Innlent

Óskar eftir opnum fundi með þeim sem bera ábyrgð á búsáhaldaskýrslunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. visir/anton
Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata óskar eftir því að haldinn verður opinn fundur hjá stjórnskipunar og eftirlitsnefnd með þeim aðilum sem bera ábyrgð á skýrslu lögreglu um búsáhaldabyltinguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþingismanninum.

Einnig vill hún að þeir aðilar innan lögreglunnar sem bera ábyrgð á að söfnun upplýsinga um mótmælendur er varða t.d. þeirra stjórnmálaskoðanir og fjölskyldutengsl verði boðaðir á fundinn.

„Slíkt á ekki að viðgangast í lýðræðisríki. Ég óska eftir að fundurinn verði haldinn sem allra fyrst.“

Það kennir ýmissa grasa í skýrslu Geirs Jóns Þórissonar um mótmælin á árunum 2008-2011. Þar má meðal annars lesa vitnisburði lögreglumanna frá hverjum einasta degi mótmælanna, meðal annars frá gamlársdegi 2008 þegar mikill mannfjöldi kom saman við Hótel Borg. Þar voru formenn stjórnmálaflokkanna í Kryddsíld Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Yfirmenn lögreglu á fundi í Hvalfirði þegar upp úr sauð

Nokkrir yfirmenn lögreglu sátu fund í Hvalfirði þegar upp úr sauð í Búsáhaldabyltingunni fyrir setningu Alþingis í janúar 2009. Lögreglustjóra hafði þó verið bent á hugsanlega væri rétt að senda þá ekki út úr bænum á þessum tímapunkti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×