Eldarnir dragi nafn sitt af nornahárinu Svavar Hávarðsson skrifar 9. október 2014 07:00 Nornahár. Gasið mótar kvikuna í örþunn hár sem kennd eru við nornamakka. Mynd/ÞÞ Sprottin er upp sú hugmynd að nýju eldstöðvarnar norðan Vatnajökuls dragi nafn sitt af hinu sérstaka fyrirbæri úr steinaríkinu sem þar fýkur um sanda; nornahárinu sem í raun er fínt og glerkennt basalt. Það er Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sem gerir þessa nafngift að tillögu sinni, og að umbrotin verði nefnd Nornaeldar. Þorvaldur gengur reyndar skrefinu lengra og leggur til að nýja hraunið verði nefnt Nornahraun og gígaröðin Nornagígar. Í rökstuðningi sínum fyrir nafngiftinni bendir hann á að „eldar“, er algeng ending á heitum langvarandi gosa á Íslandi, enda er samheitið jarðeldar. Hann tínir einnig til önnur rök. Þegar eru til tvö Holuhraun svo það lýsir að hans mati ekki miklu hugarflugi að nýja hranið verði þekkt sem Holuhraun III. Þá sé mikil framleiðsla af nornahári frekar en annað einkennandi fyrir gosið. Þorvaldur, sem hefur dvalið langdvölum við gosstöðvarnar, segir að eitt af sérkennum eldgossins sé hversu mikið er af nornahári við eldstöðina. Gasuppstreymið, sem mikið hefur verið í fréttum, mótar kvikuna með þessum hætti í örþunn hár, svo líkist einna mest mannshári sem fýkur um sandana norðan jökulsins. „Að nornahár myndist í svona miklu magni hefur ekki fylgt öðrum eldgosum nema þá Skaftáreldunum árið 1783, sem ég veit um. Það eru heimildir sem greina frá því. Ekkert þessu líkt hefur hins vegar áður verið skráð með óyggjandi hætti í íslensku gosi,“ segir Þorvaldur og segir aðspurður að kollegar hans flestir hafi hingað til tekið vel í nafngiftina. Það sé síðar annarra að kveða á um hvort nafnið fái þegnrétt. Eins og alþjóð veit hafa vísindamenn nefnt einstök fyrirbæri tengd gosinu sér til hægðarauka í daglegum samskiptum sín á milli og við skýrsluskrif. Baugur var stærsti gígurinn nefndur. Gígarnir Norðri og Suðri eru einnig þekktir, auk Baugsbarna - smágígum næst aðalgígnum. Það verður þó sveitastjórnarfólks í Skútustaðahreppi og Örnefnanefndar að kveða á um framhaldið. Það er sveitarfélagsins að hafa frumkvæði að því að náttúrufyrirbærunum verði gefið nafn, sem síðan yrði borið undir nefndina sem hefur útskurðarvald samkvæmt nýjum lögum um örnefni - og þá ekki síst til að koma í veg fyrir að ónefni festist í sessi. Bárðarbunga Tengdar fréttir Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783. 9. september 2014 21:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Sprottin er upp sú hugmynd að nýju eldstöðvarnar norðan Vatnajökuls dragi nafn sitt af hinu sérstaka fyrirbæri úr steinaríkinu sem þar fýkur um sanda; nornahárinu sem í raun er fínt og glerkennt basalt. Það er Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sem gerir þessa nafngift að tillögu sinni, og að umbrotin verði nefnd Nornaeldar. Þorvaldur gengur reyndar skrefinu lengra og leggur til að nýja hraunið verði nefnt Nornahraun og gígaröðin Nornagígar. Í rökstuðningi sínum fyrir nafngiftinni bendir hann á að „eldar“, er algeng ending á heitum langvarandi gosa á Íslandi, enda er samheitið jarðeldar. Hann tínir einnig til önnur rök. Þegar eru til tvö Holuhraun svo það lýsir að hans mati ekki miklu hugarflugi að nýja hranið verði þekkt sem Holuhraun III. Þá sé mikil framleiðsla af nornahári frekar en annað einkennandi fyrir gosið. Þorvaldur, sem hefur dvalið langdvölum við gosstöðvarnar, segir að eitt af sérkennum eldgossins sé hversu mikið er af nornahári við eldstöðina. Gasuppstreymið, sem mikið hefur verið í fréttum, mótar kvikuna með þessum hætti í örþunn hár, svo líkist einna mest mannshári sem fýkur um sandana norðan jökulsins. „Að nornahár myndist í svona miklu magni hefur ekki fylgt öðrum eldgosum nema þá Skaftáreldunum árið 1783, sem ég veit um. Það eru heimildir sem greina frá því. Ekkert þessu líkt hefur hins vegar áður verið skráð með óyggjandi hætti í íslensku gosi,“ segir Þorvaldur og segir aðspurður að kollegar hans flestir hafi hingað til tekið vel í nafngiftina. Það sé síðar annarra að kveða á um hvort nafnið fái þegnrétt. Eins og alþjóð veit hafa vísindamenn nefnt einstök fyrirbæri tengd gosinu sér til hægðarauka í daglegum samskiptum sín á milli og við skýrsluskrif. Baugur var stærsti gígurinn nefndur. Gígarnir Norðri og Suðri eru einnig þekktir, auk Baugsbarna - smágígum næst aðalgígnum. Það verður þó sveitastjórnarfólks í Skútustaðahreppi og Örnefnanefndar að kveða á um framhaldið. Það er sveitarfélagsins að hafa frumkvæði að því að náttúrufyrirbærunum verði gefið nafn, sem síðan yrði borið undir nefndina sem hefur útskurðarvald samkvæmt nýjum lögum um örnefni - og þá ekki síst til að koma í veg fyrir að ónefni festist í sessi.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783. 9. september 2014 21:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783. 9. september 2014 21:00