Sala ríkiseigna fer í lækkkun skulda ekki nýjan spítala Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. október 2014 20:59 Ekki er á dagskrá hjá ríkissjóði að fjármagna byggingu nýs Landspítala með sölu ríkiseigna þar sem tekjur af slíkri sölu munu nær allar fara í lækkun skulda. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir í forgangi að lækka vaxtabyrðina. Á síðasta starfsdegi sínum fyrir þinghlé sl. vor samþykkti Alþingiþingsályktun um að flýta fyrir byggingu nýs Landspítala með 56 atkvæðum gegn engu. Heilbrigðisráðherra sagði í fréttum RÚV á mánudag að sala á ríkiseignum kæmi skoðunar til að fjármagna nýjan spítala. Ráðherrann tilgreindi ekki hvaða eignir þetta væru. Þriðji stærsti útgjaldaliðurinn er vaxtakostnaður Þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er vaxtakostnaður, eða 84 milljarðar króna. Það er forgangsverkefni hjá fjármálaráðuneytinu að lækka skuldir ríkissjóðs með það fyrir augum að lækka vaxtabyrðina. Lækkun vaxtakostnaðar er í raun eitt stærsta velferðarmálið því kostnaðurinn stendur útgjöldum til velferðarmála fyrir þrifum. Í kynningarefni fjármála- og efnahagsráðherra um fjárlögin segir t.d. orðrétt: „Meginvandi ríkissjóðs er gríðarlegar skuldir og verulega íþyngjandi vaxtajöfnuður.“ Þá kom fram í glærukynningu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins að skuldir yrðu lækkaðar m.a. með sölu ríkiseigna. Bjarni segir að ríkisstjórnin leggi á það áherslu að standa við þingsályktun um byggingu spítalans. Hins vegar sé lækkun skulda í forgangi.Er raunhæft að gera ráð fyrir að fé sem fæst með sölu ríkiseigna fari í byggingu nýs spítala? „Þær ríkiseignir sem við erum fyrst og fremst að horfa á nær okkur í tíma er Landsbankinn og við höfum séð fyrir okkur að nota söluandvirðið til þess að greiða upp lán sem við tókum til þess að endurreisa bankann. Þannig að við notum það fé ekki tvisvar sinnum.“ Bjarni segir að stilla verði væntingum í hóf í þessu samhengi. „Næsta verkefni er að athuga hvernig við getum minnkað vaxtabyrðina og lækkað skuldastöðuna og það gerum við ekki með frekara aðhaldi í ríkisrekstrinum (innsk. sparnaði) vegna þess að það hefur verið töluvert hátt aðhaldsstig undanfarin ár og þess vegna verðum við að horfa til sölu eigna í þeim tilgangi. Og fyrst og fremst í þeim tilgangi, að létta vaxtabyrði, borga niður skuldir,“ segir Bjarni Benediktsson. Sjá má viðtal við Bjarna úr kvöldféttum Stöðvar 2 í myndskeiði. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Ekki er á dagskrá hjá ríkissjóði að fjármagna byggingu nýs Landspítala með sölu ríkiseigna þar sem tekjur af slíkri sölu munu nær allar fara í lækkun skulda. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir í forgangi að lækka vaxtabyrðina. Á síðasta starfsdegi sínum fyrir þinghlé sl. vor samþykkti Alþingiþingsályktun um að flýta fyrir byggingu nýs Landspítala með 56 atkvæðum gegn engu. Heilbrigðisráðherra sagði í fréttum RÚV á mánudag að sala á ríkiseignum kæmi skoðunar til að fjármagna nýjan spítala. Ráðherrann tilgreindi ekki hvaða eignir þetta væru. Þriðji stærsti útgjaldaliðurinn er vaxtakostnaður Þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er vaxtakostnaður, eða 84 milljarðar króna. Það er forgangsverkefni hjá fjármálaráðuneytinu að lækka skuldir ríkissjóðs með það fyrir augum að lækka vaxtabyrðina. Lækkun vaxtakostnaðar er í raun eitt stærsta velferðarmálið því kostnaðurinn stendur útgjöldum til velferðarmála fyrir þrifum. Í kynningarefni fjármála- og efnahagsráðherra um fjárlögin segir t.d. orðrétt: „Meginvandi ríkissjóðs er gríðarlegar skuldir og verulega íþyngjandi vaxtajöfnuður.“ Þá kom fram í glærukynningu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins að skuldir yrðu lækkaðar m.a. með sölu ríkiseigna. Bjarni segir að ríkisstjórnin leggi á það áherslu að standa við þingsályktun um byggingu spítalans. Hins vegar sé lækkun skulda í forgangi.Er raunhæft að gera ráð fyrir að fé sem fæst með sölu ríkiseigna fari í byggingu nýs spítala? „Þær ríkiseignir sem við erum fyrst og fremst að horfa á nær okkur í tíma er Landsbankinn og við höfum séð fyrir okkur að nota söluandvirðið til þess að greiða upp lán sem við tókum til þess að endurreisa bankann. Þannig að við notum það fé ekki tvisvar sinnum.“ Bjarni segir að stilla verði væntingum í hóf í þessu samhengi. „Næsta verkefni er að athuga hvernig við getum minnkað vaxtabyrðina og lækkað skuldastöðuna og það gerum við ekki með frekara aðhaldi í ríkisrekstrinum (innsk. sparnaði) vegna þess að það hefur verið töluvert hátt aðhaldsstig undanfarin ár og þess vegna verðum við að horfa til sölu eigna í þeim tilgangi. Og fyrst og fremst í þeim tilgangi, að létta vaxtabyrði, borga niður skuldir,“ segir Bjarni Benediktsson. Sjá má viðtal við Bjarna úr kvöldféttum Stöðvar 2 í myndskeiði.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira