Hjúkrunarfræðingar munu ekki taka á sig auknar skyldur Hjörtur Hjartarson skrifar 9. október 2014 19:30 Læknar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem munu, að öllu óbreyttu, hefjast 27.október. Hjúkrunarráð Landspítalans segir að álag á aðra heilbrigðisstarfsmenn muni aukast sem geti haft áhrif á öryggi sjúklinga. Alls tóku 728 læknar þátt í atkvæðagreiðslunni sem gerir um 80 prósent þátttöku. 96 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðust fylgjandi verkfallsaðgerðum. 15 læknar sögðu nei og 14 skiluðu auðu. Hjúkrunarráð Landspítalans sendi frá sér tilkynningu í dag þar miklum áhyggjum er lýst yfir stöðu mála. Þar segir "Biðlistar eftir þjónustu munu lengjast og aukið álag verður á aðra heilbrigðisstarfsmenn sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga."Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur í sama streng. „Þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál og ég vona að viðsemjendur nái saman áður en til verkfalls kemur. Skelli verkfall á mun það auðvitað auka álag á alla heilbrigðisstarfsmenn og hjúkrunarfræðinga líka en ég treysti því að þeir nái að semja áður en að því kemur,“ segir Ólafur Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.„Telurðu að fleiri skyldur muni falla á herðar hjúkrunarfræðinga ef af verkfalli verður?“„Ég á nú ekki von á því. Við munum sinna okkar venjubundnu hjúkrunarstörfum eins og ég sagði áður og við munum ekki taka á okkur auknar skyldur, það er ekki okkar hlutverk í þessu máli,“ segir Ólafur.Áætlað er að verkfallsaðgerðir lækna hefjist 27.október og standi í sjö vikur. Þær samanstanda af nokkrum tveggja sólarhringa verkföllum á mismunandi sviðum heilbrigðiskerfisins. Aðgerðirnar munu hafa áhrif um allt land. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Læknar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem munu, að öllu óbreyttu, hefjast 27.október. Hjúkrunarráð Landspítalans segir að álag á aðra heilbrigðisstarfsmenn muni aukast sem geti haft áhrif á öryggi sjúklinga. Alls tóku 728 læknar þátt í atkvæðagreiðslunni sem gerir um 80 prósent þátttöku. 96 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðust fylgjandi verkfallsaðgerðum. 15 læknar sögðu nei og 14 skiluðu auðu. Hjúkrunarráð Landspítalans sendi frá sér tilkynningu í dag þar miklum áhyggjum er lýst yfir stöðu mála. Þar segir "Biðlistar eftir þjónustu munu lengjast og aukið álag verður á aðra heilbrigðisstarfsmenn sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga."Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur í sama streng. „Þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál og ég vona að viðsemjendur nái saman áður en til verkfalls kemur. Skelli verkfall á mun það auðvitað auka álag á alla heilbrigðisstarfsmenn og hjúkrunarfræðinga líka en ég treysti því að þeir nái að semja áður en að því kemur,“ segir Ólafur Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.„Telurðu að fleiri skyldur muni falla á herðar hjúkrunarfræðinga ef af verkfalli verður?“„Ég á nú ekki von á því. Við munum sinna okkar venjubundnu hjúkrunarstörfum eins og ég sagði áður og við munum ekki taka á okkur auknar skyldur, það er ekki okkar hlutverk í þessu máli,“ segir Ólafur.Áætlað er að verkfallsaðgerðir lækna hefjist 27.október og standi í sjö vikur. Þær samanstanda af nokkrum tveggja sólarhringa verkföllum á mismunandi sviðum heilbrigðiskerfisins. Aðgerðirnar munu hafa áhrif um allt land.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira