Grjótið sem rigndi yfir lögreglu frá tíma Ingólfs Arnarsonar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2014 09:45 Mikil mótmæli voru við Alþingishúsið þann 21. janúar 2009. Vísir/Vilhelm Unglingar sóttu sér grjót úr uppgreftri húss gegnt Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu síðdegis þann 21. janúar árið 2009. Þar var verið að grafa upp fornminjar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt Geirs Jóns Þórissonar um skipulag lögreglu við mótmæli landsmanna frá 2008 til 2011. Alþingi hafði verið sett degi fyrr en upp úr sauð á Austurvelli við það tilefni. Þúsundir manna söfnuðust saman fyrir framan Alþingi. Yfirlögregluþjónar og aðstoðaryfirlögregluþjónar voru á árlegum fundi í Hvalfirði á meðan á þingsetningu stóð. Taldi Stefán Eiríksson lögreglustjóri að nægur fjöldi stjórnenda væri á staðnum líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Þann 21. janúar sneru yfirmennirnir til Reykjavíkur árla morguns og farið var yfir átökin sem staðið höfðu yfir fram á nótt kvöldið áður. Stóðu lögreglumenn vaktina við þinghúsið frá klukkan 13. Þegar voru 40-50 manns berjandi á rúður þinghússins. Hálftíma síðar voru um 200 manns mættir og stuttu síðar 500.Mörg hundruð manns mættu til mótmælanna.Vísir/VilhelmGrjót frá landnámi tekið ófrjálsri hendi Yfirgáfu flestir mótmælendur Alþingishúsið upp úr klukkan 14 af tillitsemi við jarðarför sem var skipulögð í Dómkirkjunni klukkan 15. Héldu þeir í átt að Stjórnarráðinu þar sem barið var á rúður og ráðist að bifreið Geirs H. Haarde forsætisráðherra austan við húsið. Kallaði lögregla eftir skjótri aðstoð og allt tiltækt lið lögreglu sent á staðinn. „Var atgangur mótmælenda svo mikill að lögreglumenn urðu að taka upp kylfur og fara í viðbragðsstöðu. Ástandið var þarna mjög eldfimt og endaði með því að lögreglumenn urðu að beita afli svo forsætisráðherra og bifreið hans kæmust í burtu. Ljóst var á þessum tímapunkti að mótmæli dagsins ættu eftir að harðna og því farið í að ræsa út fleiri lögreglumenn, m.a. frá Suðurnesjum,“ segir í skýrslunni. Klukkan 15 var starfsfólk Stjórnarráðsins beðið um að yfirgefa húsið að austanverðu, einn og einn í einu. Rúður voru brotnar og fengu lögreglumenn í sig gler og annað sem mótmælendur köstuðu í þá. Skömmu fyrir klukkan 16 bárust fréttir af því að unglingar væru að sækja sér grjót úr uppgreftri húss á móti Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu. Var um að ræða grjót sem tilheyrði fornminjum húss eða húsa sem staðið höfðu þarna allt frá landnámi. Staðfesti fólkið sem vann að uppgreftrinum það við lögreglu. „Var því búist við að lögreglan ætti eftir að verða fyrir töluverðu grjótkasti af hendi mótmælenda. Rétt er að geta þess að mikið tjón varð á fornminjunum eftir að grjótið var tekið og reyndu þeir sem að greftrinum stóðu að leita að þessu grjóti næstu daga.“Lögreglan stóð í ströngu til kl. 3 um nóttina.Skaut á þinghúsið með litboltabyssu Á næstu klukkustundum reyndu mótmælendur að þrýsta á línu lögreglumanna framan við þinghúsið, köstuðu grjóti og flöskum í lögreglumenn og kveikt var í handblysum. Var um „kínverjum“ um tíma kastað í lögreglumenn en einn mótmælenda fékk gjallarhorn lánað hjá lögreglu og taldi félaga sína á að hætta því. Var brotist inn í ómerktan lögreglubíl og húfum stolið, eldur var endurtekið kveiktur á Austurvelli og þá skaut maður úr litboltabyssu á þinghúsið. Eftir stöðugt grjótkast við þinghúsið var gasmönnum gefin fyrirmæli um að gera sig klára. Grjótkastið jókst og var gerð önnur tilraun