Innlent

Rosling varpaði ljósi á heilsu fólks víða um heim

Atli Ísleifsson skrifar
Hans Rosling í Hörpunni.
Hans Rosling í Hörpunni.

Sænski fræðimaðurinn Hans Rosling hélt fyrirlestur í Hörpunni þann 15. september síðastliðinn þar sem hann varpaði ljósi á heilsu fólks víða um heim og margvíslega áhrifaþætti hennar.

Rosling gerði það með því að beita heillandi framsetningu á tölulegum gögnum með gagnvirkri og áhrifamikilli sjónrænni grafík sem byggir á Gapminder, forriti sem hann þróaði sjálfur.

Fyrirlestur Rosling í Hörpunni hefur nú verið gerður aðgengilegur á netinu og má sjá hér að neðan.

Rosling er læknir og prófessor í alþjóðaheilbrigðisvísindum við Karolinska institutet í Stokkhólmi, en hann kom hingað til lands á vegum félagsins Afríka 20:20 í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) og Embætti landlæknis.

Rosling er mjög eftirsóttur fyrirlesari og fjallar eitt frægasta kvikmyndabrot hans um þróun heimsins í tvær aldir hjá tvö hundruð þjóðum, en það er gert á fjórum mínútum. Árið 2012 var Hans Rosling á lista TIME tímaritsins yfir 100 áhrifamestu einstaklinga í heiminum.
 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.