Innlent

Myndir vikunnar á Vísi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir
Líklega eru flestir sammála því að stórbrotinn sigur Íslands og Hollands á mánudag hafi verið hápunktur vikunnar. Íslendingar mega því svo sannarlega vera stoltir af sínum mönnum sem unnu einn sinn stærsta sigur í sögunni.

Þá hefur eldgosið í Holuhrauni eflaust verið á vörum flestra síðustu vikur og veltu margir vöngum yfir gosmengun sem gerði vart við sig á landinu öllu í vikunni sem er að líða.

Niðurrif á Hverfisgötu, bleiki dagurinn, hópfimleikar kvenna. Þetta og svo miklu miklu meira var í umræðunni í vikunni og að sjálfsögðu náðu hinir harðduglegu ljósmyndarar Vísis og Fréttablaðsins þessu öllu saman, og meiru til, á mynd.

Myndir segja vissulega meira en þúsund orð en þær má sjá hér fyrir neðan.

Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna sigrinum gegn Hollandi á mánudaginn.Vísir/Andri Marinó
Sigurður Guðmundsson gaf út bókina Dancing Horizon en bókin er komin út bæði á íslensku og ensku á Crymogeu. Í bókinni eru ljósmyndaverk Sigurðar frá árunum 1970-1982.Vísir/GVA
Þessi fjögur hittast vikulega og biðja fyrir fóstrum sem eytt er á Landspítalanum.Vísir/Ernir
Björgólfur Guðmundsson bar vitni í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans. Það seinasta sem Björgólfi datt í hug var að bankinn gæti farið í þrot.Vísir/Stefán
Tólfan og félagar létu vel í sér heyra á landsleik Íslands og Hollands á mánudaginn.Vísir/Valli
Guðni Líndal Benediktsson hlaut íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Leitin að Blóðey.Vísir/Stefán
Dramatík var í Mosfellsbænum þar sem Afturelding náði að kreista út stig með frábærum endaspretti gegn Haukum.Vísir/Valli
Landsliðsstelpurnar í fimleikum hafa farið á kostum í Laugardalnum í vikunni.Vísir/Valgarður
Nemendur í Laugarnesskóla heimsóttu Alþingi í vikunni.Vísir/GVA
Frjálsíþróttahöllin í Laugardalnum var gerð klár í upphafi vikunnar.Vísir/Vilhelm
Hverfisgata 58 var rifin í vikunni.Vísir/Stefán
Þessi ungi herramaður hélt heim úr skólanum í fallegum haustlitum.Vísir/Ernir
Gosmengun gerði vart við sig víða um land. Mengunin var greinileg í Öskjuhlíðinni.Vísir/Ernir

Tengdar fréttir

Myndir vikunnar á Vísi

Hlæjandi selur, hestar í flugvél og rauð sólarupprás var á meðal þess sem sannarlega var tilefni til að taka mynd af í vikunni sem nú er að líða.

Sjónarspil vikunnar

Myndir segja meira en þúsund orð og það er ástæða þess að hinir harðduglegu ljósmyndarar Vísis og Fréttablaðsins eru alltaf á ferð og flugi. Þeir að sjálfsögðu náðu þessu öllu saman, og meiru til, á mynd en myndirnar má sjá í þessari frétt.

Vikan á Vísi: Fermetrar Árna, Hundagröf og Krummi í Mínus

Óútskýrðir fermetrar í húsi Árna Johnsen í Breiðholti, hundagröf á Akureyri, málaferli ríkisins gegn Krumma í Mínus og flugvél Loftleiða sem var breytt í lúxusvél var meðal þess sem vakti athygli lesenda Vísis í liðinni viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×