Telur lögreglu skaðabótaskylda vegna skýrslu um Búsáhaldabyltinguna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 29. október 2014 20:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er skaðabótaskyld vegna meðferðar sinnar á viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga í tengslum við skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Þá þarf ríkissaksóknari að skoða hvort ástæða sé til ákæra þá aðila sem bera ábyrgð á skýrslunni. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður. Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar um mótmælendur og lögreglumenn í Búsáhaldabyltingunni. Þar koma fram upplýsingar líkt og nöfn, kennitölur, heimilisföng og í sumum tilvikum stjórnmálaskoðanir einstaklinga sem tóku þátt í mótmælunum. Lögreglan hefur sagt að um mistök sé að ræða og þessar upplýsingar hafi ekki átt að koma fram í þeirri útgáfu skýrslunnar sem send var fjölmiðlum. En hefur lögreglan heimild til þess að taka saman upplýsingar með þessum hætti? „Að sjálfsögðu hefur lögreglan enga heimild til að búa til svona gagnagrunn um menn eins og þarna er gert. Enda hefur lögreglan ekki fengið leyfi persónuverndar til þess að búa til svona gagnagrunn. Það eru auðvitað stóru mistökin að leyfa það, og auðvitað átti lögreglustjórinn að brenna þessa skýrslu þegar að hann sá hana,“ segir Ragnar. Hann segir að skýrslan sé full af rangfærslum. Þá sé hún sjálfhælin og aldrei vikið að því sem lögreglan hefði mátt gera betur. „Þannig að skýrsla þessi hefur enga þýðingu, annað en að vera löglaust plagg sem að vegur að æru manna og er í andstöðu við lög um persónuvernd,“ segir Ragnar. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að einstaklingar sem nafngreindir eru í skýrslunni, hafi hug á að leita réttar síns vegna málsins og koma til með að fara fram á skaðabætur frá lögreglunni. Ragnar telur ljóst að lögreglan hafi brotið gegn þessum einstaklingum, fyrst með því að safna upplýsingunum og síðan með dreifingunni. „Það kæmi mér ekki á óvart þó að ríkissaksóknari teldi sér skylt að hefjast handa um að rannsaka þetta mál, ekki síst dreifingu skýrslunnar með nöfnum. Í framhaldi af því að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að ákæra einhverja þá sem bera ábyrgð á skýrslunni,“ segir Ragnar. Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er skaðabótaskyld vegna meðferðar sinnar á viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga í tengslum við skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Þá þarf ríkissaksóknari að skoða hvort ástæða sé til ákæra þá aðila sem bera ábyrgð á skýrslunni. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður. Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar um mótmælendur og lögreglumenn í Búsáhaldabyltingunni. Þar koma fram upplýsingar líkt og nöfn, kennitölur, heimilisföng og í sumum tilvikum stjórnmálaskoðanir einstaklinga sem tóku þátt í mótmælunum. Lögreglan hefur sagt að um mistök sé að ræða og þessar upplýsingar hafi ekki átt að koma fram í þeirri útgáfu skýrslunnar sem send var fjölmiðlum. En hefur lögreglan heimild til þess að taka saman upplýsingar með þessum hætti? „Að sjálfsögðu hefur lögreglan enga heimild til að búa til svona gagnagrunn um menn eins og þarna er gert. Enda hefur lögreglan ekki fengið leyfi persónuverndar til þess að búa til svona gagnagrunn. Það eru auðvitað stóru mistökin að leyfa það, og auðvitað átti lögreglustjórinn að brenna þessa skýrslu þegar að hann sá hana,“ segir Ragnar. Hann segir að skýrslan sé full af rangfærslum. Þá sé hún sjálfhælin og aldrei vikið að því sem lögreglan hefði mátt gera betur. „Þannig að skýrsla þessi hefur enga þýðingu, annað en að vera löglaust plagg sem að vegur að æru manna og er í andstöðu við lög um persónuvernd,“ segir Ragnar. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að einstaklingar sem nafngreindir eru í skýrslunni, hafi hug á að leita réttar síns vegna málsins og koma til með að fara fram á skaðabætur frá lögreglunni. Ragnar telur ljóst að lögreglan hafi brotið gegn þessum einstaklingum, fyrst með því að safna upplýsingunum og síðan með dreifingunni. „Það kæmi mér ekki á óvart þó að ríkissaksóknari teldi sér skylt að hefjast handa um að rannsaka þetta mál, ekki síst dreifingu skýrslunnar með nöfnum. Í framhaldi af því að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að ákæra einhverja þá sem bera ábyrgð á skýrslunni,“ segir Ragnar.
Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira