Úrbætur á aðgangi fatlaðra í forgang Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2014 11:24 Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri. Vísir/Valli Á fundi þjóðleikhússtjóra, framkvæmdastjóra leikhússins og verkefnisstjóra fasteigna ríkissjóða í gær var rætt um að úrbætur á aðgengi fatlaðra í Þjóðleikhúsinu yrðu settar í afgerandi forgang hjá fasteignum ríkissjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra.Edda Heiðrún Backmanbirti í gær opið bréf þar sem hún gagnrýndi harðlega aðgengi í Þjóðleikhúsinu fyrir þá sem notast við hjólastóla. „Það leiða atvik átti sér stað á frumsýningu á Karitas, að Edda Heiðrún Backman festist í lyftu sem, ætlað er að flytja hjólastóla frá inngangi og upp á gestasvæði Þjóðleikhússins. Ég harma þetta atvik og tel afleitt að sá búnaður sem hreyfihamlaðir einstaklingar verða að reiða sig á í Þjóðleikhúsinu, geti ekki staðið undir væntingum,“ segir í tilkynningunni frá þjóðleikhússtjóra.Búnaður að mestu virkað vel Hún segir að Þjóðleikhúsið hafi á liðnum árum tekið á móti fjölda gesta í hjólastólum og búnaðurinn sé reglulega tekinn út. Fjórar mismundandi lyftur séu í aðalbyggingunni, rampur við starfsmanna inngang og lyfta við kassann á Lindargötu 7. „Helgina áður en Edda Heiðrún festist í lyftunni fóru fjórir gestir í hjólastólum upp og niður með þessari sömu lyftu án vandræða. En þó búnaðurinn hafi að mestu virkað vel, er satt og víst að á því eru alvarlegar undantekningar, eins og bréf Eddu Heiðrúnar ber með sér. Tækni og búnaður getur alltaf bilað, en það er sérstaklega sárt þegar fatlaðir leikhúsgestir þurfi að verða fyrir töfum og jafnvel missa af leiksýningu vegna tæknibilana.“ Tinna segir að leita þurfi allra leiða til að tryggja örugga aðkomu og aðgengi hreyfihamlaðra að Þjóðleikhúsinu. Það sé ekki spurning og það sé sannarlega vilji yfirstjórnar Þjóðleikhússins. „Þjóðleikhúsið hefur fyrr á þessu ári komið áhyggjum sínum á framfæri við ábyrgðaraðila húseignarinnar, eða fasteignir ríkissjóðs, eða núna í febrúar, þegar maður í hjólastól festist í lyftunni utandyra, en Edda Heiðrún vísar einmitt til þess atviks í bréfi sínu. Þá var úrbóta krafist og því fylgt eftir að hálfu undirritaðrar.“ „Það er ljóst að ekki verður unað við þetta ótrygga ástand lengur og á fundi þjóðleikhússtjóra og framkvæmdastjóra leikhússins með verkefnisstjóra fasteigna ríkissjóðs í gær, var staðfest og fullyrt að úrbætur yrðu settar í afgerandi forgang hjá embættinu.“ Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðanÞað leiða atvik átti sér stað á frumsýningu á Karitas, að Edda Heiðrún Backman festist í lyftu sem, ætlað er að flytja hjólastóla frá inngangi og upp á gestasvæði Þjóðleikhússins. Ég harma þetta atvik og tel afleitt að sá búnaður sem hreyfihamlaðir einstaklingar verða að reiða sig á í Þjóðleikhúsinu, geti ekki staðið undir væntingum.Þegar undirrituð tók við starfi þjóðleikhússtjóra fyrir rétt tæpum tíu árum, lá fyrir að leikhúsið þarfnaðist viðamikilla og gagngerra viðgerða og endurbóta, utan húss sem innan. En auk þess að bjarga húsinu frá frekara niðurbroti og rakaskemmdum, var algert forgangsmál að tryggja aðgengi fatlaðra.Stjórnvöld brugðust við ákallinu og fjármagn var sett í umfangsmiklar framkvæmdir utanhúss, auk þess sem viðhaldsmálum leikhússins til frambúðar og úrbótum innan húss, var komið til fagaðila, eða Fasteigna ríkissjóðs, sem er nú ábyrgðaraðili húseignarinnar.Bestu lausna var leitað til að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að leiksýningum í Þjóðleikhúsinu. Þess ber þó að geta að í hönnun hússins er ekki tekið tilliti til aðgengis fatlaðra, ekki frekar en öðrum húsum frá sama tíma og lausnirnar því alltaf að einhverju marki málamiðlun út frá aðstæðum, eins og forsvarsmönnum leikhússins var kynnt að hálfu þeirra sérfræðinga sem sáu um að velja búnaðinn.Það er vissulega álitamál hvernig til hefur tekist en þeim búnaði sem sérfræðingar töldu bestan og tryggastan var komið upp á árunum 2007 til 2009, en það eru fjórar mismunandi lyftur í aðalbyggingunni, rampur við starfsmanna-inngang og lyfta við Kassann á Lindargötu 7.