Innlent

Neðanjarðarlestir í London ganga brátt allan sólarhringinn

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrsta neðanjarðarlestin í London opnaði árið 1863.
Fyrsta neðanjarðarlestin í London opnaði árið 1863. Vísir/AFP
Neðanjarðarlestir í London munu brátt einnig ganga á nóttunni um helgar.

Transport for London (TFL) tilkynnti fyrr í dag að breytingin taki gildi frá og með næsta hausti.

Neðanjarðarlestirnar í London hætta nú að ganga um miðnætti og er íbúum borgarinnar og ferðamönnum beint á að taka leigubíl eða næturstrætó eftir að lestirnar hætta að ganga.

Breytingin mun eiga sér stað í september á næsta ári, í sama mánuði og HM í rugby fer fram í borginni. Í frétt SVT segir að lestirnar muni þá ganga á tíu mínútna fresti, en línurnar sem um ræðir eru Jubilee, Victoria, stærstur hluti Piccadilly, Central og Northern.

Neðanjarðarlestir ganga víða allan sólarhringinn, þar með talið í New York og Stokkhólmi.

Fyrsta neðanjarðarlestin í London opnaði árið 1863.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×