Formaður SÁÁ: Athugasemdir og aðdróttarnir Guðrúnar Ebbu gengu of langt Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. október 2014 14:13 Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Arnþór Jónsson. „Svona mál hafa auðvitað komið upp áður, það er að segja að fólk gagnrýni sjúkrahúsið Vog eða segi sögur af starfinu sem þar er unnið. Mjög erfitt getur verið fyrir heilbrigðisstarfsfólk SÁÁ að bregðast við fjölmiðaumfjöllun af þessu tagi eða kveða niður flökkusögur sem fólk út í bæ er að búa til og dreifa með aðstoð fjölmiðla. Hins vegar er brugðist við innanhúss ef kemur fram gagnrýni sem er réttmæt og sannleika samkvæmt,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ í samtali við Vísi.Guðrún Ebba Ólafsdóttir, er ein af forsvarskonum Rótarinnar, en hún sagði í fréttum RÚV í gær að Vogur henti ekki börnum og unglingum í fíknivanda. „Athugasemdir og aðdróttarnir Guðrúnar Ebbu gengu of langt. Við hjá SÁÁ höfum heyrt hana í spjallþáttum á RÚV og lesið viðtöl við hana á ýmsum fjölmiðlum þar sem hún talar eins og skipulagt vændi sé stundað á Vogi. Það er náttúrulega út úr öllu korti og brot á reglum sem RÚV hefur sjálft sett sér um að flytja skuli efni af sanngirni og óhlutdrægni, þegar svona hroða er dreift um allar koppagrundir með aðstoð ríkisfjölmiðils án nokkurs fyrirvara. Ég ætlast til þess að fréttastjóri RÚV útskýri hvernig svona vinnubrögð samrýmast reglum stofnunarinnar,“ segir Arnþór jafnframt. „Skilaboðin eru að fara inn á Vog, þá ertu með fíknisjúkdóm eða alkóhólisma sem þú munt hugsanlega aldrei læknast af og þarft auðvitað að lifa með. Og sjá einhvern veginn fram á það að þurfa að koma þarna 30 eða 40 sinnum í viðbót. Þarna eru allt of mörg dæmi um óharnaða unglinga sem hittir fólk sem er í harðari neyslu heldur en þau. Auk þess sem við erum auðvitað búin að heyra dæmi þess að þarna eru menn sem notfæra sér ungar stúlkur og drengi líka, í vafasömum tilgangi,“ sagði Guðrún Ebba meðal annars í gær. Ekki náðist í Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Svona mál hafa auðvitað komið upp áður, það er að segja að fólk gagnrýni sjúkrahúsið Vog eða segi sögur af starfinu sem þar er unnið. Mjög erfitt getur verið fyrir heilbrigðisstarfsfólk SÁÁ að bregðast við fjölmiðaumfjöllun af þessu tagi eða kveða niður flökkusögur sem fólk út í bæ er að búa til og dreifa með aðstoð fjölmiðla. Hins vegar er brugðist við innanhúss ef kemur fram gagnrýni sem er réttmæt og sannleika samkvæmt,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ í samtali við Vísi.Guðrún Ebba Ólafsdóttir, er ein af forsvarskonum Rótarinnar, en hún sagði í fréttum RÚV í gær að Vogur henti ekki börnum og unglingum í fíknivanda. „Athugasemdir og aðdróttarnir Guðrúnar Ebbu gengu of langt. Við hjá SÁÁ höfum heyrt hana í spjallþáttum á RÚV og lesið viðtöl við hana á ýmsum fjölmiðlum þar sem hún talar eins og skipulagt vændi sé stundað á Vogi. Það er náttúrulega út úr öllu korti og brot á reglum sem RÚV hefur sjálft sett sér um að flytja skuli efni af sanngirni og óhlutdrægni, þegar svona hroða er dreift um allar koppagrundir með aðstoð ríkisfjölmiðils án nokkurs fyrirvara. Ég ætlast til þess að fréttastjóri RÚV útskýri hvernig svona vinnubrögð samrýmast reglum stofnunarinnar,“ segir Arnþór jafnframt. „Skilaboðin eru að fara inn á Vog, þá ertu með fíknisjúkdóm eða alkóhólisma sem þú munt hugsanlega aldrei læknast af og þarft auðvitað að lifa með. Og sjá einhvern veginn fram á það að þurfa að koma þarna 30 eða 40 sinnum í viðbót. Þarna eru allt of mörg dæmi um óharnaða unglinga sem hittir fólk sem er í harðari neyslu heldur en þau. Auk þess sem við erum auðvitað búin að heyra dæmi þess að þarna eru menn sem notfæra sér ungar stúlkur og drengi líka, í vafasömum tilgangi,“ sagði Guðrún Ebba meðal annars í gær. Ekki náðist í Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira