Formaður SÁÁ: Athugasemdir og aðdróttarnir Guðrúnar Ebbu gengu of langt Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. október 2014 14:13 Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Arnþór Jónsson. „Svona mál hafa auðvitað komið upp áður, það er að segja að fólk gagnrýni sjúkrahúsið Vog eða segi sögur af starfinu sem þar er unnið. Mjög erfitt getur verið fyrir heilbrigðisstarfsfólk SÁÁ að bregðast við fjölmiðaumfjöllun af þessu tagi eða kveða niður flökkusögur sem fólk út í bæ er að búa til og dreifa með aðstoð fjölmiðla. Hins vegar er brugðist við innanhúss ef kemur fram gagnrýni sem er réttmæt og sannleika samkvæmt,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ í samtali við Vísi.Guðrún Ebba Ólafsdóttir, er ein af forsvarskonum Rótarinnar, en hún sagði í fréttum RÚV í gær að Vogur henti ekki börnum og unglingum í fíknivanda. „Athugasemdir og aðdróttarnir Guðrúnar Ebbu gengu of langt. Við hjá SÁÁ höfum heyrt hana í spjallþáttum á RÚV og lesið viðtöl við hana á ýmsum fjölmiðlum þar sem hún talar eins og skipulagt vændi sé stundað á Vogi. Það er náttúrulega út úr öllu korti og brot á reglum sem RÚV hefur sjálft sett sér um að flytja skuli efni af sanngirni og óhlutdrægni, þegar svona hroða er dreift um allar koppagrundir með aðstoð ríkisfjölmiðils án nokkurs fyrirvara. Ég ætlast til þess að fréttastjóri RÚV útskýri hvernig svona vinnubrögð samrýmast reglum stofnunarinnar,“ segir Arnþór jafnframt. „Skilaboðin eru að fara inn á Vog, þá ertu með fíknisjúkdóm eða alkóhólisma sem þú munt hugsanlega aldrei læknast af og þarft auðvitað að lifa með. Og sjá einhvern veginn fram á það að þurfa að koma þarna 30 eða 40 sinnum í viðbót. Þarna eru allt of mörg dæmi um óharnaða unglinga sem hittir fólk sem er í harðari neyslu heldur en þau. Auk þess sem við erum auðvitað búin að heyra dæmi þess að þarna eru menn sem notfæra sér ungar stúlkur og drengi líka, í vafasömum tilgangi,“ sagði Guðrún Ebba meðal annars í gær. Ekki náðist í Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
„Svona mál hafa auðvitað komið upp áður, það er að segja að fólk gagnrýni sjúkrahúsið Vog eða segi sögur af starfinu sem þar er unnið. Mjög erfitt getur verið fyrir heilbrigðisstarfsfólk SÁÁ að bregðast við fjölmiðaumfjöllun af þessu tagi eða kveða niður flökkusögur sem fólk út í bæ er að búa til og dreifa með aðstoð fjölmiðla. Hins vegar er brugðist við innanhúss ef kemur fram gagnrýni sem er réttmæt og sannleika samkvæmt,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ í samtali við Vísi.Guðrún Ebba Ólafsdóttir, er ein af forsvarskonum Rótarinnar, en hún sagði í fréttum RÚV í gær að Vogur henti ekki börnum og unglingum í fíknivanda. „Athugasemdir og aðdróttarnir Guðrúnar Ebbu gengu of langt. Við hjá SÁÁ höfum heyrt hana í spjallþáttum á RÚV og lesið viðtöl við hana á ýmsum fjölmiðlum þar sem hún talar eins og skipulagt vændi sé stundað á Vogi. Það er náttúrulega út úr öllu korti og brot á reglum sem RÚV hefur sjálft sett sér um að flytja skuli efni af sanngirni og óhlutdrægni, þegar svona hroða er dreift um allar koppagrundir með aðstoð ríkisfjölmiðils án nokkurs fyrirvara. Ég ætlast til þess að fréttastjóri RÚV útskýri hvernig svona vinnubrögð samrýmast reglum stofnunarinnar,“ segir Arnþór jafnframt. „Skilaboðin eru að fara inn á Vog, þá ertu með fíknisjúkdóm eða alkóhólisma sem þú munt hugsanlega aldrei læknast af og þarft auðvitað að lifa með. Og sjá einhvern veginn fram á það að þurfa að koma þarna 30 eða 40 sinnum í viðbót. Þarna eru allt of mörg dæmi um óharnaða unglinga sem hittir fólk sem er í harðari neyslu heldur en þau. Auk þess sem við erum auðvitað búin að heyra dæmi þess að þarna eru menn sem notfæra sér ungar stúlkur og drengi líka, í vafasömum tilgangi,“ sagði Guðrún Ebba meðal annars í gær. Ekki náðist í Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira