Formaður SÁÁ: Athugasemdir og aðdróttarnir Guðrúnar Ebbu gengu of langt Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. október 2014 14:13 Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Arnþór Jónsson. „Svona mál hafa auðvitað komið upp áður, það er að segja að fólk gagnrýni sjúkrahúsið Vog eða segi sögur af starfinu sem þar er unnið. Mjög erfitt getur verið fyrir heilbrigðisstarfsfólk SÁÁ að bregðast við fjölmiðaumfjöllun af þessu tagi eða kveða niður flökkusögur sem fólk út í bæ er að búa til og dreifa með aðstoð fjölmiðla. Hins vegar er brugðist við innanhúss ef kemur fram gagnrýni sem er réttmæt og sannleika samkvæmt,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ í samtali við Vísi.Guðrún Ebba Ólafsdóttir, er ein af forsvarskonum Rótarinnar, en hún sagði í fréttum RÚV í gær að Vogur henti ekki börnum og unglingum í fíknivanda. „Athugasemdir og aðdróttarnir Guðrúnar Ebbu gengu of langt. Við hjá SÁÁ höfum heyrt hana í spjallþáttum á RÚV og lesið viðtöl við hana á ýmsum fjölmiðlum þar sem hún talar eins og skipulagt vændi sé stundað á Vogi. Það er náttúrulega út úr öllu korti og brot á reglum sem RÚV hefur sjálft sett sér um að flytja skuli efni af sanngirni og óhlutdrægni, þegar svona hroða er dreift um allar koppagrundir með aðstoð ríkisfjölmiðils án nokkurs fyrirvara. Ég ætlast til þess að fréttastjóri RÚV útskýri hvernig svona vinnubrögð samrýmast reglum stofnunarinnar,“ segir Arnþór jafnframt. „Skilaboðin eru að fara inn á Vog, þá ertu með fíknisjúkdóm eða alkóhólisma sem þú munt hugsanlega aldrei læknast af og þarft auðvitað að lifa með. Og sjá einhvern veginn fram á það að þurfa að koma þarna 30 eða 40 sinnum í viðbót. Þarna eru allt of mörg dæmi um óharnaða unglinga sem hittir fólk sem er í harðari neyslu heldur en þau. Auk þess sem við erum auðvitað búin að heyra dæmi þess að þarna eru menn sem notfæra sér ungar stúlkur og drengi líka, í vafasömum tilgangi,“ sagði Guðrún Ebba meðal annars í gær. Ekki náðist í Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
„Svona mál hafa auðvitað komið upp áður, það er að segja að fólk gagnrýni sjúkrahúsið Vog eða segi sögur af starfinu sem þar er unnið. Mjög erfitt getur verið fyrir heilbrigðisstarfsfólk SÁÁ að bregðast við fjölmiðaumfjöllun af þessu tagi eða kveða niður flökkusögur sem fólk út í bæ er að búa til og dreifa með aðstoð fjölmiðla. Hins vegar er brugðist við innanhúss ef kemur fram gagnrýni sem er réttmæt og sannleika samkvæmt,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ í samtali við Vísi.Guðrún Ebba Ólafsdóttir, er ein af forsvarskonum Rótarinnar, en hún sagði í fréttum RÚV í gær að Vogur henti ekki börnum og unglingum í fíknivanda. „Athugasemdir og aðdróttarnir Guðrúnar Ebbu gengu of langt. Við hjá SÁÁ höfum heyrt hana í spjallþáttum á RÚV og lesið viðtöl við hana á ýmsum fjölmiðlum þar sem hún talar eins og skipulagt vændi sé stundað á Vogi. Það er náttúrulega út úr öllu korti og brot á reglum sem RÚV hefur sjálft sett sér um að flytja skuli efni af sanngirni og óhlutdrægni, þegar svona hroða er dreift um allar koppagrundir með aðstoð ríkisfjölmiðils án nokkurs fyrirvara. Ég ætlast til þess að fréttastjóri RÚV útskýri hvernig svona vinnubrögð samrýmast reglum stofnunarinnar,“ segir Arnþór jafnframt. „Skilaboðin eru að fara inn á Vog, þá ertu með fíknisjúkdóm eða alkóhólisma sem þú munt hugsanlega aldrei læknast af og þarft auðvitað að lifa með. Og sjá einhvern veginn fram á það að þurfa að koma þarna 30 eða 40 sinnum í viðbót. Þarna eru allt of mörg dæmi um óharnaða unglinga sem hittir fólk sem er í harðari neyslu heldur en þau. Auk þess sem við erum auðvitað búin að heyra dæmi þess að þarna eru menn sem notfæra sér ungar stúlkur og drengi líka, í vafasömum tilgangi,“ sagði Guðrún Ebba meðal annars í gær. Ekki náðist í Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira