Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2014 12:58 Frá slysstað í apríl í fyrra. Mynd/Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. Afleiðingarnar voru þær að ökumaður fólksbifreiðarinnar, sautján ára gömul stúlka, lést. Auk þess var jeppanum ekið á 94-101 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið, sem birt var á vef nefndarinnar í dag, kemur fram að áfengismagn í blóði ökumanns jeppans hafi verið 2,7 prómill. „Einstaklingur undir svo miklum áfengisáhrifum er rænulítill og hefur skerta stjórn á hreyfingum auk annarra þátta sem skerða ökuhæfni. Líkur á að missa meðvitund sökum ölvunar eru talsverðar í þessu ástandi.“ Ökumaður jeppans, kona á fimmtugsaldri, var dæmd í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands í desember síðastliðnum. Játaði konan brot sitt afdráttarlaust. Í dómnum sagði að konan hefði sýnt af sér stórfellt og vítavert gáleysi með akstri sínum og valdið dauða og verulega eignatjóni. Mikill stærðar- og þyngdarmunur var á bílunum tveimur. BMW-jeppinn var 2020 kg að þyngd en Yaris-bíllinn 935 kg. Þá er jeppinn mun hærri en Yaris-inn. „Sökum þessara tveggja þátta varð höggið þyngra og óhagstæðara fyrir minni bifreiðina og mikil aflögun varð inni í ökumannsrými hennar,“ segir í skýrslunni. Þá benda hraðaútreikningar til þess að Yarisinn hafi verið á 70-80 km/klst hraða en BMW-jeppinn á 94-101 km/klst hraða þegar slysið átti sér stað. Báðir ökumenn voru spenntir í öryggisbelti og loftpúðar í stýrinu blésu út.Skýrsluna í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Faðir Lovísu ósáttur: "Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður“ Segir málatilbúnaðinn í héraðsdómi til háborinnar skammar. 12. desember 2013 13:59 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28 Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem lést í bílslysi á Akrafjallsvegi norðan við Hvalfjarðargöngin í fyrrinótt hét Lovísa Hrund Svavarsdóttir. Hún var sautján ára gömul. 7. apríl 2013 14:59 Farið fram á 12 til 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi Í dag var þingfesting í Héraðsdómi Vesturlands í máli gegn konu sem ók ölvuð á bifreið þar sem 17 ára stúlka var ökumaður, með þeim afleiðingum að stúlkan lést. 11. desember 2013 19:22 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. Afleiðingarnar voru þær að ökumaður fólksbifreiðarinnar, sautján ára gömul stúlka, lést. Auk þess var jeppanum ekið á 94-101 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið, sem birt var á vef nefndarinnar í dag, kemur fram að áfengismagn í blóði ökumanns jeppans hafi verið 2,7 prómill. „Einstaklingur undir svo miklum áfengisáhrifum er rænulítill og hefur skerta stjórn á hreyfingum auk annarra þátta sem skerða ökuhæfni. Líkur á að missa meðvitund sökum ölvunar eru talsverðar í þessu ástandi.“ Ökumaður jeppans, kona á fimmtugsaldri, var dæmd í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands í desember síðastliðnum. Játaði konan brot sitt afdráttarlaust. Í dómnum sagði að konan hefði sýnt af sér stórfellt og vítavert gáleysi með akstri sínum og valdið dauða og verulega eignatjóni. Mikill stærðar- og þyngdarmunur var á bílunum tveimur. BMW-jeppinn var 2020 kg að þyngd en Yaris-bíllinn 935 kg. Þá er jeppinn mun hærri en Yaris-inn. „Sökum þessara tveggja þátta varð höggið þyngra og óhagstæðara fyrir minni bifreiðina og mikil aflögun varð inni í ökumannsrými hennar,“ segir í skýrslunni. Þá benda hraðaútreikningar til þess að Yarisinn hafi verið á 70-80 km/klst hraða en BMW-jeppinn á 94-101 km/klst hraða þegar slysið átti sér stað. Báðir ökumenn voru spenntir í öryggisbelti og loftpúðar í stýrinu blésu út.Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Faðir Lovísu ósáttur: "Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður“ Segir málatilbúnaðinn í héraðsdómi til háborinnar skammar. 12. desember 2013 13:59 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28 Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem lést í bílslysi á Akrafjallsvegi norðan við Hvalfjarðargöngin í fyrrinótt hét Lovísa Hrund Svavarsdóttir. Hún var sautján ára gömul. 7. apríl 2013 14:59 Farið fram á 12 til 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi Í dag var þingfesting í Héraðsdómi Vesturlands í máli gegn konu sem ók ölvuð á bifreið þar sem 17 ára stúlka var ökumaður, með þeim afleiðingum að stúlkan lést. 11. desember 2013 19:22 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Faðir Lovísu ósáttur: "Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður“ Segir málatilbúnaðinn í héraðsdómi til háborinnar skammar. 12. desember 2013 13:59
12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28
Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem lést í bílslysi á Akrafjallsvegi norðan við Hvalfjarðargöngin í fyrrinótt hét Lovísa Hrund Svavarsdóttir. Hún var sautján ára gömul. 7. apríl 2013 14:59
Farið fram á 12 til 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi Í dag var þingfesting í Héraðsdómi Vesturlands í máli gegn konu sem ók ölvuð á bifreið þar sem 17 ára stúlka var ökumaður, með þeim afleiðingum að stúlkan lést. 11. desember 2013 19:22