Hollráð til rjúpnaskytta úr ræðustól Alþingis Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2014 10:40 Þórunn Egilsdóttir. Óvænt komu holl ráð úr ræðustól þingsins til þeirra sem ganga til veiða í dag. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í vikunni á þinginu og flutti óvænt holl ráð til rjúpnaskytta. Áður hafði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vakið máls á vopnavæðingu lögreglunnar og var henni mikið niðri fyrir, máli sem hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga, en Þórunn vék tali sínu óvænt að öðru. „Talandi um byssur og vopnaeign, það leiðir huga minn að því að nú er að renna upp rjúpnaveiðitímabil. Það stendur í 12 daga, það má veiða í þrjá daga í senn, frá föstudegi til sunnudags, fjórar helgar í röð. Síðasti veiðidagur er 16. nóvember. Ekki er víst að veðrið verði veiðimönnum hliðhollt alla daga og því er mikilvægt að huga vel að undirbúningi og hvetja sem ætla að ganga til veiða að huga vel að þeim undirbúningi,“ sagði Þórunn. Þórunn hélt áfram og sagði mikilvægt að menn gæti varúðar í öllu, viti hvað þeir eru með í höndunum, þekki vopn sín, kanni landslag, láti vita af sér og séu í vatnsheldum skóm með grófum sóla því maður viti aldrei hverju maður lendir í. Vísi er ekki kunnugt um að margir á þinginu séu skotveiðimenn, Guðlaugur Þór Þórðarson er reyndar þekkt skytta, og hann var í þingsal þegar þessi góðu ráð voru flutt. „Já, ég hlustaði af athygli. Þarna kom húsmóðirin að austan, vel meinandi og var með móðurleg ráð til okkar veiðimanna.“En, eru margir veiðimenn á Alþingi? „Nei, í rauninni mjög fáir. Ég held að það sé bara ég. Og, ég klikka ekki á skónum. Ég get alveg sagt þér það. Ekki eftir þessa ræðu,“ sagði Guðlaugur Þór sem lítið hefur komist til veiða þetta haustið, og var reyndar á fundi fjárlaganefndar þegar Vísir náði af honum tali. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í vikunni á þinginu og flutti óvænt holl ráð til rjúpnaskytta. Áður hafði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vakið máls á vopnavæðingu lögreglunnar og var henni mikið niðri fyrir, máli sem hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga, en Þórunn vék tali sínu óvænt að öðru. „Talandi um byssur og vopnaeign, það leiðir huga minn að því að nú er að renna upp rjúpnaveiðitímabil. Það stendur í 12 daga, það má veiða í þrjá daga í senn, frá föstudegi til sunnudags, fjórar helgar í röð. Síðasti veiðidagur er 16. nóvember. Ekki er víst að veðrið verði veiðimönnum hliðhollt alla daga og því er mikilvægt að huga vel að undirbúningi og hvetja sem ætla að ganga til veiða að huga vel að þeim undirbúningi,“ sagði Þórunn. Þórunn hélt áfram og sagði mikilvægt að menn gæti varúðar í öllu, viti hvað þeir eru með í höndunum, þekki vopn sín, kanni landslag, láti vita af sér og séu í vatnsheldum skóm með grófum sóla því maður viti aldrei hverju maður lendir í. Vísi er ekki kunnugt um að margir á þinginu séu skotveiðimenn, Guðlaugur Þór Þórðarson er reyndar þekkt skytta, og hann var í þingsal þegar þessi góðu ráð voru flutt. „Já, ég hlustaði af athygli. Þarna kom húsmóðirin að austan, vel meinandi og var með móðurleg ráð til okkar veiðimanna.“En, eru margir veiðimenn á Alþingi? „Nei, í rauninni mjög fáir. Ég held að það sé bara ég. Og, ég klikka ekki á skónum. Ég get alveg sagt þér það. Ekki eftir þessa ræðu,“ sagði Guðlaugur Þór sem lítið hefur komist til veiða þetta haustið, og var reyndar á fundi fjárlaganefndar þegar Vísir náði af honum tali.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira