Innlent

"Mikið má skýrsluhöfundurinn skammast sín“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/GVA
„Ranghugmyndirnar eru svo svakalegar að ég held að það muni líða langur tími þangað til að ég geti borið eitthvað traust til þeirra sem tjá sig um mig og vini og bandamenn í þessu plaggi. Mikið má skýrsluhöfundurinn skammast sín!“ Þetta skrifar Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata á Facebook síðu sína í dag og vísar þar með í skýrslu Geirs Jóns Þórissonar um búsáhaldabyltinguna svokölluðu.

„Ég var í mörgum mótmælum sjálf en það voru anarkistarnir svokölluðu sem voru með mestu lætin. Það var alveg vitað að það voru hinir svokölluðu góðkunningjar lögreglunnar sem komu sérstaklega til að fá útrás fyrir gremju sína á meðferð en hinir hefðbundnu mótmælendur sem voru meðal annars anarkistar pössuðu upp á lögregluna þegar hún var í hættu þetta eina skipti,“ sagði Birgitta í Reykjavík síðdegis í dag.

Birgitta hefur óskað eftir því að haldinn verði opinn fundur hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd með þeim aðilum sem bera ábyrgð á skýrslunni. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi innanríkisráðherra, er formaður nefndarinnar en Birgitta segir að endurskoða þurfi reglur um skipun í nefndina.

„Það er kannski ekki heppilegt að hafa fyrrverandi ráðherra úr síðustu ríkisstjórn út af því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er oft að rannsaka aftur í tímann,“ sagði Birgitta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×