Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2014 12:58 Frá slysstað í apríl í fyrra. Mynd/Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. Afleiðingarnar voru þær að ökumaður fólksbifreiðarinnar, sautján ára gömul stúlka, lést. Auk þess var jeppanum ekið á 94-101 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið, sem birt var á vef nefndarinnar í dag, kemur fram að áfengismagn í blóði ökumanns jeppans hafi verið 2,7 prómill. „Einstaklingur undir svo miklum áfengisáhrifum er rænulítill og hefur skerta stjórn á hreyfingum auk annarra þátta sem skerða ökuhæfni. Líkur á að missa meðvitund sökum ölvunar eru talsverðar í þessu ástandi.“ Ökumaður jeppans, kona á fimmtugsaldri, var dæmd í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands í desember síðastliðnum. Játaði konan brot sitt afdráttarlaust. Í dómnum sagði að konan hefði sýnt af sér stórfellt og vítavert gáleysi með akstri sínum og valdið dauða og verulega eignatjóni. Mikill stærðar- og þyngdarmunur var á bílunum tveimur. BMW-jeppinn var 2020 kg að þyngd en Yaris-bíllinn 935 kg. Þá er jeppinn mun hærri en Yaris-inn. „Sökum þessara tveggja þátta varð höggið þyngra og óhagstæðara fyrir minni bifreiðina og mikil aflögun varð inni í ökumannsrými hennar,“ segir í skýrslunni. Þá benda hraðaútreikningar til þess að Yarisinn hafi verið á 70-80 km/klst hraða en BMW-jeppinn á 94-101 km/klst hraða þegar slysið átti sér stað. Báðir ökumenn voru spenntir í öryggisbelti og loftpúðar í stýrinu blésu út.Skýrsluna í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Faðir Lovísu ósáttur: "Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður“ Segir málatilbúnaðinn í héraðsdómi til háborinnar skammar. 12. desember 2013 13:59 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28 Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem lést í bílslysi á Akrafjallsvegi norðan við Hvalfjarðargöngin í fyrrinótt hét Lovísa Hrund Svavarsdóttir. Hún var sautján ára gömul. 7. apríl 2013 14:59 Farið fram á 12 til 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi Í dag var þingfesting í Héraðsdómi Vesturlands í máli gegn konu sem ók ölvuð á bifreið þar sem 17 ára stúlka var ökumaður, með þeim afleiðingum að stúlkan lést. 11. desember 2013 19:22 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. Afleiðingarnar voru þær að ökumaður fólksbifreiðarinnar, sautján ára gömul stúlka, lést. Auk þess var jeppanum ekið á 94-101 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið, sem birt var á vef nefndarinnar í dag, kemur fram að áfengismagn í blóði ökumanns jeppans hafi verið 2,7 prómill. „Einstaklingur undir svo miklum áfengisáhrifum er rænulítill og hefur skerta stjórn á hreyfingum auk annarra þátta sem skerða ökuhæfni. Líkur á að missa meðvitund sökum ölvunar eru talsverðar í þessu ástandi.“ Ökumaður jeppans, kona á fimmtugsaldri, var dæmd í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands í desember síðastliðnum. Játaði konan brot sitt afdráttarlaust. Í dómnum sagði að konan hefði sýnt af sér stórfellt og vítavert gáleysi með akstri sínum og valdið dauða og verulega eignatjóni. Mikill stærðar- og þyngdarmunur var á bílunum tveimur. BMW-jeppinn var 2020 kg að þyngd en Yaris-bíllinn 935 kg. Þá er jeppinn mun hærri en Yaris-inn. „Sökum þessara tveggja þátta varð höggið þyngra og óhagstæðara fyrir minni bifreiðina og mikil aflögun varð inni í ökumannsrými hennar,“ segir í skýrslunni. Þá benda hraðaútreikningar til þess að Yarisinn hafi verið á 70-80 km/klst hraða en BMW-jeppinn á 94-101 km/klst hraða þegar slysið átti sér stað. Báðir ökumenn voru spenntir í öryggisbelti og loftpúðar í stýrinu blésu út.Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Faðir Lovísu ósáttur: "Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður“ Segir málatilbúnaðinn í héraðsdómi til háborinnar skammar. 12. desember 2013 13:59 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28 Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem lést í bílslysi á Akrafjallsvegi norðan við Hvalfjarðargöngin í fyrrinótt hét Lovísa Hrund Svavarsdóttir. Hún var sautján ára gömul. 7. apríl 2013 14:59 Farið fram á 12 til 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi Í dag var þingfesting í Héraðsdómi Vesturlands í máli gegn konu sem ók ölvuð á bifreið þar sem 17 ára stúlka var ökumaður, með þeim afleiðingum að stúlkan lést. 11. desember 2013 19:22 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Faðir Lovísu ósáttur: "Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður“ Segir málatilbúnaðinn í héraðsdómi til háborinnar skammar. 12. desember 2013 13:59
12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28
Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem lést í bílslysi á Akrafjallsvegi norðan við Hvalfjarðargöngin í fyrrinótt hét Lovísa Hrund Svavarsdóttir. Hún var sautján ára gömul. 7. apríl 2013 14:59
Farið fram á 12 til 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi Í dag var þingfesting í Héraðsdómi Vesturlands í máli gegn konu sem ók ölvuð á bifreið þar sem 17 ára stúlka var ökumaður, með þeim afleiðingum að stúlkan lést. 11. desember 2013 19:22