Jón Ragnar: Kassim kvartar undan veðrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2014 11:00 Vísir/Daníel Bakvörðurinn Jón Ragnar Jónsson segir að það sé alltaf gaman að vera í FH, sérstaklega þegar vel gengur. FH mætir Stjörnunni í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild karla á morgun. „Það hefur gengið vel. Allir eru í góðum fíling á æfingum. Kassim Doumbia er reyndar að kvarta mikið yfir veðrinu. Hann skilur ekkert í þessu,“ sagði Jón Ragnar og hló. „Við höfum aðallega verið í reiti og spili en nú byrjum við aðeins að spá í leikinn,“ sagði Jón Ragnar fyrir æfingu FH á Kaplakrikavelli í gær. En telur hann að það sé mögulega ekki of seint að bíða til fimmtudags með að skoða andstæðinginn.Jón Ragnar með félögum sínum eftir sigurinn í Lengjubikarnum í vor.Vísir/Daníel„Þetta er það sem við höfum vanalega gert og ég tel að það sé rétt nálgun á þennan leik að breyta ekki út af vananum. Þó það sé ofboðslega mikið undir þá er þetta eins og hver annar leikur í deildinni.“ Þjálfarar FH-inga hafa vitanlega skoðað andstæðinginn mun lengur og Jón Ragnar treystir því að þeir hagi undirbúningnum á réttan hátt. „Ég treysti þjálfurunum fullkomlega fyrir þessu. Ég veit að þeir munu gefa okkur réttu skilaboðin svo að allir verði með sitt á hreinu þegar flautað verður til leiks.“Vísir/ArnþórHann neitar því þó ekki að vikan hafi verið sérstök og að gríðarleg umfjöllun um leikinn hafi sett sterkan svip á aðdraganda hans. „Umtalið gæti truflað einbeitinguna en mér sýnist að menn séu með einbeitinguna í lagi. Ég held að þeir séu ekki á refresh-takkanum á fimm mínútna fresti,“ sagði Jón Ragnar. Það var greinilegt á æfingunni að það er létt yfir leikmönnum FH. Jón Ragnar segir að erlendu leikmennirnir setji skemmtilegan svip á hópinn. „Þessir fuglar sem hafa komið inn eru mjög skemmtilegir. Við erum með mann frá Malí og vitlausa Breta sem vita ekkert hvað þeir eru að gera. Það er í raun engin æfing eins.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lennon ristarbrotinn | tímabilið á enda hjá framherjanum "Ég verð líklega frá í tvo mánuði,“ sagði Steven Lennon í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag. Framherjinn sterki meiddist illa undir lok leiksins gegn FH í gær þar sem að Jón Ragnar Jónsson varnarmaður FH braut klaufalega á Lennon. "Ég verð í gifsi í fjórar vikur,“ sagði Lennon en hann er ristarbrotinn og fjarvera hans er mikið áfall fyrir Fram sem berst fyrir lífi sínu í Pepsi-deild karla. 31. júlí 2012 11:52 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Bakvörðurinn Jón Ragnar Jónsson segir að það sé alltaf gaman að vera í FH, sérstaklega þegar vel gengur. FH mætir Stjörnunni í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild karla á morgun. „Það hefur gengið vel. Allir eru í góðum fíling á æfingum. Kassim Doumbia er reyndar að kvarta mikið yfir veðrinu. Hann skilur ekkert í þessu,“ sagði Jón Ragnar og hló. „Við höfum aðallega verið í reiti og spili en nú byrjum við aðeins að spá í leikinn,“ sagði Jón Ragnar fyrir æfingu FH á Kaplakrikavelli í gær. En telur hann að það sé mögulega ekki of seint að bíða til fimmtudags með að skoða andstæðinginn.Jón Ragnar með félögum sínum eftir sigurinn í Lengjubikarnum í vor.Vísir/Daníel„Þetta er það sem við höfum vanalega gert og ég tel að það sé rétt nálgun á þennan leik að breyta ekki út af vananum. Þó það sé ofboðslega mikið undir þá er þetta eins og hver annar leikur í deildinni.“ Þjálfarar FH-inga hafa vitanlega skoðað andstæðinginn mun lengur og Jón Ragnar treystir því að þeir hagi undirbúningnum á réttan hátt. „Ég treysti þjálfurunum fullkomlega fyrir þessu. Ég veit að þeir munu gefa okkur réttu skilaboðin svo að allir verði með sitt á hreinu þegar flautað verður til leiks.“Vísir/ArnþórHann neitar því þó ekki að vikan hafi verið sérstök og að gríðarleg umfjöllun um leikinn hafi sett sterkan svip á aðdraganda hans. „Umtalið gæti truflað einbeitinguna en mér sýnist að menn séu með einbeitinguna í lagi. Ég held að þeir séu ekki á refresh-takkanum á fimm mínútna fresti,“ sagði Jón Ragnar. Það var greinilegt á æfingunni að það er létt yfir leikmönnum FH. Jón Ragnar segir að erlendu leikmennirnir setji skemmtilegan svip á hópinn. „Þessir fuglar sem hafa komið inn eru mjög skemmtilegir. Við erum með mann frá Malí og vitlausa Breta sem vita ekkert hvað þeir eru að gera. Það er í raun engin æfing eins.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lennon ristarbrotinn | tímabilið á enda hjá framherjanum "Ég verð líklega frá í tvo mánuði,“ sagði Steven Lennon í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag. Framherjinn sterki meiddist illa undir lok leiksins gegn FH í gær þar sem að Jón Ragnar Jónsson varnarmaður FH braut klaufalega á Lennon. "Ég verð í gifsi í fjórar vikur,“ sagði Lennon en hann er ristarbrotinn og fjarvera hans er mikið áfall fyrir Fram sem berst fyrir lífi sínu í Pepsi-deild karla. 31. júlí 2012 11:52 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Lennon ristarbrotinn | tímabilið á enda hjá framherjanum "Ég verð líklega frá í tvo mánuði,“ sagði Steven Lennon í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag. Framherjinn sterki meiddist illa undir lok leiksins gegn FH í gær þar sem að Jón Ragnar Jónsson varnarmaður FH braut klaufalega á Lennon. "Ég verð í gifsi í fjórar vikur,“ sagði Lennon en hann er ristarbrotinn og fjarvera hans er mikið áfall fyrir Fram sem berst fyrir lífi sínu í Pepsi-deild karla. 31. júlí 2012 11:52
Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12