Tugir manna við að missa vinnuna hjá Primera Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2014 19:36 Þótt tugir manna séu við það að missa vinnuna hjá Primera Air vegna flutnings fyrirtækisins til útlanda, telja stjórnendur þess að ekki sé um hópuppsögn að ræða. Trúnaðarmaður starfsmanna segir launakjör og réttindi starfsmanna mun lakari í því landi sem starfsemin verður flutt til. Í dag vinna um 65 manns hjá Primera á skrifstofum félagsins í Kópavogi. Við flestum þessara starfsmanna blasir við að missa vinnuna á næstu vikum eða mánuðum, en í ágúst var tilkynnt að starfsemin yrði öll flutt til Riga í Lettlandi.Kristinn Örn Jóhannesson trúnaðarmaður starfsmanna í VR segir Primera fara framhjá lögum um hópuppsagnir en til þess að um hópuppsögn sé að ræða þarf að segja tíu starfsmönnum eða fleiri upp. „Það á að segja öllum upp á einhverjum tíma. Við lítum á það sem hópuppsögn og að framkvæmdin sé með þeim hætti að félagið sé að fara í kring um lögin um hópuppsögn,“ segir Kristinn Örn. Nú þegar sé búið að segja upp níu manns en fyrirtækið stefnir á að vera svo gott sem alfarið flutt til Riga næsta vor og segir Kristinn að þá hafi 40 til 50 manns misst vinnuna. Hver er munurinn á því fyrir fólk að vera hluti af hópuppsögn eða verið sagt upp án þess? „Tilgangur laganna um hópuppsögn er sá að reyna að koma í veg fyrir hópuppsagnir fyrir það fyrsta eða draga úr áhrifum þeirra. Við það myndast skylda hjá fyrirtækinu að setjast niður með starfsmönnum eða fulltrúum þeirra og semja um þessa hluti,“ segir Kristinn Örn. Starfsemi Primera fer að mestu fram í útlöndum en félagið flýgur þó ekki frá Ríga þangað sem flytja á starfsemina. Kristinn veit ekki til þess að starfsfólki hafi verið boðið að flytja með fyrirtækinu til Riga. „Svo veit ég heldur ekki hvort fólk myndi hafa áhuga á því. Laun þar eru helmingi lægri. Stéttarfélagsaðild þar er mjög lítil, aðeins um 14 prósent vinnumarkaðar í stéttarfélögum. Þannig að þetta er mjög ákjósanlegur staður fyrir atvinnurekendur en kannski ekki eins góður fyrir launafólk,“ segir Kristinn Örn.Hrafn Þorgeirsson forstjóri Primera segir að þar sem færri en tíu hafi verið sagt upp telji fyrirtækið ekki um hópuppsögn að ræða. Fyrirtækið sé nýkomið með flugrekstrarleyfi í Lettlandi. „Við erum líka með flugrekstrarleyfi í Danmörku. Raunverulega flutti fyrirtækið árið 2009 til Danmerkur og þetta er bara framhald af því. En við sáum náttúrlega fram á að þegar við erum komnir með flugfélag í Danmörku og Lettlandi að það var bara ekki skynsamlegt að vera með þriðju skrifstofuna á Íslandi. Þetta snýst eiginlega meira um landafræði en nokkuð annað,“ segir Hrafn. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Þótt tugir manna séu við það að missa vinnuna hjá Primera Air vegna flutnings fyrirtækisins til útlanda, telja stjórnendur þess að ekki sé um hópuppsögn að ræða. Trúnaðarmaður starfsmanna segir launakjör og réttindi starfsmanna mun lakari í því landi sem starfsemin verður flutt til. Í dag vinna um 65 manns hjá Primera á skrifstofum félagsins í Kópavogi. Við flestum þessara starfsmanna blasir við að missa vinnuna á næstu vikum eða mánuðum, en í ágúst var tilkynnt að starfsemin yrði öll flutt til Riga í Lettlandi.Kristinn Örn Jóhannesson trúnaðarmaður starfsmanna í VR segir Primera fara framhjá lögum um hópuppsagnir en til þess að um hópuppsögn sé að ræða þarf að segja tíu starfsmönnum eða fleiri upp. „Það á að segja öllum upp á einhverjum tíma. Við lítum á það sem hópuppsögn og að framkvæmdin sé með þeim hætti að félagið sé að fara í kring um lögin um hópuppsögn,“ segir Kristinn Örn. Nú þegar sé búið að segja upp níu manns en fyrirtækið stefnir á að vera svo gott sem alfarið flutt til Riga næsta vor og segir Kristinn að þá hafi 40 til 50 manns misst vinnuna. Hver er munurinn á því fyrir fólk að vera hluti af hópuppsögn eða verið sagt upp án þess? „Tilgangur laganna um hópuppsögn er sá að reyna að koma í veg fyrir hópuppsagnir fyrir það fyrsta eða draga úr áhrifum þeirra. Við það myndast skylda hjá fyrirtækinu að setjast niður með starfsmönnum eða fulltrúum þeirra og semja um þessa hluti,“ segir Kristinn Örn. Starfsemi Primera fer að mestu fram í útlöndum en félagið flýgur þó ekki frá Ríga þangað sem flytja á starfsemina. Kristinn veit ekki til þess að starfsfólki hafi verið boðið að flytja með fyrirtækinu til Riga. „Svo veit ég heldur ekki hvort fólk myndi hafa áhuga á því. Laun þar eru helmingi lægri. Stéttarfélagsaðild þar er mjög lítil, aðeins um 14 prósent vinnumarkaðar í stéttarfélögum. Þannig að þetta er mjög ákjósanlegur staður fyrir atvinnurekendur en kannski ekki eins góður fyrir launafólk,“ segir Kristinn Örn.Hrafn Þorgeirsson forstjóri Primera segir að þar sem færri en tíu hafi verið sagt upp telji fyrirtækið ekki um hópuppsögn að ræða. Fyrirtækið sé nýkomið með flugrekstrarleyfi í Lettlandi. „Við erum líka með flugrekstrarleyfi í Danmörku. Raunverulega flutti fyrirtækið árið 2009 til Danmerkur og þetta er bara framhald af því. En við sáum náttúrlega fram á að þegar við erum komnir með flugfélag í Danmörku og Lettlandi að það var bara ekki skynsamlegt að vera með þriðju skrifstofuna á Íslandi. Þetta snýst eiginlega meira um landafræði en nokkuð annað,“ segir Hrafn.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira