Innlent

Sofnaði fullur og vaknaði í reykfylltri íbúð

Atli Ísleifsson skrifar
Grunur lék á að maðurinn væri með reykeitrun.
Grunur lék á að maðurinn væri með reykeitrun. Vísir/Pjetur
Flytja þurfti karlmann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í gær eftir að eldur kom upp í húsnæði hans í Keflavík. Grunur lék á að hann væri með reykeitrun.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að þegar lögreglan og slökkvilið komu á vettvang var maðurinn kominn út úr húsnæðinu. „Eldsupptök voru þau, að hann hafði vantað eldfæri og kveikt á hellu á eldavél. Síðan sofnaði hann og vaknaði við að íbúðin var orðin full af reyk. Grunur leikur á að húsráðandinn hafi verið ölvaður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×