til að sækja grjót í uppgröftinn við Tjarnargötu en lögreglumenn komu í veg fyrir það. Átökin jukust fram á kvöld og stóð lögreglan í ströngu allt til klukkan 3 um nóttina þegar friðsamlegt var orðið í miðborginni. Sjö lögreglumenn slösuðust þetta kvöld og um nóttina. Fóru þeir allir á slysadeild en náðu sér allir að fullu eftir mislangan tíma. „Litlu mátti muna að ekki yrðu alvarlegri slys á lögreglumönnum, en sá hlífðarbúnaður sem þeir voru í og góðir hjálmar, komu í veg fyrir það,“ segir í skýrslunni.Vísir/AntonHeimsatburður er mótmælendur vörðu lögreglu Í kaflanum „Hvernig til tókst“ segir um 21. janúar 2009 að framganga lögreglu hafi verið í samræmi við það mikla ofbeldi sem beitt var af hálfu mótmælenda. Ljóst hafi verið að ekki máttu færri lögreglumenn koma að þessum mótmælum og á tímabili var lögreglan við það að verða undir, svo mikill hafi atgangurinn verið. „Sá stórmerki atburður gerðist hins vegar, að stór hópur mótmælenda við Stjórnarráðið, tók sig út úr hópnum og mynduðu varnarlínu fyrir framan lögreglulínuna og stöðvuðu þannig grjótkastið. Þetta kom öllum á óvart og má segja að hér hafi átt sér stað heimsatburður þar sem ekki er vitað þess að neitt erlent lögreglulið hafi upplifað neitt þessu líkt, í tengslum við mótmæli af þessum toga.“ Tengdar fréttir Yfirmenn lögreglu á fundi í Hvalfirði þegar upp úr sauð Nokkrir yfirmenn lögreglu sátu fund í Hvalfirði þegar upp úr sauð í Búsáhaldabyltingunni fyrir setningu Alþingis í janúar 2009. Lögreglustjóra hafði þó verið bent á hugsanlega væri rétt að senda þá ekki út úr bænum á þessum tímapunkti. 25. október 2014 12:52 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Unglingar sóttu sér grjót úr uppgreftri húss gegnt Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu síðdegis þann 21. janúar árið 2009. Þar var verið að grafa upp fornminjar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt Geirs Jóns Þórissonar um skipulag lögreglu við mótmæli landsmanna frá 2008 til 2011. Alþingi hafði verið sett degi fyrr en upp úr sauð á Austurvelli við það tilefni. Þúsundir manna söfnuðust saman fyrir framan Alþingi. Yfirlögregluþjónar og aðstoðaryfirlögregluþjónar voru á árlegum fundi í Hvalfirði á meðan á þingsetningu stóð. Taldi Stefán Eiríksson lögreglustjóri að nægur fjöldi stjórnenda væri á staðnum líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Þann 21. janúar sneru yfirmennirnir til Reykjavíkur árla morguns og farið var yfir átökin sem staðið höfðu yfir fram á nótt kvöldið áður. Stóðu lögreglumenn vaktina við þinghúsið frá klukkan 13. Þegar voru 40-50 manns berjandi á rúður þinghússins. Hálftíma síðar voru um 200 manns mættir og stuttu síðar 500.Mörg hundruð manns mættu til mótmælanna.Vísir/VilhelmGrjót frá landnámi tekið ófrjálsri hendi Yfirgáfu flestir mótmælendur Alþingishúsið upp úr klukkan 14 af tillitsemi við jarðarför sem var skipulögð í Dómkirkjunni klukkan 15. Héldu þeir í átt að Stjórnarráðinu þar sem barið var á rúður og ráðist að bifreið Geirs H. Haarde forsætisráðherra austan við húsið. Kallaði lögregla eftir skjótri aðstoð og allt tiltækt lið lögreglu sent á staðinn. „Var atgangur mótmælenda svo mikill að lögreglumenn urðu að taka upp kylfur og fara í viðbragðsstöðu. Ástandið var þarna mjög eldfimt og endaði með því að lögreglumenn urðu að beita afli svo forsætisráðherra og bifreið hans kæmust í burtu. Ljóst var á þessum tímapunkti að mótmæli dagsins ættu eftir að harðna og því farið í að ræsa út fleiri lögreglumenn, m.a. frá Suðurnesjum,“ segir