Innlent

Lögreglan varar við textaskilaboðum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Textaskilaboðin, eða SMS skilaboðin, virðast koma úr síma í Gíneu Bissá.
Textaskilaboðin, eða SMS skilaboðin, virðast koma úr síma í Gíneu Bissá.
Lögreglan varar við textaskilaboðum sem mörgum Íslendingum hefur borist í dag. Í skilaboðunum stendur einfaldlega „Hringdu í mig vinsamlegast“. Þau eru send úr símanúmeri sem skráð er í Gínea Bissá.

„Hér teljum við að brögð séu í tafli og hvetjum fólk til að hundsa þessi skilaboð,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Akureyri, Dalvík og Fjallabyggð á Facebook. „Hugsanlega er verið að blekkja fólk til að hringja í númer í uppsprengdum gjaldflokki.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×