er ekki til að vinna fyrir almannahagsmuni að berjast fyrir þessari braut og stoppa alla uppbyggingu í Reykjavík,“ segir Brynjar. Reykjavíkurborg geri sér grein fyrir afleiðingum þess ef flugbrautin stöðvi framkvæmdir. „Ef þessi plön okkar fara í einhverja frestun og við getum ekki staðið við okkar skuldbindingar þá snúum við okkur að sjálfsögðu að Reykjavíkurborg og förum með þann skaða á Reykjavíkurborg. Svo er það Reykjavíkurborgar að fara með skaðann á ríkið ef hún telur svo vera,“ segir Brynjar.Þú ert að tala um dómsmál? „Að sjálfsögðu,“ segir Brynjar Harðarson. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Framkvæmdastjóri Valsmanna hf. segir félagið vilja hefja uppbygginigu á nýju íþróttasvæði og hverfi á Hlíðarenda strax næsta vor. Ef deilur um minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar tefji framkvæmdirnar muni Valsmenn hefja málaferli við borgina til að verja fjárfestingu sína á svæðinu. Fyrir um áratug keyptu Valsmenn hf. land við endann á hinni umdeildu NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar til uppbyggingar. Spurningin er því hvað taki næst við hjá Valsmönnum? „Við höldum bara áfram því starfi sem við erum að vinna að. Það er á fullu hönnun. Það eru þrjár verkfræðistofur að vinna að undirbúningi jarðvegsframkvæmda. Við erum að teikna byggingarnefndarteikningar og munum skila þeim fyrir áramót. Þannig að okkar vinna er á fullri ferð í að undirbúa framkvæmdir,“ segir Brynjar Harðarson framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Framkvæmdanefnd svæðisins hefur fengið samþykkt að hefja megi gerð vegar sem á að skilja af íþróttasvæði Vals og væntanlegt byggingarsvæði Valsmanna og borgarinnar. Áætlanir Valsmanna ganga síðan út á að hefja framkvæmdir næsta vor. Brynjar segir lóðasamninga sem þinglýst var á síðasta ári hafa verið kvaðalausa. „Við viljum auðvitað byrja sem fyrst. Það er að mörgu leyti kraftaverk að við skulum hafa lifað af í tíu ár. Það má ekki gleyma því að skuldir gufa ekki upp og það ættu Íslendingar að hafa lært. Við greiddum hálfan milljarð fyrir landið hinn 11. maí 2005 og þær skuldir erum við búnir að vera með á bakinu í tíu ár. Það er útilokað að hægt sé að bera þann fjármagnskostnað í rauninni deginum lengur,“ segir Brynjar. Valsmenn hafi ekkert á móti Reykjavíkurflugvelli með tveimur flugbrautum og flugvöllurinn geti starfað áfram þrátt fyrir byggingu þessa svæðis. „Valsmenn taka enga afstöðu til flugvallarins og hafa ekkert á móti honum. En það er ekki til að vinna fyrir almannahagsmuni að berjast fyrir þessari braut og stoppa alla uppbyggingu í Reykjavík,“ segir Brynjar. Reykjavíkurborg geri sér grein fyrir afleiðingum þess ef flugbrautin stöðvi framkvæmdir. „Ef þessi plön okkar fara í einhverja frestun og við getum ekki staðið við okkar skuldbindingar þá snúum við okkur að sjálfsögðu að Reykjavíkurborg og förum með þann skaða á Reykjavíkurborg. Svo er það Reykjavíkurborgar að fara með skaðann á ríkið ef hún telur svo vera,“ segir Brynjar.Þú ert að tala um dómsmál? „Að sjálfsögðu,“ segir Brynjar Harðarson.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira