Skrif Elliða talin særandi fyrir þá sem eru í sorgarferli Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2014 14:41 Elliði er beðinn um að gæta orða sinna og taka tillit til þeirra sem eiga um sárt að binda. Ljónshjarta, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem misst hefur maka og börn þeirra, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hörmuð eru ummæli Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, en hann líkir Sjálfstæðisflokknum við syrgjandi ekkju. Í yfirlýsingunni segir að erfitt sé fyrir fólk sem á um sárt að binda að lesa ummæli sem eru til þess fallin að gera lítið úr stöðu þeirra. Þá segir jafnframt að ummæli sem þessi séu einnig særandi fyrir þá sem lengra eru komnir í sorgarferli sínu. Um 80 manns á aldrinum 24-45 ára týna lífi á ári hverju, ýmist af völdum sjúkdóma, slysa eða óvæntra atvika, og því er um verulegan fjölda að ræða sem á við sorg að etja hverju sinni. Þeir sem taka þátt í opinberri umræðu verði að gæta orða sina og taka tillit til þeirra sem eiga um sárt að binda.Yfirlýsingin í heild sinni„Í tilefni af samlíkingu Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, um að Sjálfstæðismenn séu eins og „syrjandi ekkja“, vill stjórn Ljónshjarta, stuðningsfélags fólks sem hefur misst maka og börn þeirra, skora á þátttakendur í daglegri, opinberri umræðu að taka tillit til þeirra sem hafa misst maka og eiga um sárt að binda vegna þess. Ummæli í líkingu við þau sem bæjarstjórinn lét falla hafa verulega særandi áhrif á félagsmenn Ljónshjarta, enda er þeim beint fram á völlinn með neikvæðum hætti í garð ekkna og ekkla.Um 80 manns á aldrinum 24-45 ára týna lífi á ári hverju, ýmist af völdum sjúkdóma, slysa eða óvæntra atvika. Það gerir rúmlega eitt mannslíf í viku hverri, og enn þegar aldursflokkar eru teknir út. Eftir situr í flestum tilfellum maki og börn sem eiga um sárt að binda. Líklegt má telja að í sömu viku og ummæli bæjarstjórans féllu, hafi enn eitt sorgartilfellið skollið á einhverju heimilanna á Íslandi. Auðsætt er að fólk í fyrstu skrefum sorgarinnar á erfitt með að heyra eða lesa ummæli sem þessi, þar sem lítið er gert úr stöðu þeirra strax í öndverðu. Ummælin eru einnig særandi fyrir þá sem lengra eru komnir í sorgarferli sínu.Óljóst er hvort að samlíkingar sem þessar eru settar fram af ráðnum hug eða af hugsunarleysi. Stjórn Ljónshjarta telur það engu breyta, þar sem markmið félagsins er fyrst og fremst að veita stuðning og hvetja stjórnmálamenn jafnt sem hinn almenna borgara til að sýna aðstæðum þeirra sem missa maka virðingu. Til að það sé gert verður að teljast nauðsynlegt að ummæli sem þessi séu öðrum ekki til eftirbreytni, heldur að hægt sé að draga lærdóm af þeim. Samlíkinga sem þessarar er ekki þörf, né eru þær nauðsynlegar til að leggja áherslu á mál sitt. Tungumál okkar hefur svo miklu meira fram að færa en þau. Að ofangreindu sögðu skorar stjórn Ljónshjarta á stjórnmálamenn og ábyrga þátttakendur í daglegri, opinberri umræðu að taka tillit til þess til framtíðar.Með virðingu og vinsemd,stjórn Ljónshjarta.“ Tengdar fréttir Elliði segir listamenn ekki heilagar kýr Elliði Vignisson telur litla innistæðu og yfirgengilegt hatur einkenna hina pólitísku rétttrúnaðarkirkju. 1. október 2014 09:30 Elliði særir ekkjur með líkingarmáli sínu Pistill Elliða Vignissonar kemur illa við ýmsa sem ofbýður það sem sagt er einstaklega ósmekklegt líkingarmál. "Þessi maður hefur aldrei misst.“ 30. september 2014 09:38 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Ljónshjarta, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem misst hefur maka og börn þeirra, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hörmuð eru ummæli Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, en hann líkir Sjálfstæðisflokknum við syrgjandi ekkju. Í yfirlýsingunni segir að erfitt sé fyrir fólk sem á um sárt að binda að lesa ummæli sem eru til þess fallin að gera lítið úr stöðu þeirra. Þá segir jafnframt að ummæli sem þessi séu einnig særandi fyrir þá sem lengra eru komnir í sorgarferli sínu. Um 80 manns á aldrinum 24-45 ára týna lífi á ári hverju, ýmist af völdum sjúkdóma, slysa eða óvæntra atvika, og því er um verulegan fjölda að ræða sem á við sorg að etja hverju sinni. Þeir sem taka þátt í opinberri umræðu verði að gæta orða sina og taka tillit til þeirra sem eiga um sárt að binda.Yfirlýsingin í heild sinni„Í tilefni af samlíkingu Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, um að Sjálfstæðismenn séu eins og „syrjandi ekkja“, vill stjórn Ljónshjarta, stuðningsfélags fólks sem hefur misst maka og börn þeirra, skora á þátttakendur í daglegri, opinberri umræðu að taka tillit til þeirra sem hafa misst maka og eiga um sárt að binda vegna þess. Ummæli í líkingu við þau sem bæjarstjórinn lét falla hafa verulega særandi áhrif á félagsmenn Ljónshjarta, enda er þeim beint fram á völlinn með neikvæðum hætti í garð ekkna og ekkla.Um 80 manns á aldrinum 24-45 ára týna lífi á ári hverju, ýmist af völdum sjúkdóma, slysa eða óvæntra atvika. Það gerir rúmlega eitt mannslíf í viku hverri, og enn þegar aldursflokkar eru teknir út. Eftir situr í flestum tilfellum maki og börn sem eiga um sárt að binda. Líklegt má telja að í sömu viku og ummæli bæjarstjórans féllu, hafi enn eitt sorgartilfellið skollið á einhverju heimilanna á Íslandi. Auðsætt er að fólk í fyrstu skrefum sorgarinnar á erfitt með að heyra eða lesa ummæli sem þessi, þar sem lítið er gert úr stöðu þeirra strax í öndverðu. Ummælin eru einnig særandi fyrir þá sem lengra eru komnir í sorgarferli sínu.Óljóst er hvort að samlíkingar sem þessar eru settar fram af ráðnum hug eða af hugsunarleysi. Stjórn Ljónshjarta telur það engu breyta, þar sem markmið félagsins er fyrst og fremst að veita stuðning og hvetja stjórnmálamenn jafnt sem hinn almenna borgara til að sýna aðstæðum þeirra sem missa maka virðingu. Til að það sé gert verður að teljast nauðsynlegt að ummæli sem þessi séu öðrum ekki til eftirbreytni, heldur að hægt sé að draga lærdóm af þeim. Samlíkinga sem þessarar er ekki þörf, né eru þær nauðsynlegar til að leggja áherslu á mál sitt. Tungumál okkar hefur svo miklu meira fram að færa en þau. Að ofangreindu sögðu skorar stjórn Ljónshjarta á stjórnmálamenn og ábyrga þátttakendur í daglegri, opinberri umræðu að taka tillit til þess til framtíðar.Með virðingu og vinsemd,stjórn Ljónshjarta.“
Tengdar fréttir Elliði segir listamenn ekki heilagar kýr Elliði Vignisson telur litla innistæðu og yfirgengilegt hatur einkenna hina pólitísku rétttrúnaðarkirkju. 1. október 2014 09:30 Elliði særir ekkjur með líkingarmáli sínu Pistill Elliða Vignissonar kemur illa við ýmsa sem ofbýður það sem sagt er einstaklega ósmekklegt líkingarmál. "Þessi maður hefur aldrei misst.“ 30. september 2014 09:38 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Elliði segir listamenn ekki heilagar kýr Elliði Vignisson telur litla innistæðu og yfirgengilegt hatur einkenna hina pólitísku rétttrúnaðarkirkju. 1. október 2014 09:30
Elliði særir ekkjur með líkingarmáli sínu Pistill Elliða Vignissonar kemur illa við ýmsa sem ofbýður það sem sagt er einstaklega ósmekklegt líkingarmál. "Þessi maður hefur aldrei misst.“ 30. september 2014 09:38
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent