Sveppaneytandi segir vímuna varhugaverða Jakob Bjarnar skrifar 22. september 2014 15:56 Magnús Jónsson segir neyslu sveppana vera álag á geðheilsuna. Þetta magnar upp allar tilfinningar og alla skynjun. Magnús Jónsson er verkamaður og hefur notað sveppi árum saman, með hléum. Hann segir best að fólk sleppi því alfarið að prófa þá. Magnús, sem er nú 31 árs gamall, var aðeins 18 ára þegar hann prófaði fyrst að éta vímusveppi. Hann segir það hafa verið alltof snemmt og hann hafi ekki farið vel út úr því.Best að sleppa þessu alveg„Ég er ekki fíkill, er ekki í innbrotum til að fjármagna neyslu og þori alveg að tala um þetta,“ segir Magnús.Vísir birti umfjöllun um ofskynjunarsveppi fyrr í dag og vakti hún mikla athygli. Þar er meðal annars komið inná að það er ólöglegt að eiga slíka sveppi sem um ræðir, því þeir innihalda psilocybin eða psilocin, sem flokkað er með ólöglegum lyfjum. Hins vegar getur reynst snúið fyrir ákærusvið lögreglunnar að eiga við slíkt, því fólk sem er úti á túni að tína sveppi er tæplega brotlegt gagnvart lögum. Þar er einnig bent á að fólk geti hæglega tekið aðra sveppi í misgripum, sem eru baneitraðir. „Best er að sleppa þessu. En, ef fólk ætlar sér að gera þetta, þá er betra að það viti hvað það er að gera,“ segir Magnús.Svipar til LSD Víman sem sveppirnir gefa svipar mjög til þeirrar sem LSD gefur, þetta er svokallað ofskynjunarlyf sem gerir alla skynjun sterkar. Lyfið magnar upp allar tilfinningar og ef menn eru ekki í þeim mun betra jafnvægi getur víman, eða „trippið“ eins og það er kallað þegar ofskynjunarlyf eru annars vegar, orðið til að örvænting og ofsaskelfing grípi um sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Fólk verður að læra inná þetta. Svo það fari sér ekki að voða. LSD er léttara tripp, sveppirnir er þyngri, og refsa þér ef þú ert ekki að taka eftir því sem þeir vilja sýna þér, ef þannig má að orði komast. Mikið af þessum harðgeru dópistum láta þetta algerlega í friði,“ segir Magnús.Hefur notað sveppina við sjálfskoðunMagnús kannast hvorki við að hafa orðið frávita við neyslu sveppanna, né þekkir hann mörg dæmi þess. „Lýsingarnar ekkert í takti við það sem ég þekki. Það eru þá undantekningar. Þegar ég var að byrja á þessu vissi ég ekkert um þetta. Þá verða auðvitað miklu meiri líkur á að menn fari sér að voða,“ segir Magnús og vísar þá til ofneyslu. „Þessir sveppir eru álag á geðheilsuna. Þetta magnar upp allar tilfinningar og alla skynjun. Ég er ekki að fara að taka neina sveppi núna. Þegar ég hef verið á þeim stað í lífinu, að vilja líta inná við, fara í naflaskoðun, þá hef ég tekið sveppi. Þetta er ekkert alltaf auðvelt. Maður er að uppgötva óþægilega hluti í sjálfum sér sem maður er búinn að ýta til hliðar.“Hræsni og tvískinnungur Magnús segir að því sé afar mikilvægt að fólk, þurfi það á annað borð að prófa þetta, sé rólegt og yfirvegað. Og viti hvað það er að gera. Magnús segir mikils misskilnings gæta varðandi sveppina, sem og reyndar öll lyf. Þar ráði pólitík og orðspor öllu, en ekki staðreyndir. Hann sjálfur þjáist af athyglisbresti, og segir að besta lyfið við því sé amfetamín. En, af því að það sé „vonda eiturlyfið“ sem „vondu glæpamennirnir“ taki þegar þeir eru að fremja sína glæpi, þá megi ekki ávísa slíku. „Hins vegar er rítalíni, sem er náskylt kókaíni, ávísað á börn niður í 12 ára. Og þykir gott. Lyfið sem við gefum krökkunum okkar svo þau verði ekki ómenntaðir aumingjar. Það er hræsni og tvískinnungur í þessu.“ segir Magnús.Sveppirnir ekki „idjótprúf“ Magnús, sem reynslunnar smiður við sveppaátið, ítrekar að allra best sé að láta þetta alfarið vera. Og vilji fólk endilega prófa þetta, þá sé mikilvægt að fara varlega. „Sveppirnir eru ekki „idjótprúf“ og ekki sniðugt að taka þá án þess að vita hvað maður er að gera. Hér er þetta kallað eitrað og talað um tryllingsástand, en þetta er það sem kallast að vera í vímu. Og sjamanistar hafa tekið þetta í mörg þúsund ár.“ Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Magnús Jónsson er verkamaður og hefur notað sveppi árum saman, með hléum. Hann segir best að fólk sleppi því alfarið að prófa þá. Magnús, sem er nú 31 árs gamall, var aðeins 18 ára þegar hann prófaði fyrst að éta vímusveppi. Hann segir það hafa verið alltof snemmt og hann hafi ekki farið vel út úr því.Best að sleppa þessu alveg„Ég er ekki fíkill, er ekki í innbrotum til að fjármagna neyslu og þori alveg að tala um þetta,“ segir Magnús.Vísir birti umfjöllun um ofskynjunarsveppi fyrr í dag og vakti hún mikla athygli. Þar er meðal annars komið inná að það er ólöglegt að eiga slíka sveppi sem um ræðir, því þeir innihalda psilocybin eða psilocin, sem flokkað er með ólöglegum lyfjum. Hins vegar getur reynst snúið fyrir ákærusvið lögreglunnar að eiga við slíkt, því fólk sem er úti á túni að tína sveppi er tæplega brotlegt gagnvart lögum. Þar er einnig bent á að fólk geti hæglega tekið aðra sveppi í misgripum, sem eru baneitraðir. „Best er að sleppa þessu. En, ef fólk ætlar sér að gera þetta, þá er betra að það viti hvað það er að gera,“ segir Magnús.Svipar til LSD Víman sem sveppirnir gefa svipar mjög til þeirrar sem LSD gefur, þetta er svokallað ofskynjunarlyf sem gerir alla skynjun sterkar. Lyfið magnar upp allar tilfinningar og ef menn eru ekki í þeim mun betra jafnvægi getur víman, eða „trippið“ eins og það er kallað þegar ofskynjunarlyf eru annars vegar, orðið til að örvænting og ofsaskelfing grípi um sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Fólk verður að læra inná þetta. Svo það fari sér ekki að voða. LSD er léttara tripp, sveppirnir er þyngri, og refsa þér ef þú ert ekki að taka eftir því sem þeir vilja sýna þér, ef þannig má að orði komast. Mikið af þessum harðgeru dópistum láta þetta algerlega í friði,“ segir Magnús.Hefur notað sveppina við sjálfskoðunMagnús kannast hvorki við að hafa orðið frávita við neyslu sveppanna, né þekkir hann mörg dæmi þess. „Lýsingarnar ekkert í takti við það sem ég þekki. Það eru þá undantekningar. Þegar ég var að byrja á þessu vissi ég ekkert um þetta. Þá verða auðvitað miklu meiri líkur á að menn fari sér að voða,“ segir Magnús og vísar þá til ofneyslu. „Þessir sveppir eru álag á geðheilsuna. Þetta magnar upp allar tilfinningar og alla skynjun. Ég er ekki að fara að taka neina sveppi núna. Þegar ég hef verið á þeim stað í lífinu, að vilja líta inná við, fara í naflaskoðun, þá hef ég tekið sveppi. Þetta er ekkert alltaf auðvelt. Maður er að uppgötva óþægilega hluti í sjálfum sér sem maður er búinn að ýta til hliðar.“Hræsni og tvískinnungur Magnús segir að því sé afar mikilvægt að fólk, þurfi það á annað borð að prófa þetta, sé rólegt og yfirvegað. Og viti hvað það er að gera. Magnús segir mikils misskilnings gæta varðandi sveppina, sem og reyndar öll lyf. Þar ráði pólitík og orðspor öllu, en ekki staðreyndir. Hann sjálfur þjáist af athyglisbresti, og segir að besta lyfið við því sé amfetamín. En, af því að það sé „vonda eiturlyfið“ sem „vondu glæpamennirnir“ taki þegar þeir eru að fremja sína glæpi, þá megi ekki ávísa slíku. „Hins vegar er rítalíni, sem er náskylt kókaíni, ávísað á börn niður í 12 ára. Og þykir gott. Lyfið sem við gefum krökkunum okkar svo þau verði ekki ómenntaðir aumingjar. Það er hræsni og tvískinnungur í þessu.“ segir Magnús.Sveppirnir ekki „idjótprúf“ Magnús, sem reynslunnar smiður við sveppaátið, ítrekar að allra best sé að láta þetta alfarið vera. Og vilji fólk endilega prófa þetta, þá sé mikilvægt að fara varlega. „Sveppirnir eru ekki „idjótprúf“ og ekki sniðugt að taka þá án þess að vita hvað maður er að gera. Hér er þetta kallað eitrað og talað um tryllingsástand, en þetta er það sem kallast að vera í vímu. Og sjamanistar hafa tekið þetta í mörg þúsund ár.“
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira