Læknar boða til verkfalls Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2014 10:51 95% lækna samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. visir/getty Yfir 80% af atkvæðisbærum læknum tók þátt í kosningunni og yfir 95% þeirra samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem gert er ráð fyrir að hefjist þann 27. október næstkomandi. Atkvæðagreiðslu hjá Læknafélagi Íslands um verkfallsboðun lækna er nú lokið. Niðurstaða kosninganna er því afgerandi en þetta er í fyrsta sinn sem læknar á Íslandi, sem fengu takmarkaðan verkfallsrétt fyrir tæpum 30 árum, boða til verkfalls. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Læknafélagi Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hefur verið tilkynnt ríkissáttasemjara og formanni Samninganefndar Ríkisins Alls tóku 728 læknar þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 699 (96,02%) þeirra tillögu stjórnar LÍ um boðun vinnustöðvunar. Nei sögðu 15 (2,06%) og 14 (1,92%) skiluðu auðu. Fyrirhugaðar aðgerðir eru í samræmi við lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna en í þeim öðluðust læknar takmarkaðan verkfallsrétt. Vinna lækna í verkfalli verður í samræmi við undanþágulista sem fjármálaráðuneytið birti í auglýsingu og er gert ráð fyrir að á þeim dögum sem efnt er til verkfalla verði hverju sinni tryggð sambærileg mönnun og tíðkast á frídögum.Verkföll verða með eftirfarandi hætti Náist samningar ekki í tæka tíð munu læknar sem starfa samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands fara í verkföll með eftirgreindum hætti:1. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 27. október til miðnættis þriðjudagsins 28. október 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 17. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 18. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins b. Heilbrigðisstofnun Vesturlands c. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands e. Heilbrigðisstofnun Austurlands f. Heilbrigðisstofnun Suðurlands g. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja h. Rannsóknarsvið Landspítala i. Kvenna- og barnasvið Landspítala2. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 29. október til miðnættis fimmtudaginn 30. október 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 19. nóvember til miðnættis fimmtudaginn 20. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Sjúkrahúsið á Akureyri b. Lyflækningasvið Landspítala3. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 3. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 4. nóvember 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 24. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 25. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Aðgerðarsvið Landspítala b. Flæðisvið Landspítala4. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 5. nóvember til miðnættis fimmtudagsins 6. nóvember 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 26. nóvember til miðnættis fimmtudagsins 27. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Geðsvið Landspítala b. Skurðlækningasvið Landspítala5. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 8. desember til miðnættis þriðjudaginn 9. desember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða svipum sjúkrahúss. a. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins b. Heilbrigðisstofnun Vesturlands c. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands e. Heilbrigðisstofnun Austurlands f. Heilbrigðisstofnun Suðurlands g. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja h. Rannsóknarsvið Landspítala i. Kvenna- og barnasvið Landspítala j. Aðgerðarsvið Landspítala6. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 10. desember til miðnættis fimmtudaginn 11. desember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Sjúkrahúsið á Akureyri b. Flæðissvið Landspítala c. Lyflækningasvið Landspítala d. Geðsvið Landspítala e. Skurðlækningasvið Landspítala Tengdar fréttir Læknar greiða atkvæði um verkfallsboðun Læknar í Læknafélagi Íslands og skurðlæknafélagi Íslands telja fullreynt að ræða við ríkið eftir venjulegum leiðum. 30. september 2014 12:06 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Yfir 80% af atkvæðisbærum læknum tók þátt í kosningunni og yfir 95% þeirra samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem gert er ráð fyrir að hefjist þann 27. október næstkomandi. Atkvæðagreiðslu hjá Læknafélagi Íslands um verkfallsboðun lækna er nú lokið. Niðurstaða kosninganna er því afgerandi en þetta er í fyrsta sinn sem læknar á Íslandi, sem fengu takmarkaðan verkfallsrétt fyrir tæpum 30 árum, boða til verkfalls. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Læknafélagi Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hefur verið tilkynnt ríkissáttasemjara og formanni Samninganefndar Ríkisins Alls tóku 728 læknar þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 699 (96,02%) þeirra tillögu stjórnar LÍ um boðun vinnustöðvunar. Nei sögðu 15 (2,06%) og 14 (1,92%) skiluðu auðu. Fyrirhugaðar aðgerðir eru í samræmi við lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna en í þeim öðluðust læknar takmarkaðan verkfallsrétt. Vinna lækna í verkfalli verður í samræmi við undanþágulista sem fjármálaráðuneytið birti í auglýsingu og er gert ráð fyrir að á þeim dögum sem efnt er til verkfalla verði hverju sinni tryggð sambærileg mönnun og tíðkast á frídögum.Verkföll verða með eftirfarandi hætti Náist samningar ekki í tæka tíð munu læknar sem starfa samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands fara í verkföll með eftirgreindum hætti:1. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 27. október til miðnættis þriðjudagsins 28. október 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 17. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 18. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins b. Heilbrigðisstofnun Vesturlands c. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands e. Heilbrigðisstofnun Austurlands f. Heilbrigðisstofnun Suðurlands g. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja h. Rannsóknarsvið Landspítala i. Kvenna- og barnasvið Landspítala2. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 29. október til miðnættis fimmtudaginn 30. október 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 19. nóvember til miðnættis fimmtudaginn 20. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Sjúkrahúsið á Akureyri b. Lyflækningasvið Landspítala3. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 3. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 4. nóvember 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 24. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 25. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Aðgerðarsvið Landspítala b. Flæðisvið Landspítala4. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 5. nóvember til miðnættis fimmtudagsins 6. nóvember 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 26. nóvember til miðnættis fimmtudagsins 27. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Geðsvið Landspítala b. Skurðlækningasvið Landspítala5. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 8. desember til miðnættis þriðjudaginn 9. desember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða svipum sjúkrahúss. a. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins b. Heilbrigðisstofnun Vesturlands c. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands e. Heilbrigðisstofnun Austurlands f. Heilbrigðisstofnun Suðurlands g. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja h. Rannsóknarsvið Landspítala i. Kvenna- og barnasvið Landspítala j. Aðgerðarsvið Landspítala6. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 10. desember til miðnættis fimmtudaginn 11. desember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Sjúkrahúsið á Akureyri b. Flæðissvið Landspítala c. Lyflækningasvið Landspítala d. Geðsvið Landspítala e. Skurðlækningasvið Landspítala
Tengdar fréttir Læknar greiða atkvæði um verkfallsboðun Læknar í Læknafélagi Íslands og skurðlæknafélagi Íslands telja fullreynt að ræða við ríkið eftir venjulegum leiðum. 30. september 2014 12:06 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Læknar greiða atkvæði um verkfallsboðun Læknar í Læknafélagi Íslands og skurðlæknafélagi Íslands telja fullreynt að ræða við ríkið eftir venjulegum leiðum. 30. september 2014 12:06