Innlent

Sjónarspil vikunnar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis fóru um víðan völl í vikunni.
Ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis fóru um víðan völl í vikunni. vísir/pjetur
Það var ýmislegt um að vera í vikunni sem nú er að líða. Kindin Gorbatjov og Guðni Ágústsson, varasaksóknari og lækhnappurinn, votviðri í Reykjavík og hlunkar í vigtun er meðal þess sem bar hæst í þessari viku.

Myndir segja meira en þúsund orð og það er ástæða þess að hinir harðduglegu ljósmyndarar Vísis og Fréttablaðsins eru alltaf á ferð og flugi. Þeir að sjálfsögðu náðu þessu öllu saman, og meiru til, á mynd en myndirnar má sjá hér að neðan.

Guðni Ágústsson var á ferðalagi með Hrútavinafélaginu Örvari. Kindin Gorbatjov var með í för ásamt Antoni Vasilev, sendiherra Rússlands.vísir/valli
Hjörtur Marteinsson hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2014 fyrir ljóðahandritið Alzheimer-tilbrigðin.vísir/pjetur
Fyrstu Bleiku slaufurnar voru afhentar í vikunni. Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, Sigurlaug Gissurardóttir, markaðsfulltrúi Krabbameinsfélagsins, Ólöf María Jónsdóttir, markaðs- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins og Ólöf Breiðfjörð, kynningarstjóri Þjóðmynjasafnsins, voru að sjálfsögðu mættar.
Ný auglýsing Krabbameinsfélagsins er ansi hreint drungaleg en hún er gerð til að vekja athygli á Bleiku slaufunni. Spurt er: „Hvar eru konurnar?“vísir/pjetur
Guðni Ágústsson rétti Árna Johnsen hjálparhönd fyrir utan Melarbúðina þegar höldur á poka þess síðarnefnda slitnaði.vísir/edda sif
Veðrið hefur ekki leikið við landsmenn á höfuðborgarsvæðinu. Þessi ferðamaður hætti sér niður að Reykjavíkurhöfn.vísir/Stefán
Létt var yfir FH-ingum á æfingu fyrir stærsta leik sumarsins í íslenskum fótbolta. Hafnfirðingar mæta Stjörnunni í hreinum úrslitaleik um titilinn í Kaplakrika. Uppselt er á leikinn þar sem 6.450 áhorfendur munu upplifa sögulegan leik.vísir/pjetur
Hlunkarnir Ragnar Sót Gunnarsson og Gústaf Níelsson fóru í megrunarkeppni í vikunni.vísir/pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×