Formaður SÁÁ: Athugasemdir og aðdróttarnir Guðrúnar Ebbu gengu of langt Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. október 2014 14:13 Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Arnþór Jónsson. „Svona mál hafa auðvitað komið upp áður, það er að segja að fólk gagnrýni sjúkrahúsið Vog eða segi sögur af starfinu sem þar er unnið. Mjög erfitt getur verið fyrir heilbrigðisstarfsfólk SÁÁ að bregðast við fjölmiðaumfjöllun af þessu tagi eða kveða niður flökkusögur sem fólk út í bæ er að búa til og dreifa með aðstoð fjölmiðla. Hins vegar er brugðist við innanhúss ef kemur fram gagnrýni sem er réttmæt og sannleika samkvæmt,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ í samtali við Vísi.Guðrún Ebba Ólafsdóttir, er ein af forsvarskonum Rótarinnar, en hún sagði í fréttum RÚV í gær að Vogur henti ekki börnum og unglingum í fíknivanda. „Athugasemdir og aðdróttarnir Guðrúnar Ebbu gengu of langt. Við hjá SÁÁ höfum heyrt hana í spjallþáttum á RÚV og lesið viðtöl við hana á ýmsum fjölmiðlum þar sem hún talar eins og skipulagt vændi sé stundað á Vogi. Það er náttúrulega út úr öllu korti og brot á reglum sem RÚV hefur sjálft sett sér um að flytja skuli efni af sanngirni og óhlutdrægni, þegar svona hroða er dreift um allar koppagrundir með aðstoð ríkisfjölmiðils án nokkurs fyrirvara. Ég ætlast til þess að fréttastjóri RÚV útskýri hvernig svona vinnubrögð samrýmast reglum stofnunarinnar,“ segir Arnþór jafnframt. „Skilaboðin eru að fara inn á Vog, þá ertu með fíknisjúkdóm eða alkóhólisma sem þú munt hugsanlega aldrei læknast af og þarft auðvitað að lifa með. Og sjá einhvern veginn fram á það að þurfa að koma þarna 30 eða 40 sinnum í viðbót. Þarna eru allt of mörg dæmi um óharnaða unglinga sem hittir fólk sem er í harðari neyslu heldur en þau. Auk þess sem við erum auðvitað búin að heyra dæmi þess að þarna eru menn sem notfæra sér ungar stúlkur og drengi líka, í vafasömum tilgangi,“ sagði Guðrún Ebba meðal annars í gær. Ekki náðist í Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Svona mál hafa auðvitað komið upp áður, það er að segja að fólk gagnrýni sjúkrahúsið Vog eða segi sögur af starfinu sem þar er unnið. Mjög erfitt getur verið fyrir heilbrigðisstarfsfólk SÁÁ að bregðast við fjölmiðaumfjöllun af þessu tagi eða kveða niður flökkusögur sem fólk út í bæ er að búa til og dreifa með aðstoð fjölmiðla. Hins vegar er brugðist við innanhúss ef kemur fram gagnrýni sem er réttmæt og sannleika samkvæmt,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ í samtali við Vísi.Guðrún Ebba Ólafsdóttir, er ein af forsvarskonum Rótarinnar, en hún sagði í fréttum RÚV í gær að Vogur henti ekki börnum og unglingum í fíknivanda. „Athugasemdir og aðdróttarnir Guðrúnar Ebbu gengu of langt. Við hjá SÁÁ höfum heyrt hana í spjallþáttum á RÚV og lesið viðtöl við hana á ýmsum fjölmiðlum þar sem hún talar eins og skipulagt vændi sé stundað á Vogi. Það er náttúrulega út úr öllu korti og brot á reglum sem RÚV hefur sjálft sett sér um að flytja skuli efni af sanngirni og óhlutdrægni, þegar svona hroða er dreift um allar koppagrundir með aðstoð ríkisfjölmiðils án nokkurs fyrirvara. Ég ætlast til þess að fréttastjóri RÚV útskýri hvernig svona vinnubrögð samrýmast reglum stofnunarinnar,“ segir Arnþór jafnframt. „Skilaboðin eru að fara inn á Vog, þá ertu með fíknisjúkdóm eða alkóhólisma sem þú munt hugsanlega aldrei læknast af og þarft auðvitað að lifa með. Og sjá einhvern veginn fram á það að þurfa að koma þarna 30 eða 40 sinnum í viðbót. Þarna eru allt of mörg dæmi um óharnaða unglinga sem hittir fólk sem er í harðari neyslu heldur en þau. Auk þess sem við erum auðvitað búin að heyra dæmi þess að þarna eru menn sem notfæra sér ungar stúlkur og drengi líka, í vafasömum tilgangi,“ sagði Guðrún Ebba meðal annars í gær. Ekki náðist í Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira