Innlent

Síbrotamaður dæmdur í tveggja ára fangelsi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn er góðkunningi lögreglunnar og hefur frá árinu 1985 verið dæmdur 35 sinnum fyrir ýmis konar afbrot.
Maðurinn er góðkunningi lögreglunnar og hefur frá árinu 1985 verið dæmdur 35 sinnum fyrir ýmis konar afbrot. Vísir/Hari
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann í tveggja ára fangelsi fyrir ítrekuð umferðarlagabrot, fíkniefnalagabrot og þjófnaði. Þá var hann sviptur ökuréttindum ævilangt og dæmdur til að greiða þóknun verjanda síns sem og annan sakarkostnað.

Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi brotist inn í bifreiðar, inn á bifreiðastæði og inn í apótek auk þess sem hann gerði til raun til að brjótast inn í eina af verslunum Elko. Þá hefur maðurinn ítrekað sest undir stýri undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá var hann dæmdur fyrir vörslu amfetamín sem lögreglan fann tvisvar við húsleit heima hjá manninum og í eitt skipti þegar leitað var á honum á bílastæði á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn er góðkunningi lögreglunnar og hefur frá árinu 1985 verið dæmdur 35 sinnum fyrir ýmis konar afbrot. Að teknu tilliti til þess var hæfileg refsing metin sem tveggja ára fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×