í skýrslunni. Klukkan 15 var starfsfólk Stjórnarráðsins beðið um að yfirgefa húsið að austanverðu, einn og einn í einu. Rúður voru brotnar og fengu lögreglumenn í sig gler og annað sem mótmælendur köstuðu í þá. Skömmu fyrir klukkan 16 bárust fréttir af því að unglingar væru að sækja sér grjót úr uppgreftri húss á móti Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu. Var um að ræða grjót sem tilheyrði fornminjum húss eða húsa sem staðið höfðu þarna allt frá landnámi. Staðfesti fólkið sem vann að uppgreftrinum það við lögreglu. „Var því búist við að lögreglan ætti eftir að verða fyrir töluverðu grjótkasti af hendi mótmælenda. Rétt er að geta þess að mikið tjón varð á fornminjunum eftir að grjótið var tekið og reyndu þeir sem að greftrinum stóðu að leita að þessu grjóti næstu daga.“Lögreglan stóð í ströngu til kl. 3 um nóttina.Skaut á þinghúsið með litboltabyssu Á næstu klukkustundum reyndu mótmælendur að þrýsta á línu lögreglumanna framan við þinghúsið, köstuðu grjóti og flöskum í lögreglumenn og kveikt var í handblysum. Var um „kínverjum“ um tíma kastað í lögreglumenn en einn mótmælenda fékk gjallarhorn lánað hjá lögreglu og taldi félaga sína á að hætta því. Var brotist inn í ómerktan lögreglubíl og húfum stolið, eldur var endurtekið kveiktur á Austurvelli og þá skaut maður úr litboltabyssu á þinghúsið. Eftir stöðugt grjótkast við þinghúsið var gasmönnum gefin fyrirmæli um að gera sig klára. Grjótkastið jókst og var gerð önnur tilraun til að sækja grjót í uppgröftinn við Tjarnargötu en lögreglumenn komu í veg fyrir það. Átökin jukust fram á kvöld og stóð lögreglan í ströngu allt til klukkan 3 um nóttina þegar friðsamlegt var orðið í miðborginni. Sjö lögreglumenn slösuðust þetta kvöld og um nóttina. Fóru þeir allir á slysadeild en náðu sér allir að fullu eftir mislangan tíma. „Litlu mátti muna að ekki yrðu alvarlegri slys á lögreglumönnum, en sá hlífðarbúnaður sem þeir voru í og góðir hjálmar, komu í veg fyrir það,“ segir í skýrslunni.Vísir/AntonHeimsatburður er mótmælendur vörðu lögreglu Í kaflanum „Hvernig til tókst“ segir um 21. janúar 2009 að framganga lögreglu hafi verið í samræmi við það mikla ofbeldi sem beitt var af hálfu mótmælenda. Ljóst hafi verið að ekki máttu færri lögreglumenn koma að þessum mótmælum og á tímabili var lögreglan við það að verða undir, svo mikill hafi atgangurinn verið. „Sá stórmerki atburður gerðist hins vegar, að stór hópur mótmælenda við Stjórnarráðið, tók sig út úr hópnum og mynduðu varnarlínu fyrir framan lögreglulínuna og stöðvuðu þannig grjótkastið. Þetta kom öllum á óvart og má segja að hér hafi átt sér stað heimsatburður þar sem ekki er vitað þess að neitt erlent lögreglulið hafi upplifað neitt þessu líkt, í tengslum við mótmæli af þessum toga.“
Tengdar fréttir Yfirmenn lögreglu á fundi í Hvalfirði þegar upp úr sauð Nokkrir yfirmenn lögreglu sátu fund í Hvalfirði þegar upp úr sauð í Búsáhaldabyltingunni fyrir setningu Alþingis í janúar 2009. Lögreglustjóra hafði þó verið bent á hugsanlega væri rétt að senda þá ekki út úr bænum á þessum tímapunkti. 25. október 2014 12:52 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Yfirmenn lögreglu á fundi í Hvalfirði þegar upp úr sauð Nokkrir yfirmenn lögreglu sátu fund í Hvalfirði þegar upp úr sauð í Búsáhaldabyltingunni fyrir setningu Alþingis í janúar 2009. Lögreglustjóra hafði þó verið bent á hugsanlega væri rétt að senda þá ekki út úr bænum á þessum tímapunkti. 25. október 2014 12:52
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels