Jón Ragnar: Kassim kvartar undan veðrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2014 11:00 Vísir/Daníel Bakvörðurinn Jón Ragnar Jónsson segir að það sé alltaf gaman að vera í FH, sérstaklega þegar vel gengur. FH mætir Stjörnunni í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild karla á morgun. „Það hefur gengið vel. Allir eru í góðum fíling á æfingum. Kassim Doumbia er reyndar að kvarta mikið yfir veðrinu. Hann skilur ekkert í þessu,“ sagði Jón Ragnar og hló. „Við höfum aðallega verið í reiti og spili en nú byrjum við aðeins að spá í leikinn,“ sagði Jón Ragnar fyrir æfingu FH á Kaplakrikavelli í gær. En telur hann að það sé mögulega ekki of seint að bíða til fimmtudags með að skoða andstæðinginn.Jón Ragnar með félögum sínum eftir sigurinn í Lengjubikarnum í vor.Vísir/Daníel„Þetta er það sem við höfum vanalega gert og ég tel að það sé rétt nálgun á þennan leik að breyta ekki út af vananum. Þó það sé ofboðslega mikið undir þá er þetta eins og hver annar leikur í deildinni.“ Þjálfarar FH-inga hafa vitanlega skoðað andstæðinginn mun lengur og Jón Ragnar treystir því að þeir hagi undirbúningnum á réttan hátt. „Ég treysti þjálfurunum fullkomlega fyrir þessu. Ég veit að þeir munu gefa okkur réttu skilaboðin svo að allir verði með sitt á hreinu þegar flautað verður til leiks.“Vísir/ArnþórHann neitar því þó ekki að vikan hafi verið sérstök og að gríðarleg umfjöllun um leikinn hafi sett sterkan svip á aðdraganda hans. „Umtalið gæti truflað einbeitinguna en mér sýnist að menn séu með einbeitinguna í lagi. Ég held að þeir séu ekki á refresh-takkanum á fimm mínútna fresti,“ sagði Jón Ragnar. Það var greinilegt á æfingunni að það er létt yfir leikmönnum FH. Jón Ragnar segir að erlendu leikmennirnir setji skemmtilegan svip á hópinn. „Þessir fuglar sem hafa komið inn eru mjög skemmtilegir. Við erum með mann frá Malí og vitlausa Breta sem vita ekkert hvað þeir eru að gera. Það er í raun engin æfing eins.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lennon ristarbrotinn | tímabilið á enda hjá framherjanum "Ég verð líklega frá í tvo mánuði,“ sagði Steven Lennon í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag. Framherjinn sterki meiddist illa undir lok leiksins gegn FH í gær þar sem að Jón Ragnar Jónsson varnarmaður FH braut klaufalega á Lennon. "Ég verð í gifsi í fjórar vikur,“ sagði Lennon en hann er ristarbrotinn og fjarvera hans er mikið áfall fyrir Fram sem berst fyrir lífi sínu í Pepsi-deild karla. 31. júlí 2012 11:52 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Bakvörðurinn Jón Ragnar Jónsson segir að það sé alltaf gaman að vera í FH, sérstaklega þegar vel gengur. FH mætir Stjörnunni í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild karla á morgun. „Það hefur gengið vel. Allir eru í góðum fíling á æfingum. Kassim Doumbia er reyndar að kvarta mikið yfir veðrinu. Hann skilur ekkert í þessu,“ sagði Jón Ragnar og hló. „Við höfum aðallega verið í reiti og spili en nú byrjum við aðeins að spá í leikinn,“ sagði Jón Ragnar fyrir æfingu FH á Kaplakrikavelli í gær. En telur hann að það sé mögulega ekki of seint að bíða til fimmtudags með að skoða andstæðinginn.Jón Ragnar með félögum sínum eftir sigurinn í Lengjubikarnum í vor.Vísir/Daníel„Þetta er það sem við höfum vanalega gert og ég tel að það sé rétt nálgun á þennan leik að breyta ekki út af vananum. Þó það sé ofboðslega mikið undir þá er þetta eins og hver annar leikur í deildinni.“ Þjálfarar FH-inga hafa vitanlega skoðað andstæðinginn mun lengur og Jón Ragnar treystir því að þeir hagi undirbúningnum á réttan hátt. „Ég treysti þjálfurunum fullkomlega fyrir þessu. Ég veit að þeir munu gefa okkur réttu skilaboðin svo að allir verði með sitt á hreinu þegar flautað verður til leiks.“Vísir/ArnþórHann neitar því þó ekki að vikan hafi verið sérstök og að gríðarleg umfjöllun um leikinn hafi sett sterkan svip á aðdraganda hans. „Umtalið gæti truflað einbeitinguna en mér sýnist að menn séu með einbeitinguna í lagi. Ég held að þeir séu ekki á refresh-takkanum á fimm mínútna fresti,“ sagði Jón Ragnar. Það var greinilegt á æfingunni að það er létt yfir leikmönnum FH. Jón Ragnar segir að erlendu leikmennirnir setji skemmtilegan svip á hópinn. „Þessir fuglar sem hafa komið inn eru mjög skemmtilegir. Við erum með mann frá Malí og vitlausa Breta sem vita ekkert hvað þeir eru að gera. Það er í raun engin æfing eins.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lennon ristarbrotinn | tímabilið á enda hjá framherjanum "Ég verð líklega frá í tvo mánuði,“ sagði Steven Lennon í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag. Framherjinn sterki meiddist illa undir lok leiksins gegn FH í gær þar sem að Jón Ragnar Jónsson varnarmaður FH braut klaufalega á Lennon. "Ég verð í gifsi í fjórar vikur,“ sagði Lennon en hann er ristarbrotinn og fjarvera hans er mikið áfall fyrir Fram sem berst fyrir lífi sínu í Pepsi-deild karla. 31. júlí 2012 11:52 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Lennon ristarbrotinn | tímabilið á enda hjá framherjanum "Ég verð líklega frá í tvo mánuði,“ sagði Steven Lennon í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag. Framherjinn sterki meiddist illa undir lok leiksins gegn FH í gær þar sem að Jón Ragnar Jónsson varnarmaður FH braut klaufalega á Lennon. "Ég verð í gifsi í fjórar vikur,“ sagði Lennon en hann er ristarbrotinn og fjarvera hans er mikið áfall fyrir Fram sem berst fyrir lífi sínu í Pepsi-deild karla. 31. júlí 2012 11:52
Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12