Innlent

Lýsir yfir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli lækna

Atli Ísleifsson skrifar
Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. Vísir/Pjetur
Stjórn hjúkrunarráðs Sjúkrahússins á Akureyri lýsir yfir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli lækna.

Í tilkynningu frá stjórninni segir að ljóst sé að starfsemi heilbrigðisstofnana muni raskast  og aukið álag verða á aðra starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar. „Biðlistar munu lengjast og þjónustan versna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir heilsu skjólstæðinga okkar.“

Stjórn hjúkrunarráðs segir að þar sem skortur á hjúkrunarfræðingum og læknum hafi blasað við innan heilbrigðiskerfisins og betri starfsaðstæður ekki vera í sjónmáli voni stjórnin að stjórnvöld sjái sér sem fyrst hag í því að koma til móts við kröfur um bætt kjör og starfsaðstæður lækna. „Þannig er hægt að renna styrkari stoðum undir heilbrigðiskerfið og spyrna við fótum á þeirri niðurleið sem blasað hefur við,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×