Innlent

Rosling varpaði ljósi á heilsu fólks víða um heim

Atli Ísleifsson skrifar
Hans Rosling í Hörpunni.
Hans Rosling í Hörpunni.
Sænski fræðimaðurinn Hans Rosling hélt fyrirlestur í Hörpunni þann 15. september síðastliðinn þar sem hann varpaði ljósi á heilsu fólks víða um heim og margvíslega áhrifaþætti hennar.Rosling gerði það með því að beita heillandi framsetningu á tölulegum gögnum með gagnvirkri og áhrifamikilli sjónrænni grafík sem byggir á Gapminder, forriti sem hann þróaði sjálfur.Fyrirlestur Rosling í Hörpunni hefur nú verið gerður aðgengilegur á netinu og má sjá hér að neðan.Rosling er læknir og prófessor í alþjóðaheilbrigðisvísindum við Karolinska institutet í Stokkhólmi, en hann kom hingað til lands á vegum félagsins Afríka 20:20 í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) og Embætti landlæknis.Rosling er mjög eftirsóttur fyrirlesari og fjallar eitt frægasta kvikmyndabrot hans um þróun heimsins í tvær aldir hjá tvö hundruð þjóðum, en það er gert á fjórum mínútum. Árið 2012 var Hans Rosling á lista TIME tímaritsins yfir 100 áhrifamestu einstaklinga í heiminum.

 

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.