Þjóðleikhúsið hefur á umliðnum árum tekið á móti fjölda gesta í hjólastólum og búnaðurinn verið tekinn reglulega út, síðast núna í byrjun september, en þá var hann vottaður til árs eða til haustsins 2015. Helgina áður en Edda Heiðrún festist í lyftunni fóru fjórir gestir í hjólastólum upp og niður með þessari sömu lyftu án vandræða. En þó búnaðurinn hafi að mestu virkað vel, er satt og víst að á því eru alvarlegar undantekningar, eins og bréf Eddu Heiðrúnar ber með sér. Tækni og búnaður getur alltaf bilað, en það er sérstaklega sárt þegar fatlaðir leikhúsgestir þurfi að verða fyrir töfum og jafnvel missa af leiksýningu vegna tæknibilana. Leita verður allra leiða til að tryggja örugga aðkomu og aðgengi hreyfihamlaðra að Þjóðleikhúsinu, það er ekki spurning og það er svo sannarlega vilji yfirstjórnar Þjóðleikhússins.Þjóðleikhúsið hefur fyrr á þessu ári komið áhyggjum sínum á framfæri við ábyrgðaraðila húseignarinnar, eða fasteignir ríkissjóðs, eða núna í febrúar, þegar maður í hjólastól festist í lyftunni utandyra, en Edda Heiðrún vísar einmitt til þess atviks í bréfi sínu. Þá var úrbóta krafist og því fylgt eftir að hálfu undirritaðrar. Til að fylgja málinu frekar eftir lét, Þjóðleikhúsið gera óháða úttekt á aðgengi að húsnæði Þjóðleikhússins nú í vor, auk þess sem málið var tekið upp á fundi með fulltrúum mennta og menningarmálaráðuneytisins.Það er ljóst að ekki verður unað við þetta ótrygga ástand lengur og á fundi þjóðleikhússtjóra og framkvæmdastjóra leikhússins með verkefnisstjóra fasteigna ríkissjóðs í gær, var staðfest og fullyrt að úrbætur yrðu settar í afgerandi forgang hjá embættinu. Tengdar fréttir Fatlaðir leikhúsgestir setið fastir utandyra Edda Heiðrún Backman leikkona segir aðgengi í Þjóðleikhúsinu fyrir þá sem nota hjólastól óviðunandi. 28. október 2014 21:01 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Á fundi þjóðleikhússtjóra, framkvæmdastjóra leikhússins og verkefnisstjóra fasteigna ríkissjóða í gær var rætt um að úrbætur á aðgengi fatlaðra í Þjóðleikhúsinu yrðu settar í afgerandi forgang hjá fasteignum ríkissjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra.Edda Heiðrún Backmanbirti í gær opið bréf þar sem hún gagnrýndi harðlega aðgengi í Þjóðleikhúsinu fyrir þá sem notast við hjólastóla. „Það leiða atvik átti sér stað á frumsýningu á Karitas, að Edda Heiðrún Backman festist í lyftu sem, ætlað er að flytja hjólastóla frá inngangi og upp á gestasvæði Þjóðleikhússins. Ég harma þetta atvik og tel afleitt að sá búnaður sem hreyfihamlaðir einstaklingar verða að reiða sig á í Þjóðleikhúsinu, geti ekki staðið undir væntingum,“ segir í tilkynningunni frá þjóðleikhússtjóra.Búnaður að mestu virkað vel Hún segir að Þjóðleikhúsið hafi á liðnum árum tekið á móti fjölda gesta í hjólastólum og búnaðurinn sé reglulega tekinn út. Fjórar mismundandi lyftur séu í aðalbyggingunni, rampur við starfsmanna inngang og lyfta við kassann á Lindargötu 7. „Helgina áður en Edda Heiðrún festist í lyftunni fóru fjórir gestir í hjólastólum upp og niður með þessari sömu lyftu án vandræða. En þó búnaðurinn hafi að mestu virkað vel, er satt og víst að á því eru alvarlegar undantekningar, eins og bréf Eddu Heiðrúnar ber með sér. Tækni og búnaður getur alltaf bilað, en það er sérstaklega sárt þegar fatlaðir leikhúsgestir þurfi að verða fyrir töfum og jafnvel missa af leiksýningu vegna tæknibilana.“ Tinna segir að leita þurfi allra leiða til að tryggja örugga aðkomu og aðgengi hreyfihamlaðra að Þjóðleikhúsinu. Það sé ekki spurning og það sé sannarlega vilji yfirstjórnar Þjóðleikhússins. „Þjóðleikhúsið hefur fyrr á þessu ári komið áhyggjum sínum á framfæri við ábyrgðaraðila húseignarinnar, eða fasteignir ríkissjóðs, eða núna í febrúar, þegar maður í hjólastól festist í lyftunni utandyra, en Edda Heiðrún vísar einmitt til þess atviks í bréfi sínu. Þá var úrbóta krafist og því fylgt eftir að hálfu undirritaðrar.“ „Það er ljóst að ekki verður unað við þetta ótrygga ástand lengur og á fundi þjóðleikhússtjóra og framkvæmdastjóra leikhússins með verkefnisstjóra fasteigna ríkissjóðs í gær, var staðfest og fullyrt að úrbætur yrðu settar í afgerandi forgang hjá embættinu.“ Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðanÞað leiða atvik átti sér stað á frumsýningu á Karitas, að Edda Heiðrún Backman festist í lyftu sem, ætlað er að flytja hjólastóla frá inngangi og upp á gestasvæði Þjóðleikhússins. Ég harma þetta atvik og tel afleitt að sá búnaður sem hreyfihamlaðir einstaklingar verða að reiða sig á í Þjóðleikhúsinu, geti ekki staðið undir væntingum.Þegar undirrituð tók við starfi þjóðleikhússtjóra fyrir rétt tæpum tíu árum, lá fyrir að leikhúsið þarfnaðist viðamikilla og gagngerra viðgerða og endurbóta, utan húss sem innan. En auk þess að bjarga húsinu frá frekara niðurbroti og rakaskemmdum, var algert forgangsmál að tryggja aðgengi fatlaðra.Stjórnvöld brugðust við ákallinu og fjármagn var sett í umfangsmiklar framkvæmdir utanhúss, auk þess sem viðhaldsmálum leikhússins til frambúðar og úrbótum innan húss, var komið til fagaðila, eða Fasteigna ríkissjóðs, sem er nú ábyrgðaraðili húseignarinnar.Bestu lausna var leitað til að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að leiksýningum í Þjóðleikhúsinu. Þess ber þó að geta að í hönnun hússins er ekki tekið tilliti til aðgengis fatlaðra, ekki frekar en öðrum húsum frá sama tíma og lausnirnar því alltaf að einhverju marki málamiðlun út frá aðstæðum, eins og forsvarsmönnum leikhússins var kynnt að hálfu þeirra sérfræðinga sem sáu um að velja búnaðinn.Það er vissulega álitamál hvernig til hefur tekist en þeim búnaði sem sérfræðingar töldu bestan og tryggastan var komið upp á árunum 2007 til 2009, en það eru fjórar mismunandi lyftur í aðalbyggingunni, rampur við starfsmanna-inngang og lyfta við Kassann á Lindargötu 7.Þjóðleikhúsið hefur á umliðnum árum tekið á móti fjölda gesta í hjólastólum og búnaðurinn verið tekinn reglulega út, síðast núna í byrjun september, en þá var hann vottaður til árs eða til haustsins 2015. Helgina áður en Edda Heiðrún festist í lyftunni fóru fjórir gestir í hjólastólum upp og niður með þessari sömu lyftu án vandræða. En þó búnaðurinn hafi að mestu virkað vel, er satt og víst að á því eru alvarlegar undantekningar, eins og bréf Eddu Heiðrúnar ber með sér. Tækni og búnaður getur alltaf bilað, en það er sérstaklega sárt þegar fatlaðir leikhúsgestir þurfi að verða fyrir töfum og jafnvel missa af leiksýningu vegna tæknibilana. Leita verður allra leiða til að tryggja örugga aðkomu og aðgengi hreyfihamlaðra að Þjóðleikhúsinu, það er ekki spurning og það er svo sannarlega vilji yfirstjórnar Þjóðleikhússins.Þjóðleikhúsið hefur fyrr á þessu ári komið áhyggjum sínum á framfæri við ábyrgðaraðila húseignarinnar, eða fasteignir ríkissjóðs, eða núna í febrúar, þegar maður í hjólastól festist í lyftunni utandyra, en Edda Heiðrún vísar einmitt til þess atviks í bréfi sínu. Þá var úrbóta krafist og því fylgt eftir að hálfu undirritaðrar. Til að fylgja málinu frekar eftir lét, Þjóðleikhúsið gera óháða úttekt á aðgengi að húsnæði Þjóðleikhússins nú í vor, auk þess sem málið var tekið upp á fundi með fulltrúum mennta og menningarmálaráðuneytisins.Það er ljóst að ekki verður unað við þetta ótrygga ástand lengur og á fundi þjóðleikhússtjóra og framkvæmdastjóra leikhússins með verkefnisstjóra fasteigna ríkissjóðs í gær, var staðfest og fullyrt að úrbætur yrðu settar í afgerandi forgang hjá embættinu.
Tengdar fréttir Fatlaðir leikhúsgestir setið fastir utandyra Edda Heiðrún Backman leikkona segir aðgengi í Þjóðleikhúsinu fyrir þá sem nota hjólastól óviðunandi. 28. október 2014 21:01 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Fatlaðir leikhúsgestir setið fastir utandyra Edda Heiðrún Backman leikkona segir aðgengi í Þjóðleikhúsinu fyrir þá sem nota hjólastól óviðunandi. 28. október 2014 21:01